Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 33

Litli Bergþór - 01.07.2016, Blaðsíða 33
Litli-Bergþór 33 Verkefni til styrktar Meðal verkefna sem klúbburinn kemur að eru kaup á búnaði til heilsugæslunnar í Laugarási, grunnskólans, björgunarsveitar og íþróttamannvirkja í Biskupstungum. Sjóðurinn Góði er sameiginlegur styrktarsjóður Rauða krossins, Kvenfélaga og Lionsklúbba í Árnessýslu. Hann styrkir þá sem minna mega sín í sýslunni fyrir jól og páska. Útdeiling úr honum fer eftir ströngum reglum. Geysir hefur komið að þessum sjóði í allmörg ár. Alþjóða hjálparsjóðnum eru einnig gerð skil reglulega. En það er eftir því sem næst verður komist stærsti sjóður af því tagi í veröldinni. Klúbbnum er umhugað um heilbrigðismál. Í nóvember býður klúbburinn upp á fríar blóðsykurmælingar og fleiri hugmyndir að verkefnum sem stuðlað geta að bættri heilsu, eru til skoðunar hjá okkur. Félagar og stjórnar- hættir Félagar telja nú 28, nýlega voru teknir inn tveir félagar. Einn félagi okkar, Gunnar Haraldsson, kvaddi þetta líf fyrir skömmu. Blessuð sé minning hans. Aldur félaga er frá 34 - 80 ára og meðalaldur er 57 ár. Stjórn starfsársins skipa: Guðmundur Ingólfsson formaður, Þorsteinn Þór- arinsson ritari og Snorri Guðjónsson gjaldkeri. Í maí taka við stjórnartaumunum Helgi Guðmundsson, sem verður formaður, Hjalti Ragnarsson ritari og Þórarinn Þorfinnsson gjaldkeri. Ævinlega fara fram stjórnarskipti á hverju vori. Klúbburinn hefur starfað í 32 ár og eru fimm af stofnfélögunum enn starfandi í klúbbnum. Klúbburinn er í góðu samstarfi við aðra klúbba í nágrannasveitum og telja Lionsfélagar í Árnessýslunni um 230. Við horfum björtum augum á framtíð klúbbsins og finnum mikinn meðbyr og velvild í garð okkar í samfélaginu og hefur svo verið um árabil. Fyrir það erum við þakklátir. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Geysis: Þorsteinn Þórarinsson ritari og Kristófer Tómasson siðameistari. Í Stóra-Núpskirkju. Á myndinni má þekkja þau Svavar frá Drumboddsstöðum, Áslaugu á Spóastöð- um, Borghildi frá Hæli, Sigurlaugu og Hallgrím heitinn (á bak við Gunnar) á Bjarkarbraut, Gunnar í Hrosshaga, Evu á Tjörn, Gylfa lækni og Snorra á Tjörn. Eftirtaldir styrkja útgáfu Litla-Bergþórs, blaðs Umf. Bisk: Friðheimar Reykholti s: 486 8815 Gljásteinn ehf. Myrkholti s: 486 8757 Helgi Guðmundsson rafvirki Hrosshaga s: 864 6960 Hótel Gullfoss Brattholti s: 486 8979 Skjól - Camping Kjóastöðum s: 899 4541

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.