Litli Bergþór - 01.07.2016, Side 31

Litli Bergþór - 01.07.2016, Side 31
Litli-Bergþór 31 göngustíg að brúnni. Var það gert og einnig rudd göngubraut í hring um reitinn. Samningurinn var síðan undirritaður í lundinum á afmælisdeginum 12. júní, af núverandi ábúendum, þeim Ingva og Þórarni Þorfinnssonum og Hildi Maríu Hilmarsdóttur, í fallegu veðri að viðstöddu fjölmenni. Kom upp sú tillaga hjá kvenfélagskonum að lundurinn verði framvegis nefndur Ingulundur í minningu Ingibjargar. Félagsstarf kvenfélagskvenna hefur annars verið hefðbundið á starfsárinu. Jólamarkaður félagsins var haldinn í Aratungu 5. desember, þrátt fyrir slæmt veður og ófærð (allsstaðar nema í Tungunum). Tókst hann vonum framar. Jólafundurinn okkar var haldinn þann 19. nóvember, í Bergholti og var ósköp notalegur; drukkið heitt súkkulaði eða kaffi og maulaðar smákökur. Leynigestur fundarins var Agnes Geirdal með Skapandi prjón. Kom hún með prjónaprufur af mismunandi stærðum og gerðum sem unnar höfðu verið út frá ljósmyndum og kynnti fyrir félagskonum hugmyndafræðina að baki prufunum. Í nóvember var farið á leikverkið „Mæður Íslands“ sem frumsýnt var hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. En eins og segir í kynningu verksins: „Mæður Íslands er nýtt, íslenskt leikverk, þar sem sagan er sögð frá sjónarhorni konunnar, móðurinnar og dótturinnar. Leikverkið er unnið út frá frásögnum og sögum um íslenskar konur, líf þeirra, tilfinningar, hvernig þær hafa áhrif á aðra og hvernig aðrir upplifa þær.“ Skemmtu allir sér mjög vel enda frábær sýning í alla staði og eftir sýningu var farið og borðuð dásamleg kjúklingasúpa á Kaffihúsi Álafoss. Á haustfundinum okkar, þann 8. október 2015, á Kaffi Mika, kom Jóhanna Magnúsdóttir, sérþjónustuprestur á Sól- heimum í Grímsnesi til okkar. Hún hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um meðvirkni og gleðina á einstaklega skemmtilegan og gefandi hátt. Þar talaði Jóhanna meðal annars um að lífskeið hverrar manneskju væri eins og perlufesti og hver og ein perla í festinni ætti að skína skært. Í jólablaði Litla-Bergþórs var sagt frá ferð Kvenfélasins og eldriborgara í Borgarfjörðinn þann 4. september, 2015, svo það verður ekki endurtekið hér. En það var mjög skemmtileg og góð ferð. Þann 7. júlí, 2015 var Skógarvinnugleðidagurinn þar sem farið var í skógarreit kvenfélagins að Spóastöðum og tré snyrt og kvistuð. Hreinsað frá þar sem nýr göngustígur á að koma, þrjú grenitré gróðursett til að mynda skjól og grasflöt slegin. Að loknum góðum degi var borðað nesti og mikið spjallað. Kvenfélagið tók þátt í 17. júní hátíðarhöldunum og Tveim úr Tungunum í ágúst 2015 eins og áður. Einnig sáu Kvenfélagskonur um erfidrykkju í fjórum erfidrykkjum frá því í nóvember 2015 til maí 2016. Því sem safnast í fjáröflun félagsins skilum við aftur til samfélagsins okkar. Helstu gjafir kvenfélagsins á árinu 2015 voru: 30 stólar í Bergholt kr. 688.452,- Eldriborgarastarf 184.800,- Styrkur til Tvær úr Tungunum v/hoppukastala 40.000,- Félagið tók þátt í jólaballi grunnskóla Bláskógabyggðar, kr. 30.000,- Auk þess má nefna verðlaun til nemenda Tónlistarskólans, upplýsingaspjöld, sem afhent eru 10. bekkingum við útskrift, söluborð fyrir 10. bekkinga á mörkuðum og fleira. Framundan á þessu ári er síðan Tvær úr Tungunum þann 13. ágúst og margt annað skemmtilegt. Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir í kvenfélagið. Agnes Geirdal formaður. Gengið upp að vörðunni, Sigríður Egilsdóttir á brúnni. Þorfinnur segir frá tilurð samningsins, systur hans, Gurra, Stenna, Badda, Sigga og Ragnhildur standa á bak við hann.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.