Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 4
4 Litli-Bergþór Formannspistill Á aðalfundi Umf. Biskupstungna árið 1969 var samþykkt tillaga, sem send var til sveitarstjórnar. Tillagan var stutt og hljómaði svona. „Aðalfundur Umf. Bisk. 1969 telur áríðandi að hafist verði handa á þessu ári við sundlaugarbyggingu og mannvirki henni viðkomandi.“ Félagsmenn fengu þessa ósk uppfyllta vorið 1972 þegar fyrsta skóflustungan var tekin að sundlaugarbyggingunni. Framkvæmdir tóku 4 ár og var ekkert til sparað. Það var mikil bót fyrir sveitina þegar Reykholtslaug var vígð árið 1976 og Tungnamenn eignuðust loksins alvöru sundlaug. Í 40 ár hefur Reykholtslaug tekið á móti fjölda gesta og hún hefur reynst vel fyrir skólabörn sem þar hafa lært að synda. Á aðalfundi Umf. Bisk. 2016, sem haldin var á dögunum var aftur samþykkt áskorun til sveitarstjórnar, nú um að hafist verði handa um endurbætur á sundlauginni í Reykholti og sundlaugarsvæðinu. Laugin sjálf og svæðið í kring er farið að láta verulega á sjá og ef ekkert verður að gert gæti sundlauginni hreinlega verið lokað. Það væri skrýtin staða að í Reykholti þar sem nóg er til af heitu vatni og fólki, heimafólki sem og ferðamönnum, til að nýta hana, að allt í einu væri engin sundlaug lengur. Ég vona svo sannarlega að þessi staða komi ekki upp og að við getum tryggt það að hægt sé að bjóða uppá góða sundaðstöðu fyrir bæði börn og fullorðna í Biskupstungum og að sjálfsögðu fyrir alla þessa ferðamenn. Með óskum um gott og farsælt sumar Smári Þorsteinsson formaður Umf.Bisk.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.