Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 44

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 44
44 Litli-Bergþór Skálholts hefur farið fram í tengslum við gerð deiliskipulagsins. Fornminjastofnun Íslands skráði og hnitsetti allar friðlýstar fornminjar í Skálholtslandi á árinu 2015 og þarf að afla fjár til að skrá um 130 fornminjar. Samkvæmt umhverfisstefnu Þjóðkirkjunnar, sem var staðfest af Kirkjuþingi 2009, er lögð áhersla á endurheimt votlendis og friðun neðsta hluta Skálholtstungunnar. Möguleiki er á styrkjum til þeirra framkvæmda. Skálholtsskóli. Halldóri Reynissyni, verkefnastjóra fræðslumála á Biskupsstofu, hefur verið falið, frá sumarbyrjun 2015, að sinna að hluta verkefnum Skálholtsskóla og hafa aðsetur í Skálholti. Enginn hefur gegnt stöðu rektors Skálholtsskóla frá 2011. Í nýju skólaráði Skálholtsskóla, sem skipað er af Kirkjuráði, eiga sæti: Hreinn Hákonarson, fangaprestur og kirkjuþingsmaður, Ásdís Guðmundsdóttir frá HÍ og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu. Til vara: Runólfur Smári Steinþórsson frá HÍ, Sigurður Sigursveinsson frá háskólaneti Suðurlands og Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar. Stjórn Skálholts mun á árinu 2016 leggja áherslu á: 1. Betri nýtingu Skálholtsskóla. 2. Betri nýtingu annars húsnæðis í Skálholti. Húsnæði Skálholtsbúða og litlu húsanna þriggja verði lagfært og endurbætt. Kjallari biskupshúss og íbúð undir bílskúr hafa nýst sem húsnæði fyrir sumarstarfsfólk. Horft er til þess að endurhanna kjallarann til að ná betri nýtingu. 3. Ganga þarf frá nýju samkomulagi um samstarf Sumartónleika og Skálholtsstaðar og finna leiðir til fjármögnunar tónleikanna. Stjórnin telur mikilvægt að Sumartónleikar í Skálholti verði áfram starfræktir. Fjármál. Unnið er að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016. Mikil skerðing hefur orðið á fjárframlagi úr kirkjumálastjóði til rekstrar Skálholtsstaðar. Framlag var 7 millj. kr. árið 2014, en ekkert árið 2015. Kirkjuráð hefur hins vegar samþykkt að greiða niður á næstu þrem árum uppsafnaða skuld fyrri ára og áratuga, sem tilkomin er vegna uppbyggingar á staðnum og er því fagnað. Stjórn Skálholts telur að breyta þurfi skipan fjármála Skálholts þannig að rekstur staðarins verði vel aðgreindur frá rekstri Skálholtsskóla, sem og það sem tilheyrir báðum aðilum. Stjórnin vill vinna að því að efla starfsþjálfun prestsefna í Skálholti. Hinn forni helgistaður Skálholt var afhentur kirkjunni 1963 til eignar og ábyrgðar. Það er ótvírætt, að mati stjórnarinnar, að Kirkjunni ber að standa að því með fullri reisn að staðurinn verði kirkju og þjóð til sóma og gagnist til eflingar kristni í landinu. Til þess þarf samstarf allra aðila innan kirkjunnar. Stjórn Skálholts.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.