Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 17
Litli-Bergþór 17 Í byrjun janúar birtist síða á Facebook sem bar heitið Biskviss og þar var að finna eftirfarandi texta: Spurningakeppni í Slakka.  Biskupstungnamenn og -konur hafa löngum verið þekkt fyrir yfirgripsmikla almenna þekkingu. Það er því ekki seinna vænna en að blása til mannfagnaðar, þar sem sötraðir verða drykkir, snakkað, spáð og spekúlerað. Spurningum verður varpað á skjá og þátttakendur skrá svör sín niður á svarblöð. Að spurningum loknum munu þeir skiptast á svarblöðum og farið verður yfir rétt svör. Sá sem flest á rétt svörin stendur uppi sem sigurvegari og hlýtur leynivinninginn.  Boðað var til spurningakvöldsins með þriggja mánaða fyrirvara og fyrir því stóðu Unnur Malín Sigurðardóttir og Húsdýragarðurinn Slakki. Föstudagskvöldið 15. apríl rann upp og um 30 gestir lögðu leið sína í Slakka til að taka þátt í þessum viðburði, sem sannarlega átti sér varla fordæmi í þessari sveit. Eftir stutta upphitun og kynningu á hvernig staðið yrði að keppninni var spurningum varpað á tjald og þátttakendur (sem mynduðu eins eða tveggja manna lið) skrifuðu svör sín á blað (ef þeir vissu þau á annað borð. Einbeiting þátttakenda var gífurleg og ljóst að þarna var fólk mætt til að sigra, en fljótlega dofnuðu vonir einhverra, enda spurningarnar ekki allar um það sem telja má almenn þekkingaratriði. Þegar spennuþrunginni spurningalotunni lauk, skiptust þátttakendur á svarblöðum og fóru yfir. Þá kom í ljós að Elín Sólveig Grímsdóttir á Birkiflöt sem stóð uppi sem sigurvegari og hún hlaut verðlaunin sem í boði voru. Biskviss í Slakka Pub Quiz Eins og einhverjir geta ímyndað sér, þá er nafnið á viðburðinum sem hér er um að ræða myndað út frá alþekktu fyrirbæri, svokölluðu Pub Quiz (stundum nefnt Bar svar) sem er ástundað um heim allan. Það kom fyrst fram í Bretlandi á áttunda áratug síðustu aldar, aðallega í þeim tilgangi að draga að gesti sem annars lögðu lítt eða ekki leið sína á krár. Þetta fyrirbæri hefur síðan þróast í ýmsar áttir og það hafa jafnvel orðið til atvinnumannalið innan greinarinnar. Á Íslandi hefur þetta verið stundað alllengi, meðal annars er keppni af þessu tagi háð nokkuð reglulega í Útlaganum á Flúðum. Fremst á myndinni eru m.a. Helgi Hálfdánarson, Jóhanna Magnúsdóttir, Sigríður Egilsdóttir, Jakob Narfi Hjaltason og Nadine Bullerdiek, Anna Greshammer, Katrin Wally og Katrín (Akri) Dröfn Þorvaldsdóttir, Ingólfur Guðnason, Sigrún Reynisdóttir, Aðalheiður Helgadóttir, Skúli Sæland, Ásta Skúladóttir Andrés Mar Heiðarsson, Gunnar Örn Þórðarson, Linda Björk Viðarsdóttir, Elín Sólveig Grímsdóttir og Unnur Malín Sigurðardóttir

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.