Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Qupperneq 24
24 FÓKUS 1. febrúar 2019
1 Ekki taka myndir af heima-mönnum
Myndavél sem beinist að mann
eskju eða álíka saklaus athöfn get
ur komið þér í vandræði. Ef þú
ætlar að taka myndir af fólki og
heimilum þeirra þá gæti fólkið
móðgast. Ekki vera einn af „þess
um“ ferðamönnum sem troða
myndavélum í andlitið á öllum,
einkum þegar fólk hefur engan
áhuga á að sitja fyrir. Þetta er pirr
andi á Íslandi, sem og annars stað
ar í heiminum.
2 Ekki snerta svaninaÞetta gæti verið furðulegt ráð,
en þú yrðir líklega hissa ef þú vissir
upp á hverju ferðamenn taka þegar
þeir eru að heiman. Villtir íslenskir
svanir geta verið árásargjarnir, sér
staklega í tilhugalífinu. Fullorðinn
svanur getur brotið handlegginn á
manneskju til að vernda ungviði
sitt. Það er ekki bara mjög sárt,
heldur muntu líka líta út eins og
asni í augum annarra, fyrir að hafa
reynt að snerta svanina.
3 Ekki ræða um stjórnmál eða Íslandssögu
Nema þú sert algjört séní sem get
ur rætt þetta af sannfæringu. Það
er í góðu lagi að spjalla kurteislega
um stjórnmál ef umræðuefnið ber
á góma, svo lengi sem þú brydd
ar ekki upp á því sjálfur. Og í guð
anna bænum, hvað sem þú gerir,
ekki segja eitthvað á borð við „Ís
land er eins og litli ættleiddi sonur
Noregs“. Bara ekki gera það. Það er
alltaf góð hugmynd að vera kunn
ugur staðháttum á þeim stöðum
sem þú hyggst heimsækja, til að
koma í veg fyrir félagslega útskúf
un.
4 Ekki vera hávær og óþolandiÞetta er raunar góð þumal
puttaregla fyrir alla. Íslendingar
eru upp til hópa hljóðlát þjóð, fyrir
utan líflega gesti miðbæjarins um
helgar. Jafnvel háværustu og mest
óþolandi Íslendingarnir eru mun
bærilegri en meðal drykkjuraft
urinn annars staðar í heiminum.
Hvernig geta Íslendingar fund
ið útlending? Þeir leita að hávær
ustu manneskjunum úti á götu. Ef
þú vilt að heimamenn komi fram
við þig eins og durg með dólgslæti,
þarftu bara að byrja að garga.
5 Ekki kvarta yfir matnum.Íslendingar elska ljúfmeti sitt,
hval, lunda, gerjaðan (fínt orð yfir
rotinn) hákarl, svið og hrútspunga.
Það er ekkert meira pirrandi en illa
upplýstur útlendingur sem kúgast
á meðan fólk er að reyna að borða
matinn sinn. Þú ert í þeirra landi,
svo vertu kurteis. Ef ljúfmetið
höfðar ekki til þín, ekki borða það,
það ekki flókið. Það er mikið úrval
af hentugri mat sem þú getur feng
ið þér í staðinn.
6 Ekki fara í gufubað eða sundlaug án þess að þvo þér
fyrst
Að safnast saman í gufubaði og
sundlaug er eins konar þjóðar
íþrótt hjá Íslendingum. Það sem
gerir sundlaugarnar frábærar eru
þær ströngu hreinlætisreglur sem
um þær gilda. Af virðingu við þess
ar reglur muntu þurfa að þvo þér,
nakinn, áður en þú ferð ofan í.
7 Vertu frjálslegur (eða ekki láta það angra þig að aðrir
séu það)
Íslendingar hafa ekki haft eigin
lega efri stétt í um 700 ár, svo þeir
eru minna feimnir við búkhljóð en
aðrar þjóðir. Ekki verða hissa þótt
þú rekist á fólk sem ropar, sötrar
eða fretar í kringum þig. Þetta eru
eðlileg búkhljóð. Svo taktu þátt,
eða leiddu þetta framhjá þér.
8 Ekki vera kaldhæðinnEkki nota kaldhæðni á Ís
landi. Kímnigáfa þín er ekki endi
lega velkomin annars staðar en
heima hjá þér. Enska er ekki fyrsta
tungumálið
á Íslandi. Brandararnir þínir
gætu tapað merkingu sinni í þýð
ingunni og kaldhæðni þinni tek
ið sem eiginlegu svari við spurn
ingu. Best er að vera einlægur og
vingjarnlegur. Ef eitthvað misferst,
biddu þá afsökunar og haltu áfram
inn í daginn þinn.
9 Ekki reyna að tala íslenskuLíkt og í öðrum Evrópuríkjum,
þar sem enska er ekki almenn, þarf
að tala ensku á Íslandi. Nema þú
hafir lært íslensku. Tungumálið er
ótrúlega erfitt að læra og bera fram.
Heimamenn munu ekki endilega
telja þig kjánalegan eða vitlausan,
reynir þú að tala tungumál þeirra,
en að öllum líkindum munu þeir
ekki skilja orð af því sem þú reynir
að segja. Til að vera kurteis geturðu
komist af með að kunna halló,
bless og takk, en annars skaltu
halda þig við enskuna enda tala Ís
lendingar flestir ensku.
Líkt og á hinum Norður
löndunum, eru íslenskir heima
menn gjarnan hlédrægir. Yfirleitt
má ganga að því sem vísu að þeir
taki vel á móti og umberi erlenda
ferðamenn sem heimsækja eld
fjallahimnaríki þeirra. Ólíkt öðr
um þjóðum, sem finnst best að
eyða tímanum í að fylgjast með
ferðum nágranna sinna, eru Ís
lendingar uppteknir af sínu eigi
lífi. Íslendingar virðast þolinmóð
ir og afslappaðir. Samræður við
þá geta verið mjög skemmtilegar,
svo lengi sem þú getur haldið um
ræðunum frá veðrinu. Rabb um
allt og ekkert er ekki vel metið. Þú
munt líklega heldur aldrei sjá alls
gáða Íslendinga rífast, hvorki á al
mannafæri né í einkahúsum. n
Ferðamenn vilja gjarnan kynna sér væntanlega
áfangastaði áður en lagt er af stað í ferðalag. Þeir
sem hyggja á ferðalag til Íslands gætu því rekist á
pistil á síðunni Tripsavvy þar sem taldir eru upp níu
hlutir sem ferðamönnum er ráðlagt að gera ekki í Ís-
landsferðinni. Hér fylgir þýðing á pistlinum og dæmi
hver fyrir sig. Er höfundur pistilsins á villigötum ?
Hlutirnir sem útlendingum er sagt að
gera EKKI á Íslandi
Erla Dóra
erladora@dv.is
Svanir eru engin lömb að leika sér við
Nennir einhver að segja ferðamönnunum
að við borðum þetta ekki daglega
Að þvo sér fyrir sund ætti að vera
skylda alls staðar!
Á þennan lista vantar: Ekki
leika ykkur í Reynisfjöru