Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 6
6 1. febrúar 2019FRÉTTIR
S
veinbjörn Jónsson líf-
eyrisþegi og eiginkona
hans, Elín Bergsdóttir,
urðu fyrir óskemmti-
legri reynslu í desember síðast-
liðnum þegar óprúttinn þjóf-
ur braust inn á hótelherbergi
þeirra í Kaupmannahöfn og
hafði á brott með sér dágóða
peningaupphæð. Tjónið fæst
ekki bætt og af þeim sökum
þarf Sveinbjörn vinna sér inn
upphæðina og meira til, til þess
að komast hjá skerðingu á líf-
eyristekjum.
Vöknuðu með þjóf inni í
hótelherberginu
Að sögn Sveinbjarnar átti
þjófnaðurinn sér stað í byrjun
desember þegar þau hjónin
gistu á Grand Hotel Copen-
hagen. Eldsnemma að morgni
vöknuðu þau við að ókunnugur
maður var staddur inni í her-
berginu og var hann að gramsa
í farangrinum. Þjófurinn lagði
á flótta. „Þegar hurðinni var ýtt
að stöfum leit út eins og hún
væri vel lokuð en svo var ekki,“
segir Sveinbjörn en þjófur-
inn náði að hafa á brott með
sér tæpar 50 þúsund íslenskar
krónur. Tjónið fá þau ekki bætt.
„Okkur var vísað á lögregluna
og gáfum skýrslu þar, en þar
sem mér láðist að gera ráðstaf-
anir vegna kviklæsingar hurðar-
innar var mér tjáð að tjónið félli
á mig.“ Sveinbjörn hefur þegið
lífeyri undanfarin ár og unnið
hlutastarf samhliða því. Þegar
vinnulaun hans ná yfir frítekju-
mark atvinnutekna þá skerð-
ir það lífeyri hans frá almanna-
tryggingum. „Þess vegna og af
heilsufarsástæðum hafði ég
ákveðið að vinna eingöngu upp
að viðkomandi þaki á þessu
og næsta ári. En nú verð ég að
auka ráðstöfunartekjur mínar
um þær 50 þúsund krónur sem
þjófurinn tók,“ segir Sveinbjörn
jafnframt, en hann gerir ráð fyr-
ir að þurfa að vinna sér inn að
minnsta kosti þrefalda þá upp-
hæð sem um ræðir. Hann bend-
ir á að íslenska ríkið fái þannig
minnst tvöfalda þá upphæð
sem þjófurinn hafði upp úr
krafsinu.
„Það var ekki fyrr en ég kom
heim sem ég gerði mér grein
fyrir hversu þjóðhagslega hag-
kvæmur þessi fingralangi Kaup-
mannahafnarbúi er fyrir ríkis-
sjóð Íslands. Ef ríkið tekur sér
rétt til að skerða auk skattlagn-
ingar merkir það í mínum huga
að þeir hafi ekki aðeins þjóð-
nýtt allan uppsafnaðan lífeyri
upp að ákveðnum grunni held-
ur hafi þeir jafnframt skuldfært
alla þá sem ekki ná að safna
upp í viðkomandi grunnlífeyri
yfir starfsævina,“ segir Svein-
björn. n
Við erum
í þínu
hverf i Bíldshöfði 9
Smáratorg 1
Helluhraun 16-18
Fiskislóð 1
A
lls hafa 11.440 Ís-
lendingar breytt nafni
sínu undanfarin fjögur
ár. Lang algengast er
að kenninafni sé breytt en
breytingarnar þurfa að uppfylla
ákveðin skilyrði í samræmi við
lög um mannanöfn. Íslendingar
geta þó breytt eigin- og milli-
nafni sínu eins og þá lystir, að því
gefnu að nafnið sé samþykkt af
mannanafnanefnd. Leggja þarf
fram ástæðu fyrir beiðninni en
Þjóðskrá Ísland telur að stofn-
uninni sé ekki heimilt að hafna
beiðni um nafnabreytingu sama
hvaða ástæða er lögð til grund-
vallar beiðninni.
DV óskaði eftir upplýsingum
frá Þjóðskrá Íslands um fjölda
nafnabreytinga sem gengið hafa
í gegn sem og upplýsingum
um hvaða reglur giltu varðandi
nafnabreytingar. Í svari frá stofn-
uninni kemur fram að alls hafi
11.440 slíkar beiðni gengið í gegn
undanfarin fjögur ár og þar eru
kenninafnsbreytingar í yfirgnæf-
andi meirihluta. Alls hafa 10.360
Íslendingar breytt kenninafni
sínu á þessum fjórum árum.
Millinafnabreytingar voru 2.243
talsins, eiginnafnsbreytingar
1.123 og aðrar nafnabreytingar
1.192
Ákveðin skilyrði eru fyrir því
hvaða kenninöfn Íslendingar geta
borið. Þannig má kenna aðeins
kenna sig við móður eða föður
eða báða foreldra. Ef viðkomandi
hefur rétt til þess að bera ættar-
nafn þá má taka það upp, eitt og
sér eða því til viðbótar að kenna
sig við föður og/eða móður. Sem
dæmi mætti Jón Arason, sonur
Guðrúnar Smith og Ara Jónssonar,
taka upp eftirfarandi breytingar á
kenninafni sínu: Jón Guðrúnar-
son, Jón Smith, Jón Guðrúnar- og
Arason. Ef einstaklingur vill taka
upp annað kenninafn en framan-
greind þarf hann að tilgreina gild-
ar ástæður fyrir því. Dæmi um
slíkar ástæður gætu verið að nú-
verandi kenninafn sé mjög fátítt,
að það sé tengt þekktum afbrota-
manni í hugum almennings og að
það sé klaufalegt eða niðrandi.
Algengasta kenninafns-
breytingin er sú að kenning móð-
ur verði til föður. Næstalgengast er
að ættarnafn sé tekið upp í karl-
legg, og síðan kenning til foreldris
að viðbættu ættarnafni. Fjórða al-
gengasta kenninafnsbreyting er
sú að að erlendur ríkisborgari taki
upp ættarnafn erlends maka og
sú fimmta er að kenning til föður
verði til móður. n
UM 11 ÞÚSUND ÍSLENDINGAR
HAFA BREYTT NAFNI SÍNU UNDANFARIN FJÖGUR ÁR
Beiðnir um nafnabreytingar frá árinu 2015
ÞJÓÐHAGSLEGA HAGKVÆMUR ÞJÓFNAÐUR
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Sveinbjörn
Jónsson
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is