Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 27
Litli-Bergþór 27 Logafréttir Starfsár hestamannafélagsins Loga árið 2015 var bæði með hefðbundnu og óhefðbundnu sniði. Aðalfundur var haldinn 16. apríl 2015 og hætti Hólmfríður Ing- ólfsdóttir sem gjaldkeri eftir margra ára farsælt og gott starf. Voru henni þökkuð öll hennar góðu störf enda vandfundinn samviskusamari og tryggari Logafélagi. Á aðalfundinum var Freydís Örlygsdóttir kjörin í stjórn og tók hún við starfi gjaldkera. Árið 2015 var stjórn félagsins því þannig skipuð: Einar Á. E. Sæmundsen formaður Sólon Morthens varaformaður Freydís Örlygsdóttir gjaldkeri Líney Kristinsdóttir ritari Marta Margeirsdóttir meðstjórnandi. Starf hestamannafélagsins var með hefðbundnu sniði framan af ári. Vetrarmót í samstarfi við Trausta voru haldin í Hrísholti og á vellinum í Laugardal en voru ekki of vel sótt og vill stjórnin leggja til að hugsa þessi mót upp á nýtt. Mótahaldið hefur þó verið mjög líflegt yfir vetrarmánuðina í reiðhöllinni á Flúðum með mismunandi mótum, Uppsveitadeild Loga, Trausta og Smára og Flúðasveppa, Upp- sveitadeild æskunnar og sameiginlegu töltmóti hestamannafélaganna miðvikudaginn fyrir skírdag. Öll þessi mót heppnuðust mjög vel og var tekið eftir þeim. Einkenndi þau samhugur og ánægja með framkvæmd og umgjörð. Allir þessir viðburðir hafa vakið athygli og hleypt miklu lífi í hestamennsku í Uppsveitunum. Frábært reiðnámskeið Loga og Smára var haldið í Hestheimum í lok maí 2015 þar sem Æskulýðsnefndir Loga og Smára tóku höndum saman og höfðu tveggja daga námskeið. Krakkarnir fóru í reiðtúra, fengu bóklega kennslu og reiðkennslu fyrir utan að kynnast, skemmta sér og leika saman. Þetta sýndi mjög vel hvernig félögin geta unnið saman að góðum málum. Í byrjun júní var mjög vel heppnað reiðnámskeið Loga haldið að venju í Hrísholti og var gaman að sjá hve margir sóttu þangað fróðleik hjá Rósu Birnu Þorvaldsdóttur. Í kjölfarið var haldin firmakeppni sem gekk vel. Dagskráin fyrri part ársins fylgdi því hefðbundnu sniði. Undanfarin ár hefur gengið mjög illa að manna og fá fólk til undirbúnings á Hestaþingi Loga um Skvísurnar, Sigríður, Salka og Þórhildur Júlía að gíra sig upp í firmakeppnina.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.