Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 17
Litli-Bergþór 17 Verið velkomin upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450 Gamli bærinn var jafnaður við jörðu 1982 og á grunni hans byggðu þau Magnús Skúlason, sonur þeirra Guðnýjar og Skúla og Sigurlaug Sigurmundsdóttur (f. 25.12. 1962) sér hús sem þau fluttu í 1983. Þau höfðu áður búið um níu mánaða skeið í gamla húsinu á Lindarbrekku. Þegar fjölskylda þeirra stækkaði byggðu þau síðan við húsið 1989, með útbyggingu til vesturs. Skúli og Guðný ráku Hveratún til 1983 en þá komu þau Magnús og Sigurlaug inn í reksturinn. Þau tóku síðan alveg við, árið 2003 og hafa stundað sína garðyrkju þar síðan. Börn þeirra eru: Elín Ingibjörg (f. 23.04. 1983) er í Svíþjóð, Guðný Þórfríður (f. 28.10. 1985) er í Danmörku, Herdís Anna (f. 03.03. 1991), Skúli (f. 10.04. 1995) og Marín (f. 10.11. 1996) Skúli bjó áfram í nýja húsinu til hausts 2012 þegar hann flutti á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Þar dvelur hann nú.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.