Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 ✝ Bóel Ágústs-dóttir fæddist í Auraseli í Fljótshlíð 4. apríl 1939. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu þann 21. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Ágúst Kristjánsson, f. 18. desember 1897, d. 3. ágúst 1983, frá Auraseli í Fljótshlíð, og Guð- björg Guðjónsdóttir frá Hamra- görðum undir Eyjafjöllum, f. 6. október 1898, d. 18. janúar 1996. Þau voru lengst af bændur á Snotru í Austur-Landeyjum en síðar kennd við Hellu á Rangár- völlum. Systkini Bóelar eru: Sig- ríður, f. 1933, d. 2011, var gift Sigurði Haraldssyni, Eyvindur, f. 1937, kvæntur Guðrúnu Ara- dóttur og Kristján, f. 1938, kvæntur Gerði Stefaníu Elimars- dóttur. Bóel ólst upp í Auraseli til átta heilsubrests dvaldi Bóel síðustu árin á Lundi á Hellu. Bóel og Viðar eignuðust fjög- ur börn: 1) Aðalheiður, f. 15. apr- íl 1963, gift Ottó Ólafi Gunnars- syni, f. 26. nóvember 1958, dætur þeirra eru a) Sunna, f. 2. júní 1989, í sambúð með Ingólfi Hannesi Leóssyni, f. 19. júlí 1988, synir Breki og Emil Örn, b) Bjarkey, f. 18. mars 1993, í sam- búð með Þór Jensen, f. 4. júní 1993, fyrir átti Ottó einn son, Jó- hannes Arnljóts, f. 3. september 1975, og á hann þrjá syni. 2) Son- ur, f. 25. febrúar 1966 , d. 3. mars 1966. 3) Bjarki, f. 28. mars 1970, kvæntur Sigurbjörgu Leifsdóttur, f. 16. desember 1969, synir þeirra eru a) Bragi Karl, f. 23. apríl 2002, b) Óli Björn, f. 22. júní 2007. 4) Guð- björg Viðarsdóttir, f. 19. maí 1971, í sambúð með Jóni G. Val- geirssyni, f. 6. maí 1968, börn þeirra eru a) Nói Mar, f. 31. ágúst 2000, b) Una Bóel, f. 17. febrúar 2003. Útförin fer fram frá Voðmúla- staðakapellu, Austur-Landeyj- um, í dag, 1. september 2018, og hefst athöfnin kl. 14. ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Snotru í Austur- Landeyjum þar sem Bóel undi hag sín- um vel í hópi nýrra vina og skólasystk- ina. Á unglingsár- um vann hún ýmis störf m.a. í bakar- íinu á Hellu og slögtun í Djúpadal. Veturinn 1957-1958 stundaði Bóel nám í Húsmæðra- skólanum á Laugarvatni og vann síðan á saumastofunni á Hellu, í eldhúsinu í Skógaskóla og fór á vertíðir í Eyjum. Bóel giftist árið 1964 Karli Viðari Marmundssyni frá Svana- vatni í Austur-Landeyjum, f. 2. september 1937. Þau hófu fyrst búskap á Svanavatni, bjuggu síð- an um tíma í Lækjarhvammi en fluttu aftur að Svanavatni árið 1972. Þar stunduðu þau búskap til ársins 2004 en þá fluttu þau að Gilsbakka 37 á Hvolsvelli. Vegna Elsku mamma, það er sárt að kveðja þig. Minningarnar streyma inn og endalausar góðar hugsanir koma upp. Þú varst fyrirmynd í svo ótal mörgu; vandvirkni, glaðværð, trúfestu, hógværð, matargerð, hreinlæti, hjálpsemi, tryggð, fyr- irhyggjusemi, kátínu, umhyggju og mörgu fleiru. Kenndir manni að trúa á það góða í öllu og öllum og bera ávallt vonarneista um að það besta væri framundan. Barnatrúin var sterk og þú varst með regluverk kristninnar á hreinu, þótt stundum kæmu upp efasemdir um mátt Drottins enda mjög mikið á þig lagt í lífinu. Þú varst staðföst og skemmti- lega skoðanaglöð. Eldsnögg að mynda þér bjargfasta skoðun, jafnvel stundum áður en þú varst alveg búin að kynna þér alla málavexti. Það var oft skemmti- legt. Ekki fengu t.d. allar matar- tegundir háa einkunn, allavega ekki í fyrstu. En það gat komið sér vel að vera ákveðin í skoðun- um. Sérstaklega þegar við fórum með þér í búðir að velja föt. Þú varst enga stund að ákveða þig. Ef fötin voru falleg þá voru þau keypt undir eins og ekki orði á það eytt að þú hefðir átt að kaupa aðra flík. Þú varst líka smekk- manneskja og sást fljótt hvort föt- in voru „óttalegar dulur“ eða „gullfalleg“. Þú áttir ótrúlega gott með að samgleðjast fólki. Við nánustu fórum ekki varhluta af því. Hvílík innileg gleði