Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2019, Síða 35
FÓKUS - VIÐTAL 351. febrúar 2019 PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI „Tabúið og fordóm- arnir eru í heilan- um á mér, ekki hjá fólkinu í kringum mig. hengja á vegginn. Og eftir árið endaði ég með milljónkall í skuld, sem er pínu fyndið eftir á, en ekki þá. Ég endaði bara í steik. Þarna var ég í mjög manísku ástandi.“ Hluti af tilvistarkreppunni að líða illa Á svipuðum tíma og Ragnar og kona hans áttu von á sínu fyrra barni fluttu þau til Akureyrar og hann fór að kenna tónmennt við Brekkuskóla. „Ég var að vinna sem tónmenntakennari á veturna, á sumrin hjá Isavia og svo var ég inni á milli í námi. Ég bý að því að vera manískur kennari. Og það að vera manískur tónmenntakennari er geggjað, fullt af hugmyndum og fullt af krafti. Það voru 400 krakkar sem rúlluðu í gegn hjá mér á viku og við gerðum alls konar vitleysu þegar ég var í geðhæð, svo þegar ég fór niður þá voru YouTube­ tímar, þar sem þau fengu bara að velja sér tónlistamyndbönd,“ segir Ragnar, sem oftast mætti til vinnu, þrátt fyrir að þetta væri mjög erf­ iður tími, en þarna vissi hann ekk­ ert hvað það var sem hrjáði hann. „Þetta flaug alltaf einhvern veg­ inn undir radarinn. Sú skoðun hefur fylgt mér frá menntaskóla eða jafnvel fyrr að mér ætti að líða svolítið illa, að það væri hluti af þessari eilífu tilvistarkreppu, sem það er alls ekki. Auk þess sem að þegar ég er ekki í þessari „tilvist­ arkreppu,“ þá komu uppsveiflurn­ ar svo svakalega á móti, og ég hélt líka að það væri eðlilegt. Að ég væri bara svona peppaður gaur, að það væri eðlilegt að vera svona peppaður gaur.“ Fæðing dótturinnar var jákvætt áfall Ragnar segir tilkomu dótturinnar hafa verið jákvætt áfall, eins skrítið og það kann að hljóma. „Ég kalla það jákvætt áfall, því það að eign­ ast barn er verulegt innslag í lífið. Það eru milljón tilfinningar sem fara í gang, spenna, kvíði, en á sama tíma missti ég alveg tengslin við raunveruleikann. Fyrir norðan átti ég mín veikustu ár og ég var í manísku ástandi í allavega eitt og hálft ár, það var allt eins og hvirfil­ bylur í kringum mig. Það er svolítið ólán að öll þessi ár þá náðu maníurnar mínar aldrei yfir ákveðinn þröskuld, ég var bull­ andi veikur, rosalega lasinn, en náði samt einhvern veginn aldrei að toppa yfir. Í mörgum tímabil­ um átti ég heima inni á spítala og það hefði verið gott að taka mig aðeins úr umferð; „heyrðu þú átt heima hér, við ætlum ekki að hafa þig með þarna úti“, segir Ragnar og hlær. Manískur heimilisfaðir í Hrísey Þegar dóttirin var nýfædd og Ragnar í fæðingarorlofi sannfærði hann konuna sína um að það væri góð hugmynd að flytja út í Hrísey. „Ég hafði farið þangað með 10. bekk í útskriftarferð og kom heim alveg uppnuminn og fannst það frábær hugmynd, sem var góð maníuhugmynd, að við yrðum að flytja til Hríseyjar.“ Fljótlega eftir komuna þangað voru þau síð­ an bæði fengin til að kenna við grunnskólann, og síðar tók hann ákvörðun um að fara í kennara­ nám. „Það liggur vel fyrir mér að ná til krakka og þegar ég ákvað að verða kennari þá kom ekkert ann­ að til greina, alveg sama þótt það væri illa borgað. Svo er þetta bara svo ógeðslega skemmtilegt.