Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 205. tölublað 106. árgangur
56 SÍÐNA SÉR-
BLAÐ UM
SJÁVARÚTVEG
SPUNNIÐ Í
STÍL VIÐ
TÓNLISTINA
JAZZHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 44200 MÍLUR
140 bíða eftir rafbílum
Meiri drægni rafbíla í fjölskyldubílastærð virðist vekja áhuga fleiri viðskiptavina
hundrað kílómetra, en um nokkurs
konar jepplinga er að ræða. Að
sögn sölustjóra Hyundai og Kia er
beggja bíla beðið með mikilli eftir-
væntingu. Tæplega 100 eru á bið-
lista vegna Hyundai Kona og 40
manns hafa þegar greitt staðfest-
ingargjald fyrir Kia Niro.
Hlutfall rafbíla eykst
„Síðustu tvö ár hefur aukningin
verið mikil. Fólk sér að þetta er að
virka og er ekki eins hrætt við
þetta í dag eins og það var,“ segir
Ragnar Sigþórsson, sölustjóri
Hyundai hjá bílaumboðinu B&L.
„Við höfum aldrei fundið fyrir
svona áhuga á rafmagnsbíl áður,“
segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri
Kia hjá bílaumboðinu Öskju. Hlut-
fall nýskráðra rafbíla fer vaxandi
og það sem af er ári stendur það í
4,6% af heildarnýskráningum en
það hlutfall nam 3,3% í fyrra.
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Mikill áhugi virðist vera á hreinum
rafbílum um þessar mundir og eru
140 manns á biðlista vegna tveggja
nýrra tegunda sem búa yfir tölu-
vert meiri drægni en áður þekkist
ef bílar frá Tesla eru undanskildir.
Annars vegar er um að ræða
Hyundai Kona EV og hins vegar
Kia Niro EV. Báðir bílar hafa
drægni sem nær vel á fimmta
Vinsælir rafbílar
» Tæplega 140 manns eru á
biðlista eftir rafbílunum
Hyundai Kona og Kia Niro.
» Báðir bílar hafa drægni vel á
fimmta hundrað kílómetra.
» 4,6% af nýskráningum bíla í
ár eru rafbílar.
MNýir rafbílar afar eftirsóttir »22
Góð stemning var á æfingu
kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu í gær. Mikil spenna ríkir
fyrir leik Íslands og Þýskalands
á Laugardagsvelli í dag, en bú-
ist er við um 10 þúsund manns
á vellinum. Uppselt er á leikinn.
Með sigri getur íslenska liðið
tryggt sér þátttökurétt á heims-
meistaramótið í Frakklandi á
næsta ári, í fyrsta sinn í sögu
kvennalandsliðsins.
Upphitun mun hefjast um
tveimur tímum fyrir leik og
boðið verður upp á ýmis
skemmtiatriði á svæðinu í að-
draganda leiks. Í Þýskalandi er
mikill áhugi fyrir leiknum og
verður þýska ríkissjónvarpið
með um 70 starfsmenn á
leiknum.
Ítarlegt viðtal er við Gunn-
hildi Yrsu Jónasdóttur, lands-
liðskonu í knattspyrnu, í Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins.
»6 og Íþróttir Morgunblaðið/Valli
Létt yfir
stelpunum
okkar
Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni HM í dag
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gísli Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri Árborgar, segir sveitarfélagið
munu skoða hugmyndir um nýjan al-
þjóðaflugvöll á Árborgarsvæðinu af
alvöru. Einkaaðilar hafi unnið að
verkefninu undanfarið.
Hann segir höfnina í Þorlákshöfn
geta styrkt nýjan flugvöll og öfugt.
Þá myndi nýr flugvöllur styrkja
ferðaþjónustuna á Suðurlandi og
létta á Keflavíkurflugvelli.
Stefna á 30 þúsund íbúa
Íbúum Árborgar fjölgar hratt og
áætlar sveitarfélagið að þeir verði
jafnvel orðnir um 11 þúsund 2021.
„Ég held að á næstu 20 árum
muni Árborg telja einhverja tugi
þúsunda íbúa. Að við séum að stefna
í kannski 30 þúsund íbúa á tíma-
bilinu. Ég tel að við séum í góðu færi
til þess að byggja upp borgarmenn-
ingu,“ segir Gísli Halldór, sem telur
mikil tækifæri felast í nýju mið-
bæjarskipulagi.
Hann segir hraða fjölgun íbúa
kalla á nýja innviði. Meðal annars
þurfi að byggja nýja skóla. »10
Skoða
alþjóða-
flugvöll
Árborg skoðar
valkost við Keflavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Selfoss úr lofti Rætt er um nýjan
alþjóðaflugvöll á Árborgarsvæðinu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Enn eru mörg handtök eftir við
smíði Vestmannaeyjaferjunnar
Herjólfs í skipasmíðastöðinni í Pól-
landi. Stefnt er að afhendingu 15.
nóvember en heimildarmenn blaðs-
ins sem til þekkja telja það óraun-
hæfa dagsetningu og telja vel
sloppið ef skipið fæst afhent á
árinu. Það gæti jafnvel dregist
frekar.
Pólska skipasmíðastöðin Crist
hefur tilkynnt Vegagerðinni að hún
muni ekki afhenda nýja Vest-
mannaeyjaferju fyrr en í nóvember
og hefur nefnt 15. nóvember í því
sambandi. Vegagerðin vonast til
þess að sú tímasetning standi. Upp-
haflega var stefnt að afhendingu í
lok júlí en drátturinn er bæði vegna
breytinga sem Vegagerðin og sam-
gönguráðherra hafa óskað eftir og
að hluta til óútskýrðra tafa hjá
skipasmíðastöðinni.
Sigla þarf skipinu heim og búa
það undir áætlun. Ljóst er að sigl-
ingar hefjast ekki fyrr en í desem-
ber í fyrsta lagi. Slæmt veður yfir
háveturinn og aðstaða í Landeyja-
höfn geta hamlað því að það komi
að fullum notum í vetur, eins og
stefnt var að. »18
Ljósmynd/Crist
Í smíðum Verkpallar eru um allt skip, innanborðs og utan. Starfsmenn
skipasmíðastöðvarinnar stefna að afhendingu skipsins í nóvember.
Mörg handtök eftir í Herjólfi
Afhendingu seinkað og getur
hugsanlega dregist enn lengur
Alexander Sakartsjenkó, leiðtogi
úkraínskra aðskilnaðarsinna í al-
þýðulýðveldinu Donetsk svokallaða,
lést í sprengjutilræði á kaffihúsi í
gær. Sakartsjenkó hafði verið for-
seti hins yfirlýsta lýðveldis í austur-
hluta Úkraínu frá árinu 2014. Lýð-
veldið viðurkennir ekki stjórnvöld
Úkraínu sem sitja í Kænugarði.
Stjórnvöld Rússlands, sem hafa
veitt aðskilnaðarmönnunum stuðn-
ing, sökuðu úkraínsk yfirvöld um að
standa að baki drápinu á Sakartsj-
enkó. Vladimír Pútín lýsti því yfir á
vefsíðu sinni að hann byggist við því
að sökudólgarnir yrðu sóttir til saka.
Úkraínsk stjórnvöld neita sök og
telja að annaðhvort Rússland eða
innanflokksdeilur hafi orðið Sak-
artsjenkó að bana.
Sakartsjenkó
var myrtur