Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Persónuvernd hefur komist að
þeirri niðurstöðu að GAMMA Capi-
tal Management hf. hafi brotið per-
sónuverndarlög með miðlun per-
sónuupplýsinga starfsmanna,
viðskiptavina og tengiliða viðskipta-
vina GAMMA árið 2016. Þetta kem-
ur fram í úrskurði Persónuverndar
sem kveðinn var upp í febrúar fyrr
á þessu ári en láðist að birta fyrr en
nú.
Í bréfi sem GAMMA sendi fyrr-
greindum aðilum kom fram að búið
að væri að skrá þá í Hið íslenska
bókmenntafélag. Þá sagði enn frem-
ur að fyrirtækið myndi greiða ár-
gjald bókmenntafélagsins til eins
árs í nafni móttakanda bréfsins.
Persónuvernd ákvað að eigin
frumkvæði í janúar árið 2017 að
óska eftir frekari skýringum frá
GAMMA varðandi skráninguna í fé-
lagið. Í svari GAMMA til stofnunar-
innar kom fram að tilgangur skrán-
ingar aðilanna í hið íslenska
bókmenntafélagið hefði verið að
vekja athygli á starfsemi félagsins.
Þá hafi GAMMA viljað stuðla að því
að félögum í bókmenntafélaginu
myndi fjölga og því ákveðið að
greiða fyrir eins árs áskrift að bók-
menntafélaginu. Þess utan hafi bók-
menntafélaginu engar upplýsingar
verið veittar varðandi tengsl við-
komandi við GAMMA auk þess sem
skráningin hafi verið gerð í góðri
trú. Einu upplýsingarnar sem bók-
menntafélaginu voru veittar af
hendi GAMMA voru kennitölur við-
komandi aðila.
Gert að eyða upplýsingunum
Í úrskurði Persónuverndar segir
meðal annars að GAMMA hafi farið
í bága við lög um persónuvernd og
meðferð persónuupplýsinga. Að því
er fram kemur í úrskurðinum var
farið fram á að GAMMA sendi
stofnuninni hvernig fyrirtæki áætl-
aði að haga kynningarstarfi sínu í
framtíðinni þ.m.t. hvernig fræðslu
til hinna skráðu verði háttað. Þá var
einnig farið fram á að Hið íslenska
bókmenntafélag sendi Persónu-
vernd staðfestingu á því að félagið
hefði eytt þeim persónuupplýs-
ingum sem GAMMA hefði miðlað til
þess.
Skráðu fólk í bókmenntafélag
GAMMA braut
persónuverndarlög
Erling Garðar Jónas-
son, fyrrverandi for-
stjóri Rafmagnsveitna
ríkisins (RARIK) á
Austurlandi og um-
dæmisstjóri fyrirtæk-
isins á Vesturlandi og
formaður Samtaka
aldraðra, lést á Land-
spítalanum í Fossvogi
30. ágúst, 83 ára að
aldri.
Erling Garðar
fæddist í Reykjavík
24. júní 1935 og ólst
upp í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru
Guðrún Jónsdóttir húsmóðir og
Jónas Sveinsson, framkvæmda-
stjóri.
Erling Garðar lauk sveinsprófi í
rafvirkjun, var til sjós, vann sem
ljósameistari í Þjóðleikhúsinu um
skeið og verkstjóri hjá RARIK.
Hann hélt síðan til frekara náms í
Kaupmannahöfn og lauk þar prófi
í raforkutæknifræði árið 1965.
Erling Garðar hóf störf sem for-
stjóri RARIK á Austurlandi árið
1967 og gegndi því starfi fram á
mitt ár 1990. Hann var síðan um
skeið innkaupastjóri RARIK í
Reykjavík áður en hann tók við
framkvæmdastjórn
umdæmis RARIK á
Vesturlandi árið 1983
og starfaði þar til
ársins 2000. Hann sat
í stjórn RARIK á ár-
unum 1979–1982.
Erling Garðar
vann að fjölmörgum
framfaramálum á
Austurlandi og Vest-
urlandi, m.a. tengd-
um hitaveitu á lág-
hitasvæðum. Hann
gegndi ýmsum trún-
aðar- og félagsstörf-
um. Hann var jafn-
aðarmaður og tók virkan þátt í
pólitísku starfi, bæði á sveita-
stjórnarstigi og landsvísu. Hann
var um tíma oddviti Egilsstaða-
hrepps og sat í bæjarstjórn
Stykkishólmsbæjar sem oddiviti
S-listans. Síðustu árin áttu samtök
aldraðra hug hans allan; hann sat
þar í stjórn og var formaður sam-
takanna í átta ár eða til ársins
2015.
