Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 34
Aðalfundur UMF Bisk var haldinn 20. mars, Helgi Kjartansson lét af formennsku og við tók Smári Þorsteinsson. Stéttarfélagið Efling óskar eftir að gerður verði aðkomuvegur að lóðum félagsins í Reykholti svo hægt verði að hefja framkvæmdir við byggingu húsa á lóðum nú í sumar. Samkvæmt gildandi skipulagi er aðkoma að landi Eflingar um veg sem liggur að Reykholtshver og þar áfram, en ný tillaga gerir ráð fyrir nýrri aðkomu að landi Eflingar sunnan megin við skólastjórabústað, um land Brautarholts. Nauðsynlegt er að breyta bæði aðal- og deiliskipulagi svæðisins og þ. 4. apríl fól sveitastjórn skipulagsfulltrúa að kynna aðalskipulagsbreytingar og leita umsagnar Skipulagsstofnunar, með fyrirvara um að skriflegt samþykki eigenda landsins, sem nýr vegur fer yfir, liggi fyrir. Guðmundur Jónsson, íbúi í Reykholti, kvartaði til sveitarstjórnar á þorra yfir rykmengun vegna umferðar um Smárabraut í Reykholti, sem hefur stóraukist eftir að vegtengingum úr Reykholti inn á Biskupstungnabraut var fækkað. Óskaði Guðmundur eftir aðgerðum til að hefta rykmengunina. Byggðaráð bendir á að stefnt sé að því að koma bundnu slitlagi á götur innan þéttbýla í Bláskógabyggð og að horft verði til umferðarþunga. Reynt verði að lágmarka rykmengun eins og nokkur kostur er. Grunnskólamót HSK í glímu 2014 var haldið í Íþróttahúsinu í Reykholti í febrúar. Stóðu keppendur úr Bláskógaskóla sig með miklum sóma. Eignaðist skólinn m.a. fjóra grunnskólameistara, þau Sigríði Magneu Kjartansdóttur í 8. bekk, sem lenti í 1.-2. sæti í sínum aldursflokki, Sóleyju Ernu Sigurgeirsdóttur í 10. bekk, sem lenti í 1. sæti, Ólaf Magna Jónsson í 5. bekk, sem lenti í 1. sæti og Finn Þór Guðmundsson í 6. bekk, sem lenti í 1. sæti í sínum aldursflokki. Bláskógaskóli varð einnig efstur í stigakeppni skólanna fyrir 5. -7. bekk stráka og 8.-10. bekk stúlkna. Gunnar Sverrisson og Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir í Hrosshaga hafa hætt mjólkurframleiðslu og selt kvóta og mjólkurkýr. Þau ætla að einbeita sér að skógræktinni og nautaeldi. 34 Litli-Bergþór Í byrjun janúar 2014 benti Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi sveitarstjórn á það að mikil hálka væri viðvarandi á sumum gangstígum við Gullfoss, sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið og þá sérstaklega yfir vetrartímann, t.a.m. komu um 40% fleiri ferðamenn í desember s.l. ef borið er saman við desember 2012. Fulltrúar sveitarstjórnar hafa fundað með Umhverfisstofnun og Vegagerðinni til að knýja á um öryggi ferðamanna. Íþróttamaður Bláskógabyggðar var valinn þ. 12. Janúar. Tilnefndir voru Smári Þorsteinsson fyrir glímu, Finnur Jóhannesson fyrir hestamennsku og Hreinn Heiðar Jóhannesson fyrir frjálsar íþróttir og varð hann hlutskarpastur. Róbert Sveinn Róbertsson, ættaður frá Brún við Syðri-Reyki í Biskupstungum, var Sunnlendingur vikunnar í Sunnlenska fréttablaðinu 22. Janúar. Róbert, sem titlar sig tæknifrumkvöðul, hefur hannað einfalda bókunarvél fyrir ferðamenn til að setja upp á ferðamannastöðum. Aðalfundur Kvenfélags Bisk. Var haldinn 10. febrúar. Félagið er 85 ára á árinu og héldu kvenfélagskonur m.a. upp á það með skemmtiatriðum og góðum mat á vorfundi í Efstadal þ. 15. maí. Sama stjórn situr áfram en tvær nýjar konur eru í varastjórn, þær Sigurlaug Jónsdóttir og Agnes Geirdal. Kvenfélag Biskupstungna ályktaði 17. febrúar 2014 að skora á Sveitarstjórn Bláskógabyggðar að beita sér fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Laugarási. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að vísa ályktuninni til oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu. Einnig verði kallað eftir afstöðu annarra sveitarfélaga. Önnur kvenfélög í Uppsveitunum hafa sömuleiðis sent áskoranir í sama stíl til sinna sveitarfélaga. Sigríður Egilsdóttir á Vatnsleysu bauð sveitungum og vinum í fimmtugs afmæli sitt á heimili sínu 23. febrúar. Þorrablót Torfastaðasóknar 2014 var haldið á bóndadaginn 24. janúar í Aratungu með heimagerðum skemmtiatriðum og þorramatsáti úr trogum að vanda og þótti takast vel. Hvað segirðu til? Þorramatur Tungnamanna sveik ekki frekar en fyrri daginn

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.