“ Í Hrísey gat Ragnar tekið fullt af maníum að eigin sögn án þess að gera eitthvað stórvægilegt af sér, og segir hann að þar hafi hann tekið margar fyndnar og skrítn­ ar maníur. „Ég bakaði alla daga, tvær tegundir á dag hið minnsta og það fóru mörg kíló af hveiti hjá mér í viku. Ég fékk þráhyggju fyrir að steikja karamellu, með smá­ barnið upp á aðra höndina, sem var ekkert svo sniðugt. Einhvern tíma bakaði ég til dæmis Twix; kexið, karamelluna og súkkulað­ ið, og mætti svo með það í skól­ ann til konunnar minnar í fyrra kaffi, í fyrra kaffi sjáðu til!, þá var ég búinn að baka síðan fimm um morguninn og tókst að láta þetta ganga upp eins og allt væri eðli­ legt. Allir að tala um hvað ég væri rosalega duglegur. Ég á margar skemmtilegar maníusögur frá þessu tímabili. Einhvern tímann voru 14 prent­ arar í steik í kjallaranum, þá ætlaði ég að smíða einhvern rafstýrðan fræsara og það var allt undirlagt og úti um allt. Ég fékk eitt sinn þá flugu í höfuðið að smíða hjól með svona risakassa framan á og fór og sótti tíu hjól á haugana og byrjaði að sanka að mér efni, sem var gott og blessað, fólk smíðar alls kon­ ar hluti, nema ég ætlaði að smíða þetta hjól og hjóla svo um hverfið og sækja öll börnin og skila þeim á leikskólann, þannig að það er gott að varð ekki af þeirri hugmynd. Þarna var manían uppi og þá er maður fullur af orku og sjálfstrú og getur gert alls konar skemmtilegt, sagt skemmtilegar sögur þar sem allir hlægja með, maður þarf lítið að sofa og er bestur. Svo geturðu farið upp og haldið áfram og þá ferðu upp úr „ég er bestur“ og upp í „það eru allir á móti mér para­ noju“ og þú missir raunveruleika­ tengslin. Það er mikilvægt fyrir mig að skoða alla þessa reynslu og vera meðvitaður um hvar ég get staðsett mig í dag. Konan mín spyr mig oft: „hvar ertu núna?“, og oftast er ég í miðj­ unni, stundum fer ég niður í fjóra eða þrjá og stundum upp í sex. Ég er á miðlínu í fimm, ef ég er í tíu er ég líklega floginn út í geim að tala við geimverur og við núll er ég búinn að kála mér, eða hér um bil. Konan mín hefur fylgt mér alla þessa sögu og þegar hún segir við mig, „nú ertu farinn að hreyfast eitthvað niður á við,“ þá er ég búinn að læra að það er rétt því hún sér merki sem ég sé ekki. Í dag hreyfist ég blessunarlega mjög stutt frá miðlínu.“ Háskólaárin tímabil erfiðs ástands Þegar Ragnar og kona hans byrj­ uðu bæði í háskólanum, fór þung­ lyndið að hrjá hann verulega og það komu tímabil þar sem hann gat ekki sinnt námi, börnun­ um eða vinnu. „Svo fór ég neðar og neðar, þar til kom að þess­ um sjálfsmorðsmörkum þar sem maður fer verulega að hugsa um að kála sér. Þarna fyrst fór ég að verða hræddur um hvað væri að gerast og af hverju þetta væri svona erfitt. Ég man eftir að hafa farið niður og var kominn mjög langt niður. Mér leið svo illa að mér var farið að finnast sem ég væri byrði á öðrum. Mig langaði raunverulega að hætta þessu og hætta að lifa. Skömmin var svo ótrúlega rík í þessu og mig langaði ekkert endilega að hætta að lifa út af mér, heldur var ég sannfærður um að heimurinn væri betri staður án mín. Ég veit í dag að þetta virkar ekki svona, þetta er ekki svoleiðis, en það er erfitt að lýsa þessu. Þetta var langt, þungt og erfitt ástand.