Erling Garðar kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Jóhönnu
Guðnadóttir, árið 1955. Þau eign-
uðust fimm börn. Barnabörnin eru
ellefu og barnabarnabörnin fjögur.
Andlát
Erling Garðar Jónasson
Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöð-
um, hefur sagt af sér embætti for-
manns stjórnar Auðhumlu sem er
félag allra kúa-
bænda í landinu
nema Skagfirð-
inga og heldur ut-
an um 90% hlut í
Mjólkursamsöl-
unni. Ástæðan er
ágreiningur um
innheimtu svo-
kallaðs innvigt-
unargjalds á
mjólk umfram
kvóta. Ágúst
Guðjónsson, bóndi á Læk í Flóa-
hreppi, var kosinn formaður í hans
stað.
Egill var formaður stjórna Auð-
humlu og Mjólkursamsölunnar í
rúm 11 ár en var felldur úr embætti
sínu í MS fyrr á árinu.
Sérstakt innvigtunargjald er lagt
á til að standa undir kostnaði Mjólk-
ursamsölunnar við vinnslu á mjólk
umfram kvóta sem flutt er á erlenda
markaði og þar með til að hamla á
móti aukningu mjólkurframleiðslu í
landinu.
Í samræmi við verðmæti
Egill lagði til á stjórnarfundi Auð-
humlu í fyrradag að innvigtunar-
gjaldið yrði óbreytt, 52 krónur á
hvern lítra sem framleiddur er um-
fram kvóta. Það samsvarar verði
fyrir þá mjólk sem fer til framleiðslu
á skyri fyrir bestu markaði erlendis.
Meirihluti stjórnar ákvað að hafa
„hliðsjón af því verðmæti sem fæst
fyrir þetta hráefni í útflutningi“, eins
og það er orðað í tilkynningu á vef
Auðhumlu. Verður innvigtunar-
gjaldið 57 krónur á lítra. Það þýðir
14% lækkun á verði sem bændur fá
fyrir umframmjólk, eftir mjólkur-
verðshækkun 1. september. Af rúm-
um 90 krónum sem Mjólkursam-
salan greiðir fyrir mjólkina fara 57
krónur í innvigtunargjaldið og bónd-
inn fær um 30 krónur í vasann fyrir
hvern lítra.
Í bókun sem Egill lagði fram á
fundinum, þegar hann sagði af sér,
kemur fram að hann telur að með
þessari ákvörðun sé verið að nota
ávinning af skyrsölu og markaðs-
starfi erlendis til að styðja við lok-
aðan innlendan markað. Afgreiðsla
stjórnar kunni að baka félaginu
skaðabótaskyldu eða tjón. Þá telur
hann ekki ástæðu til að hraða sam-
drætti í mjólkurframleiðslu því nú
þegar stefni í samdrátt.
helgi@mbl.is
Formað-
ur segir
af sér
Ágreiningur um
verðlagningu mjólkur
umfram kvóta
Egill
Sigurðsson
Meraki vörurnar fást
hjá okkur í SALT
SALT gjafavöruverslun - Kringlan
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Stakir jakkar
í úrvali
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Stærðir
42-50
Skoðið LAXDAL.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
SAMOON FRÁ
GERRY WEBER
NÝTT
Síðar
skyrtur
Kr. 6.900.-
Str. S-XXL
Opið í dag kl. 11-15
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Héraðsdómur Norðurlands dæmdi í
gær Vigfús Jóhannesson, fyrrver-
andi botsíaþjálfara, í fjögurra ára
óskilorðsbundið fangelsi fyrir
margítrekuð og gróf brot gegn
þroskaskertri konu sem stóðu yfir í
langan tíma, er segir í dómi Hér-
aðsdóms Norðurlands. Vigfús neit-
aði sök í málinu við þingfestingu 14.
maí, en hann segir kynmökin hafa
átt sér stað með fullu samþykki
konunnar og taldi sig hafa átt í
ástarsambandi við hana.
Vigfús kynntist konunni í gegn-
um botsíaæfingar dóttur sinnar.
Fram kemur í dómnum að hann
hafi komið sér „í mjúkinn hjá brota-
þola með því að höfða til samúðar
hennar en kom sér síðan í æ sterk-
ari stöðu gagnvart henni“. Hann
hafi jafnframt nýtt sér yfirburði
sína og aðstöðumun gagnvart kon-
unni, sem er með þroskahömlun.
Til viðbótar við að sæta fangelsi í
fjögur ár er Vigfúsi gert að greiða
brotaþola tvær milljónir króna í
miskabætur. Þar að auki er honum
gert að greiða allan sakarkostnað,
sem nemur ríflega 3,3 milljónum
króna.
Botsíaþjálfari dæmdur í fjögurra ára fang-
elsi fyrir nauðgun gegn þroskaskertri konu