Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Side 8
8 FÓKUS - VIÐTAL 1. febrúar 2019 G eir Þorsteinsson hefur boðið sig fram á nýjan leik til for- manns KSÍ og þar með skor- að Guðna Bergsson, núver- andi formann, á hólm. Kom þetta mörgum á óvart en Geir hætti fyr- ir aðeins tveimur árum. DV ræddi við Geir um ferilinn, sýn hans á fót- boltann, drykkjumenninguna og óvænt hliðarspor í stjórnmálum. Meiddist og fór ungur í stjórn Geir er Vesturbæingur í húð og hár. Hann óx úr grasi í Vestur- bænum og lék sér þar í fótbolta frá unga aldri og var fastagestur á Framnesvellinum þar sem núna er búið að byggja mik- inn skóla, Vesturbæjarskóla. Þetta var Mekka knattspyrnunn- ar í Vesturbænum. Þegar hann fór að reka eigin heimili fluttist hann út á Seltjarnarnes, en í dag býr hann á Kársnesinu í Kópa- vogi. Spilaðir þú fótbolta sjálfur? „Já, ég var nú dálítið seinn að yfirgefa Framnesvöllinn til þess að fara niður í KR og pabbi minn var gallharður Valsari, alveg eitur- harður, og vildi að ég færi í Val. Ég fór á einhverjar æfingar þar en það endaði með því að ég fór með fé- lögunum í KR. Ég byrjaði seinna en margir, eitthvað um ellefu ára að mig minnir, en margir byrja sex eða sjö ára,“ segir Geir og bætir við sem hélt til í KR þar til hann byrjaði ung- ur að árum að vinna fyrir KSÍ. Hvernig atvikaðist það? „Ég æfði í yngri flokkunum og gekk ágætlega í fótboltanum og var alltaf fyrirliði í B-liðinu. Svo báðu þeir mig að fara að dæma þegar ég var ungur, þá ekki nema sextán ára, ég tók þá dómarapróf. Það vantar alltaf einhvern til að hjálpa félaginu að dæma alla þessa leiki. Hálfu ári seinna báðu þeir mig að þjálfa, en ég mætti nú ekki á fyrstu æfinguna. Ég hélt þeir væru að grínast í mér,“ segir Geir og hlær. Geir var þá að þjálfa krakka í sjötta flokki. Ekki leið á löngu þar til Geir fór að skipta sér að knattspyrnumálum í Reykjavík og niðurröðun leikja, aðeins átján eða nítján ára. Það fór svo að hann var beðinn að sjá alfar- ið um niðurröðun á leikjum. „Svo fékk ég alltaf meira og meira að gera hjá KR, var settur í pappírana og fékk þau skilaboð að framtíð mín væri ekki á vellinum,“ segir Geir og glottir. „Ég varð svo framkvæmdarstjóri KR og stjórn- armaður um miðjan þrítugsaldur.“ Dreymdi þig um að verða at- vinnumaður? „Ég segi oft að það sem er skemmtilegast við fótbolta er að spila leikinn. Og ég hélt því alveg áfram, en eftir tvær minniháttar að- gerðir á vinstra hné þá sagði lækn- irinn: „Ef þú heldur áfram þá þarf að gera stóraðgerð, þannig að þú verður að hætta að sparka í bolta.“ Mat læknirinn það svo að hnéð hefði gefið sig eftir ótal æfingar þar sem hann var að þjálfa og endur- tekið að spyrna boltanum til krakk- anna. Geir var við þjálfun í um tíu ár. Bætir Geir við að þessi tími, þegar hann þjálfaði yngri flokka, hafi verið sá ánægjulegasti á ferl- inum, einstaklega gefandi og skemmtilegur. Dómaraflautuna lagði hann á hilluna eftir að hann varð framkvæmdastjóri KR. Fannst honum það einfaldlega ekki við hæfi að starfa fyrir knattspyrnu- fé lag og dæma hjá öðrum liðum á sama tíma. Vantaði gleðina Eftir menntaskólann hóf Geir há- skólanám en fann sig ekki þar. Einn vetur kenndi hann stærðfræði á Laugarvatni en knattspyrnan tog- aði alltaf í hann. Upp úr 1990 fór Eggert Magnússon, formaður KSÍ, að bera víurnar í Geir en hann var tregur til að skilja við KR. Fór hann loks yfir til sambandsins um ára- mótin 1992/1993 og gerðist skrif- stofustjóri. Innan KSÍ vann hann sig upp í stöðu framkvæmdastjóra árið 1997 og varð formaður árið 2007. Þeirri stöðu gegndi hann í áratug. Af hverju hættir þú? „Það eru örugglega margar sög- ur um það á kreiki. Ég var bara sprunginn. Ég ofkeyrði mig og það vantaði gleðina í starfið. Þannig að ég hugsaði að ég yrði að fá frí frá þessu öllu. KSÍ var í betri stöðu en nokkurn tímann, íþróttalega og fjárhagslega, betri en öll þessi ár sem ég hef verið að berjast þarna. Okkur tókst að safna í sjóði síðustu árin,“ segir Geir og bætir við að KSÍ hafi átt um hálfan milljarð þegar hann kvaddi. Þú hefur talað um að KSÍ sé ekki á góðum stað í dag? „Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að það er erfitt að reka knattspyrnudeild. En reksturinn hefur vaxið mikið síðastliðinn áratug og það er erfitt að reka fé- lögin. Það er forystukreppa í knattspyrnuhreyfingunni, í að- ildarfélögunum, og erfitt að fá sjálf- boðaliða til starfa. Yngri kynslóðir FEGURÐ ENDING MÝKT Kostirnir eru ótvíræðir: • Fallegra hús • Ekkert viðhald Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is VEGGKLÆÐNINGAR Fyrir allar gerðir húsa, ný jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða Ofkeyrði sig en vill snúa aftur n Geir Þorsteinsson kynntist drykkjumenningu í knattspyrnunni n Illa staðið að ráðningu landsliðsþjálfarans „Illa staðið að ráðningu landsliðsþjálfar- ans Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.