Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 38

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 38
38 Litli-Bergþór Landgræðslufélagið hefur efnt til fræðsluferða fyrir félagsmenn. Einnig hefur það útvegað trjáplöntur fyrir Lionsklúbbinn Geysi, sem þeir hafa sett niður í Rótarmannagil í árlegri útplöntunarferð klúbbmeðlima og fjölskyldna þeirra. Jafnframt hefur landgræðslufélagið stutt við og unnið með nemendum í Bláskógaskóla í Reykholti að útplöntun og fræðslu um afréttinn. Stjórn félagsins árið 2015- 2016 skipa: formaður Ingvi Þorfinnsson Spóastöðum, ritari Guðmundur Ingólfsson Iðu, gjaldkeri Helgi Kjartansson Reykholti og er hann jafnframt fulltrúi sveitarstjórnar. Hlutverk landgræðslufélags- ins er og verður áfram að virkja áhuga allra þeirra sem vilja bæta ástand afréttarins í samráði við eigendur, notendur og Landgræðslu ríkisins. Félagið er með opna síðu á Facebook og þar má m.a. sjá ýmsar myndir úr starfi þess. Það skal tekið fram að öllum sem áhuga hafa á uppgræðslustarfi er velkomið að ganga til liðs við Landgræðslufélag Biskupstungna og þeir sem vilja styrkja starf félagsins er bent á bankareikning 0151-05-469 Kt: 570895-2069 Guðmundur Ingólfsson, ritari Afferming á rúllum við Lambafell. Bílalest með heyrúllur á leið í Lambafell.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.