þegar við náðum markmiðum okkar, sama hvort það var í námi, íþróttum, leik eða starfi. Íþróttaáhuginn kom lík- lega frá þér. Ef þú værir ung núna þá værir þú eflaust íþrótta- kona því þér fannst svo ógurlega gaman að „sprikla“, eins og þú sagðir. Minnisstæð er sagan af fjög- urra metra langstökkinu. Þegar þú, eitt sinn, á íþróttamóti fékkst lánaða gaddaskóna sem komu þér yfir 4 metrana. Mikið minntistu oft á hvað þetta var gaman og þú samgladdist okkur svo innilega þegar við, næstu kynslóðir þínar, náðum þessu skemmtilega marki. Þú varst alltaf tilbúin að leggja fram hjálparhönd ef þú mögulega gast og vildir alltaf allt fyrir mann gera. Og mikið eldaðir þú góðan mat og fallegan, allar kökur slétt- ar og fullkomnar. Bragðbetri mat er náttúrlega ekki hægt að finna. Og tilfinning þín fyrir matargerð var ótrúleg. Alltaf fullkomið bragð, jafnvel þótt þú hefðir enga lyst var maturinn bragðbesti matur í heimi. Þú gerðir veislur á augabragði, gestir voru varla komnir í hús er borðið var orðið drekkhlaðið. Og ekki þótti þér verra að geta eldað uppáhalds- matinn fyrir mann. Þegar kom að afmælum vildir þú náttúrlega baka fyrir okkur allt sem okkur þótti best, en þá versnaði málið! Það var nefnilega ansi margt sem var best hjá þér. Kökurnar urðu því ærið margar og merkilegar. Límbandakakan stóð auðvitað hæst, dökkur súkkulaðibotn og þykkur eggjahvítusykurmassinn hlaupinn saman í matarlímsbaði. Ummm, gerðist ekki betra … nema, jú sveppasósan á jólunum. Hún náði sömu hæðum! Það var þér líkt að gera bestu sveppasósuna, þótt þér þættu sveppir ógeðslegir. Öllu fórnað og allt fyrir okkur gert. Elsku mamma, ég heyri í fjarska glaðvær hlátrasköll. Bestu þakkir fyrir allt. Starfsfólki í Lundi þakka ég endalausa umhyggju og notaleg- heit. Guðbjörg Viðarsdóttir. Það má segja að kynni okkar Bóelar nái rúmlega 27 ár aftur í tímann þegar ég tengdist Svana- vatnsfólkinu varanlegum bönd- um. Ég man nú ekki nákvæmlega hver fyrstu viðbrögð mín eða hennar voru við þessi fyrstu kynni en miðað við hvernig Bóel var hefur hún örugglega verið mjög forvitin og áhugasöm um þennan verðandi tengdason sinn. Það var ýmislegt lagt á hana Bóel um ævina, sjúkdómar og annað sem skerti lífsgæði hennar, en þrátt fyrir það hafði hún alltaf mjög jákvæða nærveru. Hún bar þann ættarbrag að geta hlegið út í það óendanlega, bæði að öðrum en ekki síst sjálfri sér líka. Það var nefnilega alltaf ákveðin smit- andi lífsgleði í kringum Bóel þeg- ar hún var í stuði og hún hafði ein- lægan áhuga á fólki. Hafði samt sterkar og stundum skondnar skoðanir á því en alltaf áhuga og það stóð ekki í henni að tjá sig um hlutina og stundum hátt. Hún var af þeirri kynslóð sem vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni og ef- laust gerði meira en hún hafði stundum heilsu til. Eflaust hefur líka spilað inn í ákveðin þrjóska og þrautseigja. Það var nefnilega ótrúlega mikil seigla í henni Bóel sem alltaf kom henni til baka, þrátt fyrir misjafnt útlit. Bóel var margt til lista lagt og í dag hefði hún eflaust lagt annað fyrir sig en búskap. Dugnaðar- forkur, hannyrðakona, listakokk- ur, snyrtimenni, dama, stjórn- andi, skemmtikraftur svo eitthvað sé talið. Eftir lifir minning um góða konu sem getur skilið sátt við ævistarfið og afkomendur sína. Hvíl í friði. Jón G. Valgeirsson. Elsku Bóel amma. Ég trúi ekki að sá dagur sé runninn upp að þú sért farin. Þú varst alltaf svo jákvæð og lífsglöð. Þú hafðir alltaf tíma til að tala við mig og koma með góð ráð. Þú varst alltaf dugleg að prjóna á mig nýja vettlinga eða sokka þrátt fyrir að ég ætti heilan hell- ing af þeim. Ég var alltaf jafn ánægð að fá þá enda notaði ég þá mikið. Þú studdir allar mínar hug- myndir þrátt fyrir að aðrir hefðu stundum aðrar skoðanir á þeim. Hvort