Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Síða 27
Kærkominn vetur1. febrúar 2019 KYNNINGARBLAÐ
VIP Dekk er orðið vel þekkt fyr-irtæki á íslenskum dekkja- og felgumarkaði en það hefur verið
starfrækt í 6 ár að Eldshöfða 16. Með
auknum umsvifum hefur fyrirtækið flutt
starfsemi sína í nýtt og stærra 400 fer-
metra húsnæði að Fosshálsi 7. VIP Dekk
býður upp á faglega þjónustu þegar
kemur að hjólbörðum og öllu sem þeim
fylgja. Fyrirtækið sér meðal annars um
umfelgun, ballanseringu, dekkjaviðgerðir
og býður upp á dekkjahótel fyrir sumar-
eða vetrardekkin. „Við seljum einnig allt
sem tengist hjólbörðum á bílum og mót-
orhjólum, hvort sem það eru hjólbarðar,
felgur, hristiskynjarar, felgurær, felgu-
miðjur eða annað, við erum með þetta
allt,“ segir Vlad Lavrenov hjá VIP Dekk.
Vertu öruggur í færðinni
Það hefur ekki farið framhjá neinum
sá snjóþungi sem verið hefur í Reykja-
vík undanfarið, en slíkt færi getur haft
töluverð áhrif á aksturseiginleika bifreiða
og enn verri áhrif á hjólbarðana. Vlad
mælir með að fólk drífi sig á verkstæðið
að láta skoða ástandið á dekkjum. „Við
veitum fyrsta flokks þjónustu og metum
ástandið fljótt og örugglega. Svo erum
við ráðleggjandi um framhaldið,“ segir
Vlad.
Sannfærðir um gæði Fondmetal
Markmiðið er að sjálfsögðu að veita
viðskiptavinum sínum betri þjónustu og
aukið vöruúrval í dekkjum og felgum. VIP
Dekk selur, meðal annarra merkja, felgur
frá framleiðandanum Fondmetal sem
Íslendingar ættu að kannast vel við frá
fyrri tíð. Fondmetal er ítalskur framleið-
andi og er einn af OE-framleiðendum
fyrir bílaframleiðendur. Því eru kröfur
um gæði og endingu mun meiri en hjá
flestum öðrum framleiðendum.
„Rætur Fondmetal má rekja til
Formúlu 1 kappakstursins en Fond-
metal var með sitt eigið lið í þeirri deild í
áraraðir. Sérhæfing í sérstaklega léttum
felgum og einstaklega mikilli nákvæmni
við framleiðslu hefur því verið meðal
þeirrar reynslu sem Fondmetal hefur
haft að leiðarljósi er kemur að fram-
leiðslu á öllum sínum felgum. Tveggja
ára ábyrgð er á göllum og tæringu á
öllum þeirra felgum og erum við því
sannfærðir um gæði vörunnar.“
Við höfum verið að selja nýja línu frá
Fondmetal sem heitir Inspired og er
tileinkuð Audi, BMW, Skoda, Volkswagen
og Mercedes. Þessi lína kom út á síðasta
ári og hefur fengið svakalega góðar
móttökur,“ segir Vlad.
Enn frekari stækkunar línunnar er að
vænta á þessu ári sem og nýrrar gerðar
af „Tuning“-felgu sem er sérstaklega
sterk og létt og ætluð kraftmeiri bílum.
VIP Dekk ehf. býður faglega hjól-
barðaþjónustu fyrir fólksbíla og jeppa
og selur nýja hjólbarða frá GoodYear,
Dunlop, Fulda, Sava, Toyo, Pirelli, BF-
Goodrich og Sailun.
Að auki bjóðum við felgur til sér-
pöntunar á góðu verði frá Gmp Italia,
CMS Wheels, Oz Racing og Bbs.
„Nú geta allir viðskiptavinir okkar kom-
ið til okkar og notið kaffisopans á meðan
skoðaðar eru flottar felguútstillingar frá
okkar framleiðendum í nýjum og stærri
húsakynnum,“ segir Vlad.
Nánari upplýsingar má nálgast á vef-
síðunni vipdekk.is og á Facebook-síðunni
vipdekkiceland.
VIP Dekk ehf. er staðsett að Fosshálsi
7 110 Reykjavík.
Endilega hafðu samband við okkur í
síma: 571-9111 eða 690-9111
Netpóstur: vipdekk@internet.is.
Opið er virka daga frá 08–18 og
laugardaga frá 10–13. n
VIP DEKK:
Eru dekkin þín í lagi?