“ Jólin 2012 var kona Ragnars að skrifa lokaritgerðina sína í há­ skóla, hann var heima með börn­ in, og manískur. Þá kom upp at­ vik, sem varð til þess að hann fékk loksins greiningu. „Ég fór í Fjölsmiðjuna og fann þar píanó, sem ég keypti á 15 þúsund kall. Tilkynnti konunni minni það sem spurði bæði hvar ég ætlaði að hafa það og hvernig ég ætlaði að koma því heim, upp á aðra hæð í gömlu timburhúsi. Ég fékk svo fimm sterka karlmenn með mér, píanóinu var rúllað upp þröngan stigann og allir voða glað­ ir. Konan mín opnaði svo píanóið og það var svo falskt að það þrítón­ aði á hverri nótu. Ég sagðist auð­ vitað ætla að stilla það, með því að læra það bara á YouTube. Ég fór og keypti stillihamar og sat löng kvöld að stilla, og þegar ég var búinn að slíta þrjá strengi kláraðist manían. Síðan var píanóið bara í stofunni, skrúfað í sundur og allt í tætlum, þar til konan mín sagði að við yrðum að losna við það, það væru að koma jól.“ Þarna var Ragnar kominn niður úr maníunni og segir hann að skömmin hafi verið komin líka, að hann hafi ekki getað hugsað sér að hringja aftur í sömu menn til að koma og fjarlægja píanóið. „Svo fór ég aftur í sveiflu upp og konan mín kom að mér þar sem ég sat á nærbuxunum með sög og slípi­ rokk að saga píanóið í sundur til þess að koma því út. Þarna skildi hún að eitthvað var að. Svo liðu nokkrir mánuðir og þá kom aftur niðursveifla og þá endaði ég hjá heimilislækni. Ég fór til heimilislæknis í svona 10 mínútna tíma og karlgreyið sem tók á móti mér, ég tók hann alveg í herkví. Hann leysti þetta hins vegar fagmannlega, útbjó beiðni sem varð til þess að ég róaðist og beið í tvær vikur þar til ég komst að hjá geðlækni á spítalanum á Akureyri, þar sem ég vissi að núna myndi ég fá aðstoð. Ég fór til geðlæknis sem ávís­ aði mér lyfjum og í dag fær enginn að hafa skoðun á lyfjunum mín­ um nema hann, ekki einu sinni ég og ég breyti ekki skammtinum mínum nema í samráði við hann. Geðlæknirinn minn lagar geðsjúk­ dóma. Fyrst þegar ég hitti hann vildi ég bara svona einfalt trix sem myndi laga allt, en hann gaf lítið fyrir það. Sagði mér að taka lyf­ in mín, það tæki tíma fyrir geðið að stilla sig af. Eina trixið sem hann átti handa mér var reglu­ bundið líf. Ég sagði bara já, en vissi ekkert hvað hann var að tala um, ég hafði ekki lifað eðlilegu lífi í mörg ár. Þremur árum og ýmiss konar geðsveiflum seinna náði ég því sem heitir reglubundið líf. Ég tek ábyrgð á sjálfum mér og sinni grunnþörfunum: ég borða góða næringu, sef nóg og ég hreyfi mig. Árið 2016 áttaði ég mig til dæmis á að þó svo að ég sé ekki alkóhólisti þá hentar mér betur að drekka ekki eða djamma, það fylgir þessu reglubundna lífi. Litlar breytingar yfir lengri tíma henta mér best, ekki kúrar eða fögur fyrirheit. Þetta virkar til að stabílísera líf­ ið og í dag tekst mér að finna hvað virkar fyrir mig og hvað ekki. Geð­ sveiflurnar hverfa aldrei eða það að ég er veikur á geði, en reglu­ semi styttir þær og minnkar og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.