Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 42

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 42
42 Litli-Bergþór Til að gefa lesendum Litla-Bergþórs hugmynd um hvað er að gerast í málefnum Skálholts, hefur blaðið fengið leyfi til að birta útdrátt úr skýrslu stjórnar Skálholts 2015 og fer sá útdráttur hér á eftir: Núverandi stjórn Skálholts var skipuð af kirkjuráði í framhaldi af kirkjuþingi 2014. Stjórnina skipa: Drífa Hjartardóttir bóndi og kirkjuþingsmaður, formaður, Kristófer Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og sr. Þorvaldur Karl Helgason, fv. Biskupsritari. Varamenn eru: Jónína Bjartmarz, lögfræðingur og kirkjuþingsfulltrúi, Þórarinn Þorfinnsson, bóndi, Spóastöðum og sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari. Verkefni sem stjórn Skálholts hefur fjallað um á árinu eru m.a.: Skálholtskirkja. Mjög umfangsmiklar viðgerðir eru orðnar nauðsynlegar á dómkirkjunni og hefur Verkís gert úttekt á ástandi kirkjunnar. Hefur stjórnin, í samstarfi við stjórn Skálholtsfélags hins nýja, áform um að koma á fót sérstökum sjóði til að standa straum af viðgerðum, m.a. á gluggum Skálholtskirkju. Gengið hefur verið frá drögum að samkomulagi milli Skálholtsstaðar og Skálholtssóknar um skiptingu rekstrarkostnaðar Skálholtskirkju, þar sem Skálholtssókn greiði 20% heildarkostnaðar (þó ekki yfir 30% af heildarinnkomu sóknargjalda á ári hverju) á móti 80% Skálholtsstaðar. Í drögunum er reiknað með að tekjur af tónleikahaldi í kirkjunni skuli miðast við að lágmarksgjald fyrir afnot af kirkjunni sé kr. 30.000, eða 10% af innkomu fyrir seldan aðgang, þó að lágmarki kr. 30.000. Endurskoðað verði hlutfall kostnaðar við störf organista milli sóknanna og Skálholtsstaðar, en upphaflegur samningur gerði ráð fyrir að sóknirnar greiddu 35% af launum organista á móti 65% Skálholtsstaðar. Undanfarin ár hefur Skálholtsstaður þó greitt 75% launanna vegna fjárhagserfiðleika sóknanna, en í ljósi breyttra aðstæðna eftir sameiningu Mosfells- og Skálholtsprestakalla, er ástæða til að endurskoða hlutfallið. Vegna þessa þarf einnig að endurskoða starfslýsingu og erindisbréf organistans, sem og vegna þess að frá hausti 2014 hefur sameiginlegt barnastarf allra sóknanna kallað á skyldumætingu organistans í u.þ.b. 30 vikur á ári, sem ekki var fyrirséð við ráðningu hans 2009. Í undirbúningi er einnig samningur Skálholtskirkju og kirkjuvarðar á ársgrundvelli, en hann mun halda utan um kirkjustarf og jarðarfarir í kirkjunni. Bókasafn Skálholtsstaðar er varðveitt í turni Skálholtsdómkirkju. Ákveðið hefur verið, í samráði við Ríkisendurskoðun, að afskrifa safnið að fullu á þrem árum, þar sem þjóðargersemar af þessu tagi Staðan í Skálholti - útdráttur úr skýrslu stjórnar Skálholts 2015 -

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.