Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 21
Litli-Bergþór 21 Svo kom ný og ódýrari tækni árið 2008, sem gerði föður mínum kleyft að kæla plönturnar í Hollandi. Það var því ekki lengur þörf á því að flytja þær til Íslands með ærnum tilkostnaði. Gróðurhúsið var því leigt út til Knúts á Friðheimum í stuttan tíma og síðan stóð það tómt í ein fjögur ár. Árið 2012 keypti ég svo gróðurhúsið af föður mínum til að rækta hér jarðarber ásamt sambýlismanni mínum Ehud Kafri og hér höfum við verið síðan. Ehud kemur frá Ísrael þar sem við kynntumst, en við bjuggum síðan í Hollandi. Foreldrar hans búa enn í Ísrael, faðir hans er forstjóri trukkafyrirtækis og móðir hans stundar óhefðbundnar lækningar, reiki o.þ.h. Hann á tvo bræður sem vinna báðir við tölvur og forritun. Sjálfur er hann tölvunarfræðingur að mennt og var enn í námi þegar ég fór hingað 2005. Kom bara af og til. En árið 2012 fluttum við saman hingað til að rækta jarðarber. Við skiptum út jarðarberjaplöntunum tvisvar á ári, í júní og desember. Flytjum þá inn nýjar plöntur frá Hollandi eða Ítalíu. Jarðarberjatínslan er svo í hámarki í mars, apríl og maí og aftur í ágúst, september og október. Þessi tegund af jarðarberjaplöntum er gerð til að bera mikla uppskeru. Það væri hægt að láta þær blómstra aftur, en þá yrði uppskeran miklu minni. Við erum með einn fastan starfsmann í fullri vinnu og svo fáum við fleira fólk á tínslutímanum. Við höfum verið með fjóra til fimm í vinnu þá. Fengið fólk í gegnum atvinnuauglýsingar og Vinnumálastofnun og svo höfum við mikið fengið fólk frá Póllandi. Okkur líkar vel á Íslandi og núorðið tala ég alltaf um að fara heim til Íslands. Þegar ég var hér 2005-2008 ferðuðumst við mjög mikið um og höfum komið á flesta staði á landinu. Þegar stund gefst frá vinnunni gerum við það enn að skreppa eitthvert eða fá okkur göngutúr í fallegu umhverfi. En það er alltaf nóg að gera hér í fyrirtækinu, nú í lok maí þurfum við t.d. að moka út gömlu plöntunum og þrífa húsið fyrir nýju plönturnar sem koma í byrjun júní. Aðspurð um það hvort hún hefði ekki gaman af að taka þátt í félagsstarfi, syngja í kór eða vera í Kvenfélagi t.d. segir hún lítinn tíma til þess og hún haldi að aðrir kórfélagar séu allavega mjög þakklátir fyrir að hún skuli ekki syngja með í kórnum! En stundum sakna ég heitu landanna segir hún. Það er ómögulegt að segja til um hvað við verðum lengi hér, það ræðst af því hvernig gengur og hvort við fáum húsnæði hér í nágrenninu eða þurfum að byggja yfir okkur. Ef einhver á laust húsnæði til leigu fyrir okkur hér í Reykholti eða nágrenni, má hann endilega hafa samband segir Astrid og brosir. Í bili erum við í húsnæði á Laugarvatni, en það er ansi langt að keyra, sérstaklega á veturna. Eftir spjall yfir kaffibolla og nýjum jarðarberjum sýnir Astrid mér gróðurhúsið, þar sem jarðarberjaplönturnar hanga snyrtilega í röðum, í hæfilegri hæð svo auðvelt sé að tína af þeim. Uppskeran er að minnka, enda komið fram í maí og starfsfólkið er byrjað að hreinsa húsið. Það er greinilega nóg að gera. Blaðamaður þakkar því kærlega fyrir ánægjulegt spjall, óskar þeim Astrid og Ehud góðs gengis í jarðarberjaræktinni og kveður þetta harðduglega fólk, sem hefur valið að lifa og starfa á Íslandi. Jarðarberjunum pakkað. Þau eru tínd beint ofaní öskjur af plöntunum. Hundabað í íslenskri náttúru. Ævintýri og Olli bregða á leik.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.