Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 11
Starf íþróttadeildar á árinu 2015 var með svipuðu sniði og í fyrra. Iðkendur gátu stundað fótbolta, glímu, íþróttaskóla og Bland og fjör allt árið, en að auki crossfit á vorönn og trampolín fitness og dans á haustönn. Fækkun iðkenda hefur komið svolítið niður á starfi deildarinnar. Nú er það svo, að aðeins þeir sem stunda glímu hafa farið á mót, en erfitt er að ná saman liði í hópíþróttum eins og knattspyrnu. Ungmenni sem eru þrettán ára eða eldri geta fengið tilnefningar til íþróttakonu- og manns Umf. Bisk. og fyrir árið 2015 hlaut Sigríður Magnea Kjartansdóttir tilnefningu fyrir glímu og Gústaf Sæland fyrir glímu og knattspyrnu. Sigrún Guðjónsdóttir sá um íþróttaskóla og Bland og fjör á vorönn, en Íris Dröfn Kristjánsdóttir, grunnskólakennari tók við um haustið. Fótboltinn er alltaf vinsæll, sér í lagi hjá drengjunum og hefur Arnar Sigurbjartsson haldið vel utan um boltastarfið og bera krakkarnir honum gott orð. Glímustarfið hefur verið öflugt og Helgi mjög duglegur að hvetja sína iðkendur til að fara á mót og Litli-Bergþór 11 Ólafur Magni Jónsson frá Drumboddsstöðum leggur andstæðing sinn á Íslandsmóti í glímu í Njarðvík haustið 2015. máta sig við aðra í greininni. Okkar glímufólk hefur staðið sig afar vel á mótum og má til gamans nefna að Ólafur Jónsson fékk gull á öllum sex mótunum sem hann tók þátt í. Hann á eflaust tilnefningu vísa að ári ef sigurganga hans heldur áfram. Vorið 2015 var boðið upp á leikjanámskeið sem var mjög vel sótt. Ekki voru takmarkanir á skráningu og komust allir að sem vildu. Allflest grunnskólabörn á aldrinum 6 – 9 ára tóku þátt, ásamt nokkrum gestum annarstaðar að. Það var Óli Guðmunds sem stýrði börnunum að þessu sinni. HSK stóð að námskeiðinu og greiddi niður, en það var á góðu verði. Sundnámskeið fyrir yngri kynslóðina var haldið um svipað leyti og leikjanámskeiðið. Starfsfólk sundlaugarinnar sá til þess að laugin væri vel heit og hafði það gríðarmikil áhrif á það hvernig börnunum gekk og alveg frábært að sjá litlu börnin ná svo miklum framförum á aðeins 8 skiptum í lauginni. Guðbjörg Bjarnadóttir, sundkennari, kom til okkar en hún hefur starfað með okkur í mörg ár. Ungmennafélagið hefur styrkt námskeiðið með því að greiða kennaranum aksturspening. Enn og aftur hvet ég þó foreldra leikskólabarna til að nýta tækifærið og koma með börn sín, sérstaklega þau börn sem byrja í grunnskólanum nú í haust, en það er mikils virði að vera búin að ná grunnfærni í sundi áður en skyldusundið hefst að hausti. Einnig var hægt að fara á knattspyrnunámskeið í júní. Eysteinn Aron Bridde, nemi í Fsu, sá um þjálfun. Erfitt hefur verið að halda úti æfingum yfir sumartímann og því hefur verið brugðið á það ráð, að vera með tvær æfingar á viku í fjórar vikur að vori, strax að loknum skóla. Hefur það gefist ljómandi vel. Á haustönn leit ekki vel út með að fá þjálfara til starfa. Kennarar hafa ætíð verið stór hluti þjálfara og er gott að vita til þess að börnin okkar hafa verið að umgangast fólk sem þau þekkja og treysta og ekki síður gott til þess að vita að fólk með uppeldismenntun vinnur með börnin að skóla loknum. Nýr vinnurammi kennara hefur gert það að verkum að þeir eiga erfiðara Agla Þyri Kristjánsdóttir Íþróttadeild Umf. Bisk.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.