sem um var að ræða ný föt, snyrtidót eða hárgreiðslu enda vildir þú alltaf sjálf vera fín og í tísku. Þú verður alltaf hjá mér í hjarta. Ég elska þig, amma. Þín Una Bóel. Margar eru góðu minningarn- ar frá Svanavatni, sveitinni minni. Ég var svo heppin að fá að vera „vinnukona“ hjá Viðari og Bóel í nokkur sumur þegar ég var yngri. Að hafa kynnst þeim og lífinu í sveitinni er mér mikils virði. Í sveitinni lærði maður að vinna hin ýmsu verk. Að fara í fjósið var fastur liður, þar aðstoð- uðum við Bóel við mjaltirnar, að moka flórinn og gefa kálfunum. Bóel kenndi krökkunum réttu handtökin. Hún var líka verk- stjórinn yfir heimilisstörfunum, við matseld og bakstur, þvotta og þrif. Bóel var vandvirk og kenndi okkur vönduð vinnubrögð. Ýmislegt gerðum við okkur líka til skemmtunar í sveitinni og tók Bóel virkan þátt í því. Má þar t.d. nefna íþróttaæfingar og þó Bóel tæki ekki beinan þátt var hún hvetjandi á kantinum og gladdist þegar vel gekk. Þá kall- aði hún hátt jáááá og vááá. Það gerði hún líka þegar hún frétti af afrekum krakkanna sinna, á íþróttavellinum og annarsstaðar, hún var alltaf mjög stolt af þeim. Oft bjuggum við til sögur um fólkið á bænum þar sem allir áttu að hugsa upp orð til að fylla inn í. Við kepptumst þá við að koma með frumleg og fyndin orð til að gera söguna skemmtilega. Þarna átti Bóel oft vinninginn. Svo spil- uðum við vist. Keppnisskapið var til staðar hjá Bóel (og fleirum), en alltaf var stutt í hláturinn. Þegar ég hugsa til baka sé ég Bóel fyrir mér í eldhúsinu, oft að elda eða baka, en líka hlæjandi við eldhús- borðið með kaffibolla (glas) og sígó. Kannski að spjalla við Jóa, sem var mættur til að sækja póst- inn og fá sér „tíu“ fyrst hjá Bóel, svo hjá ömmu, eða öfugt. Þetta var góður félagsskapur. Svo eru ýmis atvik minnis- stæð. Eins t.d. þegar Bjarki keypti fyrsta bílinn, þá var við- höfn þegar hann renndi í hlað, eins og um forsetabílinn væri að ræða, og Bóel fagnaði eins og henni var lagið. Og þegar Guð- björg æfði kúluvarpið á stéttinni hjá ömmu, þá stóðu þær í útidyr- unum, amma öðrumegin og Bóel hinumegin, og hvöttu hana áfram með hrópum og köllum. Ég man líka þegar Aðalheiður eignaðist Sunnu, fyrsta barnabarnið, og Bóel kom hlaupandi út og hrópaði hástöfum til okkar yfir hlaðið að það væri kooomin steeelpaaa. Þetta voru sannar gleðistundir. Það var gott að tala við Bóel um allt milli himins og jarðar. Við trúðum hvor annarri fyrir ýmsu. Það mátti treysta henni. Hún sýndi manni alltaf mikinn áhuga og var óspör á hrósin. Bóel hafði óskaplega gaman af söng og dansi. Hún kenndi mér nokkra söngtexta og hún kenndi mér líka að dansa charleston, dans sem kemur sér vel að kunna þegar maður vill slá um sig á dansgólfinu. Bóel var mjög gestrisin. Enda var gestkvæmt á Svanavatni og oft á tíðum margir í mat. Alltaf nóg pláss fyrir alla. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég dvaldi á Svanavatni og fólkið þar, Bóel, Viðar, ömmu, Jóa, Ingibjörgu og alla krakkana, frænkur og frændur sem voru með mér í sveitinni. Hjá Bóel og Viðari leið mér vel. Hún með sína léttu lund, smitandi hlátur og umhyggju, hann með sína yfirvegun, hlýju og húmor. Elsku Bóel, ég þakka fyrir mig, þakka samveruna og vinátt- una alla tíð. Hvíl í friði. Elfa Margrét Ingvadóttir. Lífið getur svo sannarlega ver- ið ósanngjarnt og oftar en ekki er maður óviðbúinn því sem það hef- ur upp á að bjóða. Við systkinin vorum sannarlega slegin þegar við fengum þær fréttir að hún elsku Bóel frænka okkar hefði kvatt þessa jarðvist. Hún sem var manna kátust á ættarmóti að Snotru fyrir skömmu síðan. Við vorum svo lánsöm að kynnast frænku okkar í hennar seinni tíð á dvalarheimilinu Lundi, þar sem við unnum bæði. Bóel tók iðulega á móti manni með breiðu brosi, faðmlagi