Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Áhugi á hreinum rafbílum virðist mikill um þess- ar mundir og hefur biðlisti myndast vegna tveggja nýrra tegunda sem væntanlegar eru á götuna á næstunni. Búa þeir yfir töluvert meiri drægni en áður þekkist ef bílar frá framleiðand- anum Tesla eru undanskildir. Um tvo nokkurs konar jepplinga í fjölskyldu- stærð er að ræða. Annars vegar er það Hyundai Kona EV sem er lengst með 480 km drægni og hins vegar Kia Niro EV, sem er lengst með 450 km drægni en sá síðarnefndi er einnig 20 sentí- metrum lengri. Eru þessar drægnitölur báðar samkvæmt nýjum WLTP-staðli sem á að mæla raundrægni betur en hefur tíðkast með eldri mælingaraðferðum. Hundrað manns á biðlista Að sögn sölustjóra Hyundai og Kia er beggja bíla beðið með mikilli eftirvæntingu. Tæplega hundrað manns eru á biðlista eftir Hyundai Kona og er það í fyrsta skipti sem svo langur biðlisti myndast þrátt fyrir að bílaumboðið B&L hafi ekki auglýst bílinn á neinn hátt. Um 50 manns hafa svo forpantað Niro og greitt stað- festingargjald fyrir. „Það eru tæplega hundrað manns komin á bið- lista. En við höfum aldrei talað um hann eða auglýst,“ segir Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai, sem segir að fyrstu bílar verði afhentir um mánaðamótin september og október. „Fólk virðist vera mikið að færa sig í rafbíla og hugsa þetta sem annan bíl á heimili en kemst svo fljótt að því að þetta er bíll sem hentar jafn- vel betur sem fyrsti bíll á heimili,“ segir Ragnar. „Síðustu tvö ár hefur aukningin verið mikil. Fólk sér að þetta er að virka og er ekki eins hrætt við þetta í dag eins og það var,“ segir Ragnar. Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá bílaumboð- inu Öskju segir að 40 manns séu búin að borga staðfestingargjald fyrir Kia Niro í forsölu og að áhuginn fyrir hreinum rafmagnsbílum hafi aldrei verið meiri. 40 hafa greitt staðfestingargjald „Þetta er að breytast mjög hratt. Fólk horfir á þetta sem alvöru möguleika,“ segir Þorgeir. „Með aukinni drægni verður þetta valkostur fyr- ir fleiri aðila,“ segir Þorgeir, en búast má við fyrstu Niro-bílunum um mánaðamótin janúar og febrúar á næsta ári. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð. Það eru rétt rúmlega 40 manns búin að skrá sig og borga staðfestingargjald. Við höfum aldrei fundið fyrir svona áhuga á rafmagnsbíl áður,“ segir Þorgeir og bendir á að Kia hafi ekki boðið upp á slíka forsölu áður. „Við höfum ekki gert þetta áður. Fólk er í rauninni bara að tryggja það að fá bíla í fyrstu sendingu.“ Þorgeir segir áhugann að sjálfsögðu ekki einskorðast við Ísland og tekur dæmi um að 4.000 þúsund manns séu á biðlista eftir Niro í Noregi. „Spenningurinn eftir þessum bíl þar er gríðarlegur.“ Bætir Þorgeir einnig við að eftirspurnin sé um fjórföld miðað við fram- leiðslugetu Kia í Evrópu. Almennt virðist töluvert meiri áhugi vera í samfélaginu á rafbílum og þessi mikli áhugi á Niro og Kona endurspeglar það. Samkvæmt gögnum Samgöngustofu nemur hlutfall hreinna rafmagnsbíla af heildarnýskráningum það sem af er ári 4,6% en var 3,3% í fyrra. Heildarfjöldi raf- magnsbíla er 2.353 en hlutfall þeirra af heild- arfólksbílafjölda nemur aðeins tæplega 1%. Sam- kvæmt tölum EAFO nemur hlutfall nýskráninga rafmagns- og tengiltvinnbíla samtals 15% á Ís- landi, sem er það næstmesta í Evrópu. Markaðs- hlutdeild hreinna rafmagnsbíla í Noregi er um 26% og þegar tvinnbílum er bætt við er hlutfallið 46%. Nýir rafbílar afar eftirsóttir Rafbíll Margir bíða spenntir eftir Hyundai Kona í rafmagnsútfærslu.  Meiri drægni rafbíla virðist vekja áhuga fleiri viðskiptavina  Fjöldi manns er á biðlista eftir tveimur nýjum rafbílum sem báðir hafa drægni á fimmta hundrað km Biðlisti 40 manns eru á biðlista vegna vegna rafbílsins af Kia Niro EV. 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— 1. september 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.64 107.14 106.89 Sterlingspund 138.83 139.51 139.17 Kanadadalur 82.53 83.01 82.77 Dönsk króna 16.728 16.826 16.777 Norsk króna 12.818 12.894 12.856 Sænsk króna 11.705 11.773 11.739 Svissn. franki 109.85 110.47 110.16 Japanskt jen 0.955 0.9606 0.9578 SDR 149.47 150.37 149.92 Evra 124.75 125.45 125.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.5702 Hrávöruverð Gull 1202.35 ($/únsa) Ál 2115.0 ($/tonn) LME Hráolía 77.33 ($/fatið) Brent Samkeppniseftirlitið hefur veitt samþykki sitt við kaupum Regins hf. á félaginu FAST-1 slhf. en samning- ur um kaupin var undirritaður 18. maí síðastliðinn. Með kaupunum eignast Reginn allt hlutafé dóttur- félaga FAST-1 en það eru HTP ehf. og FAST-2 ehf. Stærstu eignir félaganna sem um ræðir eru Katrínartún 2, sem oftast gengur undir nafninu Höfðatorg, og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félag- anna eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Kaupin fjármagnar Reginn með útgáfu nýs hlutafjár að markaðsvirði 5.800 milljónir króna og þá eru þau einnig fjármögnuð með útgáfu nýs skuldabréfaflokks. Í forsendum kaupanna var gert ráð fyrir að heildarvirði félaganna HTO og FAST-2 væri 23.200 millj- ónir króna. Í nýbirtum árshlutareikningi FAST-1 kemur fram að hagnaður af rekstri félagsins hafi numið ríflega einum milljarði króna á fyrri helm- ingi ársins miðað við 24,7 milljóna hagnað yfir sama tímabil í fyrra. Mestu munar þar um matsbreyting- ar fjárfestingareigna. Þær reyndust jákvæðar um ríflega 1,1 milljarð króna á fyrri helmingi þessa árs en voru neikvæðar sem nam tæpum 182 milljónum í fyrra. Um mitt þetta ár námu eignir FAST-1 23,1 milljarði króna og höfðu hækkað úr tæpum 21,9 millj- örðum um síðastliðin áramót. Morgunblaðið/Golli Turninn Stærsta eign félagsins er Höfðatorg í Borgartúni. Reginn fær að kaupa FAST-1  Félagið hagnaðist um milljarð á fyrri helmingi ársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.