Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 32
32 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 ✝ Þorvaldur Þ.Baldvinsson fæddist 29. júlí 1940 í Gilsbakka á Litla-Árskógs- sandi. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri 23. ágúst 2018. Foreldrar hans voru hjónin Baldvin Jóhannesson og Jó- hanna Freydís Þorvaldsdóttir. Þorvaldur var einn átta systk- ina, en þau voru Anton Þór, fæddur 22. febrúar 1936, látinn; Jóhannes fæddur, 17. júní 1937, látinn; Brynjar, fæddur 22. júní 1939, látinn; Gylfi, fæddur 8. september 1941, látinn. Eftirlif- andi systkini eru Zophonías, fæddur 28. ágúst 1943; Ragn- heiður Ingibjörg, fædd 19. júní 1948; Pálína Katrín, fædd 27. desember 1951. Eftirlifandi eiginkona Þorvaldar er Ingigerður Lilja f. 2005, b) Margrét Rósa, f. 2005, og c) Lilja María, f. 2007. 5) J. Freydís, f. 1974, sambýlis- maður Steingrímur Friðriks- son. Börn þeirra eru: a) Friðrik, f. 2000, b) Hafrún, f. 2005, og c) Þórir, f. 2009. 6) Harpa, f. 1979. Sonur hennar er Thomas Árni, f. 2005. Fyrstu árin bjó Þorvaldur á Litla-Árskógssandi en tíu ára gamall flutti hann á Hauganes til Soffíu ömmu sinnar og Krist- jáns móðurbróður, þar bjó hann allt þar til hann flutti til Dalvík- ur. Um fermingu byrjaði hann til sjós með Kristjáni frænda sín- um. Hann var til sjós á ýmsum skipum og bátum þangað til hann leitaði sér menntunar. 1959-1960 tók hann vélstjórnar- próf, 1963-1964 var hann í Stýrimannaskólanum. Allan sinn starfsferil var hann til sjós og gegndi hann öllum störfum til sjós, hvort sem það var sem kokkur, vélstjóri eða skipstjóri. Hann rak sína eigin útgerð til fjölda ára, þess á milli starfaði hann á skipum og bátum hjá öðrum. Þorvaldur verður jarðsung- inn frá Dalvíkurkirkju í dag, 1. september 2018, klukkan 13.30. Jónsdóttir, fædd 17. ágúst 1943. Þau gengu í hjónaband 29. maí 1965 og bjuggu allan sinn búskap á Dalvík. Börn þeirra eru: 1) Baldvin, f. 1964, sambýliskona Leena Sekkat. Börn Baldvins af fyrra hjónabandi eru: a) Þorvaldur Ingi, f. 1988, sambýliskona hans Hrefna Katrín Björgvinsdóttir, sonur þeirra er Baldvin Karl, f. 2018. b) Berglind Ósk, f. 1993. 2) Kristján, f. 1967, maki Gunn- hildur Birnisdóttir. Börn þeirra eru: a) Rakel, f. 2001, og b) Birn- ir, f. 2003. 3) Kristrún, f. 1968, maki Jón Arnar Árnason. Börn þeirra eru: a) Orri Fannar, f. 1996, sambýliskona Júlía Ósk Júlíusdóttir. b) Ingigerður Lilja, f. 1999, og c) Daði Hrannar, f.2002. 4) Sigfús Freyr, f. 1969. Börn hans eru: a) Guðjón Logi, Það er skrýtið og óraunveru- legt að hugsa til þess að þú sért dáinn, um leið rifjast upp ótal minningar. Eins og ferðirnar sem ég fékk að fara með þér á Sindra þegar ég var smápeð. Sennilega kom ég ekki að miklu gagni þegar ég hékk fram á borðstokkinn og var með beinar lýsingar á því sem kom upp með netunum í æsi- fréttastíl. Eða þegar ég fékk að brasa með þér niðri í skúr. Eða þegar þú kenndir mér að gella svo ég gæti safnað mér smápeningi. Eða söluferðirnar okkar á appelsínugula rúgbrauðinu. Þær voru nú oft skemmtilegar. Við keyrðum um sveitirnar og bönk- uðum upp á á bæjunum og seld- um fisk, ég fékk að hafa reikni- vélina til þess að leggja saman og passaði vel upp á peningakassann á milli bæja. Ekkert smástolt af ábyrgðinni sem mér var falin óaf- vitandi að þú hefðir vel getað reiknað þetta allt saman í hug- anum og að kassinn hefði tæp- lega týnst í bílnum. Ef um langan veg var að fara styttir þú okkur stundir með því að syngja og segja sögur því ekkert var nú út- varpið í rúbbanum. Þú hafðir nefnilega svo gaman af því að syngja og við systkinin eigum ótal minningar tengdar tónlist í kringum þig, hvort sem þú varst að spila plötu með Villa Vill eða spila sjálfur á hljóðfæri og syngja. Ef þú varst eitthvað að brasa mátti alltaf heyra smáraul eða flaut. Þetta var ekki alltaf eintóm gleði og gaman og bara svona til að það sé alveg á tæru, pabbi, þá er Kambsþrjóskan úr móðurætt- inni ekkert miðað við Sæ- landsþráann sem við fengum frá þér. Þegar ég fór að eldast og búa mér heimili átti ég ófá símtöl við þig tengd matargerð, enda varstu listakokkur og í seinni tíð held ég að fátt hafi glatt þig meira en að matbúa og stússast í kringum mat. Í hvern á ég nú að hringja til þess að fá að vita hvað ég á að hafa kjötið lengi í ofninum eða hvernig er best að gera sós- una? Þegar barnabörnin fóru að koma eitt af öðru leiddist þér ekkert að atast í þeim og æsa þau