Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 28
28 Litli-Bergþór verslunarmannahelgina. Stjórn Loga ákvað því á fundi sínum í lok júní 2015 að flytja mótið fram um helgi og halda það í Hrísholti en halda svipuðu sniði á mótinu í von um að betur gengi að halda og manna mótið. Á sama tíma ákvað stjórn Smára að flytja sitt félagsmót aftur um eina helgi og halda opið mót. Þessi mót lentu þá á sömu helgi, opin mót að öllu eða nokkru leyti sitthvoru megin við ána. Það var sérstakt að stjórnirnar höfðu ekki samráð vegna þessara ákvarðana og sérstaklega í ljósi mikils og góðs samstarfs en í sjálfu sér var þetta engum að kenna. Stjórn Loga ákvað í kjölfarið eftir nokkra umhugsun og samtal við Smára að það væri lag að prófa eitthvað alveg nýtt. Ákveðið var að halda sameiginlegt opið gæðingamót með Smára á Flúðum helgina fyrir verslunarmannahelgi. Sú tilraun heppnaðist frábærlega vel og tókst mótið á allan hátt mjög vel. Skráning var góð, umgjörð til fyrirmyndar og allir vellir og aðstaða gríðarlega góð. Einnig kom fram betri kostnaðarskipting og nokkur hagnaður var af mótinu sem stjórnir félaganna samþykktu að færi til reiðhallarinnar. Einnig kom þetta reiðhöllinni til góða þar sem veitingasala þar í umsjón hollvina tók góðan kipp. Það verður þó ekki litið hjá því að það voru margir hryggir og undrandi yfir því að mótið var ekki að venju í Hrísholti og spunnust ýmsar umræður um það og ákvörðun stjórnar. Það er eðlilegt þar sem mótahald í Hrísholti er byggt á gömlum merg og mótsvæðið á margan hátt einstakt. Laugardaginn um verslunarmannahelgi var haldinn fjölmennur reiðtúr þar sem fjölmargir Logafélagar og aðrir góðir hestamenn riðu frá Hrísholti yfir að Brekku um Vatnsleysu og nutu þar góðgerða. Töldust þar hafa verið rúmlega 50 manns á baki og langt síðan svo margir fóru um Biskupstungur saman á hestbaki. Sannarlega gott framtak sem var einnig viðbrögð við ákvörðun stjórnar Loga. Í haust var haldinn hefðbundinn samræmingarfundur Loga, Smára og Trausta um dagsetningar fyrir vetrarstarfið en þetta er mikilvægur fundur þar sem vetrarstarfið er það öflugt að nauðsynlegt er að festa allar dagsetningar snemma. Formaður og gjaldkeri fóru til Reykjavíkur í nóvember og sátu þar góðan formannafund þar sem formenn og gjaldkerar allrar hestamannafélaga á land- inu komu saman og funduðu. Miklar og góðar umræður voru um starf hestamannafélaganna og Landsmót 2016 kynnt. Hestamannafélagið Logi á við sama vandamál að etja og flest hestamannafélög á landinu og önnur félagasamtök sem standa að skipulegu starfi byggðu á sjálfboðaliðastarfi. Það er erfitt að fá fólk til að að starfa. Það eru einnig einskonar kynslóðaskipti í Loga þar sem árgangar eru að fara út sem hafa verið virkir. Einnig eru hópar sem hafa fengið alveg yfirdrifið Rósa Kristín á flugskeiði á Smala, Uppsveitadeild æskunnar 7. maí. Guðný Helga E. Sæmundsen sem vann barnaflokkinn í Firmakeppninni 2015

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.