og jafnvel kossum þegar maður mætti á vaktina og það hreinlega lifnaði yfir henni. Alltaf var það jafn huggulegt að sitja hjá henni í herberginu hennar og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Maður gat svo vel litið á hana sem jafningja. Bóel minnti okkur svo mikið á ömmu okkar, enda var mikill svipur með þeim systr- um. Núna eru þær sameinaðar á ný og geta prjónað saman og fengið sér gott kaffi með sykur- mola. Við erum ævinlega þakklát fyrir þann dýrmæta tíma sem við fengum með Bóel frænku. Minningin lifir um káta og lífs- glaða konu. Takk fyrir okkur – þín ömmusystrabörn, Assa og Dagur Ágústarbörn. Kær mágkona mín og æsku- vinkona, Bóel Ágústsdóttir, er látin. Andlátið bar frekar brátt að og þó það væri vitað að svona gæti farið, hvenær sem var, kom það mér samt á óvart. Maður er aldrei viðbúinn. Við Bóel kynntumst þegar við vorum smástelpur í gegnum for- eldra okkar en þegar fjölskylda hennar flutti að Snotru, sem var næsti bær við Skíðbakka, þá hóf- ust kynni og vinátta okkar fyrir alvöru. Þá var Bóel 9 ára og ég 8 ára. Það var oft glatt á hjalla þeg- ar við Skíðbakkakrakkarnir (austur- og vesturbær) og Snotrukrakkarnir hittust í leik og starfi. Hver man ekki eftir skautaæfingunum á Skíðbakka- vatni og Búðarhólsvatni, eða jóla- boðunum, þar sem allir buðu öll- um og alltaf spilað. Oftast löbbuðum við saman í skólann að Krossi ásamt Vatnshólssystrum og fleiri krökkum úr hverfinu. En lífið hélt áfram og við urð- um unglingar, hún fór í vinnu og ég í skóla, en fórum svo saman á vertíð til Vestmannaeyja. Haust- ið 1957 fórum við Bóel ásamt vin- konum okkar, Rögnu Erlends og Ingu Jónu, á Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni. Það var mikið fjör og mikið gaman. Seinna fórum við Bóel saman til Noregs ásamt sex öðrum skólasystrum og dvöldum þar í viku hjá skólasystur sem þar bjó, mjög skemmtileg ferð og það sem við Bóel gátum hlegið þegar við áttum að fara að sofa. Þannig hef- ur líf okkar tvinnast saman alla tíð og báðar bjuggum við í sveit- inni okkar góðu, Austur-Land- eyjum, í áratugi. Við vorum saman í sauma- klúbbi í yfir 50 ár, mikið unnið, borðað, talað og hlegið. Bóel var lánsöm í sínu einka- lífi, eignaðist góðan mann og myndarleg og góð börn sem eru öll komin með fjölskyldur og vegnar vel í lífinu. En sorgin gleymir engum og þau urðu fyrir því áfalli að missa dreng, nokkurra daga gamlan ár- ið 1966. Bóel var dugnaðarforkur og féll sjaldan verk úr hendi þegar hún hafði heilsu til að vinna en því miður átti hún við heilsubrest að stríða stóran hluta ævinnar. En alltaf var stutt í brosið og hlát- urinn. Við Eyvindur þökkum Bóel samfylgdina og allar góðar og glaðar stundir um leið og við vott- um Viðari og fjölskyldunni allri innilega samúð. Blessuð sé minning Bóelar Ágústsdóttur. Guðrún Aradóttir (Rúna). Bóel Ágústsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og samhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GYÐU MAGNÚSDÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vegamóta V3 fyrir frábæra umönnun og hlýju. Eiríkur Jónsson Bryndís Eiríksdóttir Ólafía J. Eiríksdóttir Hjalti Lúðvíksson Jón Eiríksson Hólmfríður Kristjánsdóttir Magnús Eiríksson Unnur Fanney Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN STELLA BRIEM, Mörkinni, Suðurlandsbraut 58, áður Laugarásvegi 54, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Við þökkum starfsfólki líknardeildar fyrir sérlega hlýlega umönnun og umhyggju. Friðrik Árm. Guðmundsson Rúna Hauksdóttir Hvannberg Pétur Alan Guðmundsson Snorri Örn Guðmundsson Lisa Knutsson Rúna Friðriksdóttir Mattia Pozzi Katrín Stella Briem Friðriksdóttir Maja Snorradóttir Arna Snorradóttir Leo Guðmundur Leif Snorrason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.