Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 24
24 Litli-Bergþór Hér á eftir fer viðtalið við Kristján orðrétt úr Tímanum. „Ég held, að ég hafi oftast gert eins og ég gat,“ Fyrir nokkrum dögum var aldinn bóndi úr Biskups- tungum á ferð í Reykjavík. Blaðamaður hjá Tímanum fékk pata af þessu og sótti bónda heim, þar sem hann dvaldist hjá syni sínum, og því er ekki að leyna að stundin sem við röbbuðum saman þótti undirrituðum of fljót að líða. Sporin liggja um Árnes- Rangárvalla- og Skafta- fellssýslu. Bóndinn sem hér um ræðir, heitir Kristján Loftsson. Hann er nú á hinu nítugasta ári, en ber aldur sinn svo vel, að flestir gætu auðveldlega trúað því að hann væri að minnsta kosti einum áratug yngri. Kristján hefur búið í Biskupstungum í marga áratugi, á bæjunum Felli og Haukadal. Þess vegna liggur beint við að spyrja: -Ert þú ættaður úr Biskupstungum Kristján? -Nei, það er ég ekki. Ég fæddist í Gnúpverjahreppi, en foreldrar mínir voru Rangæingar. Þau fluttust úr Rangárvallasýslu út í Gnúpverjahrepp, fengu þar vesaldarbýli, þar sem þau voru aðeins eitt ár, fóru svo að Dalbæ í Ytrihrepp og voru þar í tvö ár, en fluttust síðan að Kollabæ í Fljótshlíð. Móðir mín var þaðan, faðir hennar bjó þar þá enn, og vildi nú fá þau til sín. Í Kollabæ bjuggu foreldrar mínir í tíu ár, en fluttu sig þá aftur út í Hrunamannahrepp og bjuggu þar á tveim jörðum, Miðfelli og Gröf unz þau hættu búskap. -Ættir þínar liggja þá um Suðurland? -Já, fólk mitt er af þessum slóðum, en dreifist auðvitað nokkuð, eins og oftast vill verða. Skyldfólk mitt var margt í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og úti í Vestmannaeyjum. Það hafa lengi verið talsverð brögð að því að Rangæingar flyttu út í Eyjar. Margir reru þaðan og ílentust svo þar, ýmissa orsaka vegna. Smértunnan og nautið misfórust bæði -Einhvern grun þykist ég hafa um að þú sért líka Skaftfellingur í ættir fram, - er það ekki rétt? -Jú, rétt er það. Móðurætt mín er frá Borgarfelli í Skaftártungu. Þar bjó eitt sinn forfaðir minn sem Bárður hét og var Sigvaldason. Upp úr Móðuharðindunum flosnaði hann allslaus upp af jörð sinni og mun hafa lent alla leið á Suðurnes, ásamt fólki sínu, þar á meðal dóttur, sem Sigríður hét, og var þá barn að aldri. Þegar aftur fór að verða lífvænlegra í sveitum eftir ósköpin, sneru margir til æskustöðva sinna á ný, og svo gerði Bárður einnig. Hann kom að Keldum á Rangárvöllum, og þá réðist svo að hann fékk leigt smákot þar í grenndinni, þar sem hann mun hafa hokrað við næsta þröngan hag. En nú voru örlögin ráðin að því leyti, að þetta fólk ílentist á Rangárvöllum og síðan hafa spor ættarinnar legið um þessar slóðir, Rangárþing, Vestmannaeyjar og út í Árnessýslu. En það er af Sigríði Bárðardóttur að segja, að hún giftist manni sem hét Brynjólfur Jónsson. Þau voru foreldrar Brynjólfs í Bolholti og Katrínar á Lækjarbotnum sem margir Sunnlendingar kannast við. Eitthvað mun Sigríði hafa orðið minnisstætt harðréttið og allsleysið á uppvaxtarárum hennar því að hún var sögð mikil búkona og framúrskarandi áhugasöm um að vera sjálfri sér nóg, og ekki upp á aðra komin. Þegar hún var orðin ekkja og gömul manneskja, ætlaði hún í hornið til Brynjólfs sonar síns í Bolholti, og gerði það. Þá var sagt, að hún hefði átt fulla tunnu af súru sméri, sem hún vildi leggja á borð með sér. En þá voru ekki nein önnur samgöngutæki en hesturinn, og þar sem tunnan var meira en klyf, og búferlaflutningur gömlu konunnar hefur trúlega farið fram að vorlagi, þá var tunnunni velt á milli bæjanna. Brynjólfur í Bolholti var framkvæmdamaður, og nú stóð svo á, að hann var nýbúinn að byggja sér heyhlöðu. Þangað var tunnan látin, því að vitaskuld hefur ekki átt að eyða innihaldi hennar strax, heldur geyma það og grípa til þess, ef að kreppti með viðbit. Síðan var hey hirt í hlöðuna, en vafalaust hefur eitthvað hitnað í heyinu, eins og oftast verður, og þegar til átti að taka, var tunnan fallin í stafi og smérið allt runnið saman við heyið. Svo fór um sjóferð þá. En ærnar hafa notið góðs af, því að þá var ekki farið að gefa fóðurbæti með heyi, eins og seinna varð. En smértunnan var ekki eina eignin sem Sigríður Bárðardóttir hafði geymt sér til ellinnar. Hún átti líka tvævett naut, sem hún ætlaði að leggja í heimili sonar síns. Nautið átti að ganga í Víkingslækjarheiði, en Víkingslækur er víst gamalt býli, og heiðin kennd við hann. En þegar til átti að taka, fannst boli hvergi, hvernig sem leitað var, þangað til menn loks gengu fram á leifarnar af honum niðri í gjótu, þar sem hann hafði borið beinin, og allt ein maðkahrúga. Boli varð því að enn minna gagni en smértunnan. - Grunur minn er sá, að talsvert hafi verið talað um þetta, og að það hafi verið í minnum haft. Sjálfsagt hefur sumum fundizt sem gamla konan hafi verið óþarflega ötul við að safna, og að hún hafi ef til vill stundum gengið full langt í því efni. En varlega skyldu seinni kynslóðir dæma það fólk, sem mundi ógnir Móðuharðindanna og allsleysið sem fylgdi þeim. Hver hefði ekki orðið sparsamur á þeim tímum? Hver kaupstaðarferð tók viku -En svo við höldum áfram að tala um sjálfan þig; Hvenær fluttist þú í Biskupstungur? -Ég var í foreldrahúsum til 1910, en fór þá að Haukadal. Þar kvæntist ég Guðbjörgu Greipsdóttur, systur Sigurðar Greipssonar í Haukadal, sem allir Íslendingar hafa heyrt talað um. Í Haukadal bjuggum við í nítján ár, en fórum þá að Felli, þar sem ég hef átt heima síðan. Árið 1952 tóku tveir yngri synir mínir við búskapnum, þótt ég héldi áfram að eiga allmargt fé og nokkuð af hrossum. -Var ekki ákaflega erfitt um aðdrætti í Biskupstunum, áður en bílaöldin hófst? -Það er rétt, sveitin er langt uppi í landi, kaupstaður ekki á næstu grösum. Það var farið í kaupstað haust og vor, sumir fóru til Reykjavíkur en aðrir niður á Eyrarbakka. Ef allt gekk skaplega tók ferðin til Reykjavíkur viku, talsvert á þriðja dag hvora leið og svo stanzinn í kaupstaðnum. Þeir sem áttu heima

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.