upp en lést svo mömmu svo um að róa liðið niður og sinna þessu helsta. Það kom því vel á vondan þegar hún Hafrún mín sá ekkert nema afa og þú máttir gjöra svo vel og svæfa hana og skipta á henni fyrstu skiptin sem hún fékk að gista. Friðriki fannst allt- af best að vera hjá ömmu og afa þegar hann var lítill, af því að hann og afi voru álíka árrisulir og fengu sér morgungraut saman. Hann elskaði morgungrautinn hans afa. Þórir segir að það sé best að vera hjá ömmu og afa því hann fái alltaf að ráða hvað er í matinn þegar hann gistir og svo leyfir afi honum alltaf að vera í tölvunni. Veit ekki með þetta alltaf. Það var augljóst að afahlut- verkinu sinntir þú með mikilli gleði og ekki varð gleðin minni þegar fyrsta langafabarnið kom í heiminn. Þessar vikur sem þú lást á sjúkrahúsinu gladdi það þig langmest af öllu þegar afabörnin og litla langafakrílið komu í heim- sókn. Nú er allavega komið að leið- arlokum og það er gott til þess að vita að þú þarft ekki að finna til lengur, það var það erfiðasta eftir þetta ömurlega slys. Þórir sagði mér um daginn að 99 ár hjá okkur eru eins og einn dagur á himn- inum, þannig að þegar hann hittir þig eftir 99 ár þá verði það bara eins og þið hafið hist í gær. Von- andi, hver veit? Ég veit það hins- vegar að það hafa orðið fagnaðar- fundir þarna hinum megin þegar þið bræðurnir hittust aftur. Ég get rétt ímyndað mér hlátrasköll- in og bakföllin. Við sjáumst þá bara á morgun. Freydís. Elsku hjartans pabbi minn, mér finnst það svo ótrúlegt að þú skulir vera farinn. Síðustu tveir mánuðir hafa verið okkur öllum erfiðir en loksins hefur þú fengið hvíldina eftir erfiða baráttu. Mikið á ég eftir að sakna þín, sakna þess að heyra í þér reglu- lega því stundum hringdir þú bara til að spjalla um daginn og veginn. Það var yfirleitt stutt í grínið og stríðnina og þér fannst ekkert leiðinlegt að æsa fólk upp. Ég held að þú hafir t.d. notað sama grínið á okkur systurnar þegar við vorum unglingar. Ef ég var eitthvað slöpp eða lasin spurðir þú hvort ég væri nokkuð ófrísk, það fauk heldur betur í mann, enda unglingur og ofurviðkvæm- ur fyrir öllu svona. Þá fórst þú bara að skellihlæja og sagðir, „fyrst þú ert ekki frísk þá hlýtur þú að vera ó-frísk“. Þér fannst heldur ekkert leið- inlegt að æsa upp litlu krakkana. Þegar við Thomas bjuggum hjá ykkur mömmu og hann var tæp- lega fjögurra ára, þá þurfti hann alltaf að hlaupa nokkra hringi inn í stofu og glenna sig framan í þig fyrir svefninn. Stundum var hann kófsveittur og að springa úr æs- ingi loksins þegar ég náði honum í rúmið. Ég hreinlega veit ekki hvor ykkar skemmti sér betur. Ég á ykkur mömmu svo margt að þakka, þið tókuð á móti okkur Thomasi fyrir tíu árum þegar við fluttum aftur heim til Íslands og hafið alltaf staðið þétt við bakið á mér, það er ómetanlegt. Alltaf voruð þið boðin og búin að hjálpa til og sú hjálp átti sér margar birtingarmyndir, t.d. gerðuð þið ykkur oft spes ferð inn á Akur- eyri til að sækja Thomas þegar hann kom í pössun til ykkar eða skiluðuð honum aftur inneftir eft- ir helgargistingu. Þú varst alltaf að sýsla eitt- hvað með mat og oft var það eitt- hvert fiskmeti enda gamall sjóari. Veit ekki hversu oft þú varst búinn að útbúa fisk í raspi handa mér sem þú frystir og við gátum svo bara steikt seinna, og sólþurrkaði saltfiskurinn sem þú áttir oft handa okkur. Þú vart snilldarkokkur og ég held að þú hafir prófað að elda allt mögu- legt. Þér fannst þetta gaman, það mætti segja að það hafi verið þitt Þorvaldur Þ. BaldvinssonAKUREYRARKIRKJA | Messa kl.11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteins- dóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar og pré- dikar. Krisztina K. Szklenár er org- anisti. Kirkjukórinn leiðir söng. Upphaf sunnudagaskólans, Anna Sigga og Erla Mist sjá um stundina. Kaffi og samfélag á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sunnudagaskólinn byrjar á ný eftir sumarleyfi í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Fermingarbörn komandi vors og for- eldrar þeirra sérstaklega boðuð til messunnar og til kynningarfundar um fermingarstarf vetrarins. Safnaðarfélag Áskirkju selur vöfflur í Ási eftir messu. Verð kr. 500. BESSASTAÐAKIRKJA | Fyrsta fjöl- skylduguðsþjónusta haustsins kl. 11. Þar verður nýtt efni kynnt og sr. Hans Guðberg og Sigrún Ósk leiða stund- ina. Ástvaldur organisti leiðir sönginn ásamt Lærisveinum hans. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurjónsson þjónar fyrir altari. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Upphaf sunnu- dagaskólans og barnastarfsins. Stein- unn Þorbergsdóttir, sr. Magnús Björn Björnsson og Örn Magnússon org- anisti sjá um stundina. Barn verður borið til skírnar og vetrarstarfið kynnt. Fundur með fermingarbörnum og for- eldrum þeirra kl. 12.30. Fundur um fermingarstörfin á ensku kl. 13.30. Ensk lofgjörðar og bænastund kl. 14. Prestur er Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messu- þjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matt- híasson. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Fjölskyldumessa. Sr. Bára Friðriks- dóttir og Helga Kolbeinsdóttir æsku- lýðsfulltrúi leiða stundina. Pylsur og hoppukastali. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Æskulýðsmessa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson og sr. El- ínborg Sturludóttir leiða stundina. Sunnudagaskólinn byrjar, fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir messuna. Minnum á bílastæðin við Alþingi. EGILSSTAÐAKIRKJA | Kvöldguðs- þjónusta kl. 20. Organisti er Torvald Gjerde, almennur söngur. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prédikar. Þeir ung- lingar á Héraði sem vilja fermast í þjóðkirkjunni næsta vor eru hvattir til þátttöku ásamt forráðamönnum og stuttur fundur verður með þeim eftir messu. FELLA- og Hólakirkja | Fjöl- skyldumessa kl. 11, sunnudagaskól- inn fer aftur af stað eftir sumarfrí. Pét- ur og félagar mæta. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Heitt kaffi á könnunni eftir stundina og djús fyrir krakkana. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöld- messa sunnudag kl. 20. Tónlist, kertaljós og íhugun. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista flytja okkur ljúfa tónlist. Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhanns- sonar. ATH. engin guðsþjónusta verður kl. 14 þennan dag. GLERÁRKIRKJA | Guðþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í guðþjónustu. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Välja- ots. Umsjón með sunnudagaskóla hefur Sunna Kristrún djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Prjóna- messa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurð- ardóttir þjónar og prjónaklúbbskonur sjá um ritningarlestra og bænagjörð ásamt því að sýna handverk sitt. Barn verður borið til skírnar. Prjónarar eru sérstaklega hvattir til að mæta með prjónana eða aðra handavinnu og á meðan guðsþjónustunni stendur er boðið upp á kaffi og meðlæti. Org- anisti er Hákon Leifsson og kór Graf- arvogskirkju leiðir söng. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Guð- rún Karls Helgudóttir prédikar og þjón- ar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Jón Ragnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kirkjukór Grensáskirkju leiða söng, organisti er Ásta Haraldsdóttir. Kaffisopi fyrir og eftir messu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syng- ur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmunds- dóttir. Hvetjum fermingarbörn og for- eldra þeirra að koma í messuna. Kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagskóli kl. 11. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson messar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Hugi Jónsson syngur. Sunnudagskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin inn í safnaðarheimilið með Bylgju og öðrum leiðtogum barnastarfsins. Hressing eftir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna aðstoðar. Norræn- ar Maríusystur og félagar úr Mar- íustúkunni taka þátt í messunni. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa mið- vikud. kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Guðsþjónusta kl. 13. Sigurður Jóns- son sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vanda- menn og vinir heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða. HRUNAKIRKJA | Uppskerumessa laugardaginn 1. sept. kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Leikir, grill, kaffi og djús eftir messu. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking ser- vice. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnu- dag kl. 13. Barnakirkja, fyrsta stund vetrarins. Fjölbreytt barnastarf og al- menn samkoma með lofgjörð. Ólafur H. Knútsson prédikar og sér um heil- aga kvöldmáltíð. Eftir stundina verður boðið upp á kaffi og gott samfélag. Einnig verða pítsusneiðar í boði á vægu verði. KEFLAVÍKURKIRKJA | Keflavík- urkirkja opnar kirkjudyr að lokinni flug- eldasýningu á Ljósanótt. Hátíð- argestum er boðið til kirkju í gospelmessu kl. 23. Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Jóna Hrönn Bolla- dóttir, sóknarprestur Vídalínskirkju, leiðir messuna. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sig- urður Arnarson þjónar ásamt sunnu- dagaskólakennurum. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Upphaf vetrarstarfs sunnudagaskólans. LANGHOLTSKIRKJA | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir leiðir stundina ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista, Söru Grímsdóttur kórstýru, Hafdísi Davíðs- dóttur æskulýðsfulltrúa og messu- þjónum. Upphaf barna- og kórastarfs á nýju misseri. Kórabörn og fjölskyldur þeirra verða boðin sérstaklega vel- komin. Kaffi og meðlæti í safn- aðarheimili eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Messa og fyrsta sunnudagaskóli vetrarins kl. 11. Félagar úr kór Laugarneskirkju leiða sálmasöng undir stjórn Arngerð- ar Maríu Árnadóttur organista og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn er í umsjón Hjalta Jóns, Emmu og Gísla. Kaffi í safn- aðarheimili Laugarneskirkju á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Ragnheiður Jóns- dóttir. Kór Lágafellssóknar syngur og leiðir söng. Organisti er Þórður Sigurð- arson. Sunnudagaskóli kl. 13. Um- sjón hefur Berglind Hönnudóttir æsku- lýðsleiðtogi. sjá: www.lagafellskirkja.is LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11 og aldrei að vita nema Rebbi kíki á svæðið. Kvöldguðs- þjónusta kl. 20 þar sem kór Linda- kirkju mun leiða söng undir stjórn Ósk- ars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafs- sonar sem einnig leikur undir söng. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 inni í kirkju og færist svo í safnaðarheimilið. Umsjón hafa Jónína Ólafsdóttir og Katrín Helga Ágústsdóttir ásamt Ara Agnarssyni undirleikara. Samfélag á kirkjutorgi og hressing eftir helgihald- ið. Páll Jakob Líndal ræðir við Daníel Reu- ter kl. 12.30 um sýninguna The Map of Things sem er á kirkjutorginu. SALT kristið samfélag | Sameig- inlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Efni: Er heimska að trúa? Ræðumaður Helgi Guðnason, prestur í Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Axel Á Njarðvík. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sjá nánar á www.selfosskirkja.is SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Tómas leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jó- hann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Sunnu- dagaskóli og guðsþjónusta kl. 11. Græn guðsþjónusta í tilefni af bæj- arhátíðinni á Nesinu. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar. Frið- rik Vignir Stefánsson er organisti. Sig- urður Óskar Óskarsson æskulýðs- fulltrúi ásamt leiðtogum sér um sunnudagaskólann. Félagar úr Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffi- veitingar og samfélag eftir athöfn í Safnaðarheimilinu. Í dag, laugardag, verður létt stund í Albertsbúð kl. 14.30. Organistinn mætir með harm- ónikkuna. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjón- ustuna. STAÐARKIRKJA Hrútafirði | Kirkju- dagur með messu kl. 14. Undirleik annast Karl Örvarsson. Á eftir býður staðarfólk í gamla bæinn og við njót- um veitinga, sem öllum er heimilt að leggja á borð með sér. Prestur er Guðni Þór Ólafsson. STAFHOLTSKIRKJA | Séra Elínborg Sturludóttir kveður söfnuðina í Staf- holtsprestakalli með kveðjumessu 2. september kl. 14. Að messu lokinni verður kaffisamsæti á prestssetrinu. STÓRUBORGARKIRKJA Gríms- nesi | Bæna- og kyrrðarstund kl. 20.30. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur leiðir stundina. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 sem markar upphaf sunnudagaskólans. Barnakór Vídal- ínskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíð Sig- urgeirssonar. Tekið verður á móti styrk frá minningarsjóði Jennýjar Lilju. Nýtt youtube-myndband með barnakórnum frumsýnt. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur er Bragi J. Ingibergsson. Kaffi- hressing á eftir. ORÐ DAGSINS: Tíu líkþráir. (Kæyj, 17) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kirkjur Hjarðarholtskirkja í Dölum. Minningar Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.