Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 25
Litli-Bergþór 25 Pílagrímagöngur eða helgigöngur eiga sér langa sögu í ýmsum trúarbrögðum. Í frumkristni leitaði fólk til staða þar sem Jesús og postularnir höfðu verið. Þar upplifði fólk bænheyrslu og kraftaverk og staðirnir urðu að helgistöðum. Síðar urðu staðir sem tengdust píslarvottum trúarinnar einnig að helgistöðum sem fólk sótti til í ýmsum tilgangi, s.s. í von um lækningu, kraftaverk og sáluhjálp. En líka sem iðrandi syndarar, til yfirbótar og aflausnar að boði kirkjunnar, ellegar í þökk og auðmýkt fyrir áheit á dýrlinga sem höfðu ekki brugðist ákalli á ögurstundu. Í Heimskringlu er Ólafs saga helga um kristni- boðskonunginn Ólaf „digra“ Haraldsson, sem varð fremsti dýrlingur norrænnar kristni eftir að hann féll í Stiklastaðabardaga árið 1030. Voru helgir dómar hans, þ.e. jarðneskar leifar sem fólk trúði á að fælu í sér mátt og heilagleika, skrínlagðir í Niðarósi. Þangað lögðu norrænir pílagrímar leið sína um aldir - og gera enn. Með siðbreytingunni á 16. öld var lagst gegn dýrlingadýrkun og átrúnaði á helga dóma og pílagrímsferðir voru afnumdar í lúterskum sið. Meðal annarra kristinna kirkjudeilda hafa þær viðhaldist og þekktust er leiðin Santiago de Compostela á Spáni sem er um 800 km löng. Hún er enn fjölfarin af kristnum pílagrímum, en einnig af fólki sem fer leiðina af útivistaráhuga og af áhuga á gömlum þjóðleiðum, eða af innri þörf fyrir þá áskorun sem svo langri göngu fylgir. Á síðustu áratugum hafa fornar leiðir með sögu- og menningarlega skírskotun verið enduruppgötvaðar hér á landi og komið hefur í ljós að fólk hefur ríka þörf fyrir að takast á hendur gönguferðir sem hafa andlega/ trúarlega og menningarlega skírskotun. Þar með hefur að nýju skapast grundvöllur fyrir pílagrímaferðir sem koma til móts við þessa þörf og bjóða upp á kyrrð og andlega næringu, fjarri skarkala þess lífs sem fylgir hinu daglega amstri. Ferðirnar nú á tímum hafa ýmist kristna tilbeiðslu að leiðarljósi eða almennari skírskotun og geta því komið til móts við mismunandi þarfir fólks á trúarlegum eða öðrum andlegum og/eða menningarlegum forsendum. Pílagrímaleiðin Bær í Borgarfirði til Skál- holts – og Eyrarbakka? Félagið Pílagrímar var stofnað árið 2012 til að standa fyrir pílagrímagöngum og merkingum á gömlum kirkjuvegum og þjóðleiðum á Íslandi. Árið 2013 merktu félags-menn leið frá Bæ í Borgarfirði til Skálholts sem er um 120 km löng (sjá kort) og fyrsta skipulagða ferðin var farin á Skálholtshátíð. Það er ekki tilviljun að leiðin hefst í Bæ því þar dvaldi og kenndi í 19 ár frá 1030, háættaður biskup af Benediktsreglu, Hróðólfur frá ,Norðmandí‘ sem farið hafði árið 1015 með Ólafi Haraldsyni nýskírðum til Noregs, ásamt þrem öðrum engilsaxneskum biskupum til að kristna Noreg. Hróðólfur kom svo til Íslands sama ár og Ólafur féll við Stiklastaði árið Hulda Guðmundsdóttir Pílagrímagöngur fyrr og nú Eftir 1200 fóru íslenskir pílagrímar þó flestir til Hóla eða Skálholts eftir að biskuparnir Jón og Þorlákur voru teknir í heilagra manna tölu og helgum dómum þeirra hafði verið komið fyrir í skrínum í þessum höfuðkirkjum. Um skeið var orðið svo mikið um förumenn á meg- inlandinu að talið var að allt að annar hver fullorðinn maður hafi farið í ,,vallarferð“ eða ,,suðurför“ eins og pílagrímagöngur til Rómar og Jerúsalem voru kallaðar. Um aldamótin 1300 er talið að hátt í tvöhundruð- þúsund ,,vallarar“ eða útlendingar (lat. peregrinus) hafi að jafnaði dvalið í Róm. Skálholt.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.