Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
✝ Ingi Tryggva-son fæddist á
Litlulaugum í
Reykjadal 14. febr-
úar 1921. Hann lést
á Skógarbrekku,
hjúkrunardeild
Heilbrigðisstofn-
unar Norðurlands
22. ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru Tryggvi Sig-
tryggsson, f. 20.11.
1884, d. 1.12. 1986, bóndi á
Laugabóli í Reykjadal og kona
hans Unnur Sigurjónsdóttir hús-
freyja, f. 13.7. 1896, d. 14.3.
1993, dóttir Sigurjóns Friðjóns-
sonar skálds og alþingismanns.
Systkini Inga; 1) Haukur, f. 5.9.
1922, d. 17.3. 1940; 2) Eysteinn,
f. 19.7. 1924; 3) Ágrímur, f. 16.5.
1926; 4) Kristín, f. 16.7. 1928, d.
28.12. 2017; 5) Helga, f. 26.5.
1930, d. 13.5. 2013; 6) Hjörtur, f.
30.3. 1932, d. 14.8. 1913; 7) Ing-
unn, f. 9.12. 1933, d. 4.11. 2009;
8) Dagur, 21.7. 1937, d. 18.2.
2009; 9) Sveinn, f. 30.1. 1939, d.
18.1. 2003; og 10) Haukur, f.
20.8. 1941.
Þann 17. október 1951 kvænt-
ist Ingi Önnu Septímu Þorsteins-
dóttur, f. 17.10. 1921, d. 22.3.
1986. Foreldrar Önnu voru Þor-
steinn Jóhannsson bóndi í Götu
á Árskógsströnd og kona hans
Helga Einarsdóttir. Ingi og
Anna eignuðust fimm syni; 1)
Haukur Þór vélamaður, f. 24.3.
1952, d. 16. 4. 2018; 2) Tryggvi,
bóndi á Kárhóli og Narfastöð-
um, f. 18.10. 1953, d. 1.8. 1984.
Sonur Tryggva og Sigríðar Guð-
jónsdóttur er Guðjón Þór stýri-
maður, f. 20.4. 1974. Dætur
Tryggva og Ingibjargar Arn-
kelsdóttur eru Brynja Dröfn
hjúkrunarfræðingur, f. 13.2.
1976, og Eyrún Ýr kennari, f.
29.8. 1978. Dóttir Tryggva og
Ingibjargar Ingadóttur er Anna
Birta, f. 23.4. 1985. 3) Þorsteinn
Helgi fyrrverandi útgerðar-
son sinn og tengdadóttur, Unn-
stein og Rósu Ösp, og var þar
skógarbóndi til dánardags. Ingi
var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Reykdæla (síðar Þingeyinga)
1952-1974, starfaði sem for-
stöðumaður upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins 1970-1974 og
forstöðumaður ullar- og skinna-
verkefnis Útflutningsmiðstöðv-
ar iðnaðarins 1978-1980.
Ingi sat í stjórn Sparisjóðs
Reykdæla 1952-1982. Í hrepps-
nefnd Reykdælahrepps 1966-
1974. Í stjórn Sambands ís-
lenskra sparisjóða 1967-1981. Í
stjórn Stéttarsambands bænda
1969-1987, formaður stjórnar-
innar frá 1981-1987. Skipaður
1971 í endurskoðunarnefnd laga
um framleiðsluráð landbúnaðar-
ins o. fl. Í Sexmannanefnd -
verðlagsnefnd landbúnaðarins
1972-1987. Í skólanefnd Héraðs-
skólans á Laugum 1974-1982,
formaður 1974-1978. Í trygg-
ingaráði 1974-1978. Í stjórn
Landverndar 1975-1981. Í
Framleiðsluráði landbúnaðarins
1976-1987, formaður þess frá
1980. Sat á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna 1978. Stjórnar-
formaður Grænmetisverslunar
landbúnaðarins 1980-1987. Í
stjórn Norrænu bændasamtak-
anna 1981-1987. Í stjórn Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins
1982-1990 og í stjórn Fram-
leiðnisjóðs landbúnaðarins
1982-1988. Ingi kom að upp-
byggingu Ferðaþjónustu bænda,
sat þar í stjórn og lengi formað-
ur.
Ingi sat í stjórn kjördæmis-
sambands Framsóknarmanna á
Norðurlandi eystra og gegndi
þar tímabundið formennsku, var
formaður Framsóknarfélags
Reykdæla um skeið og sat í mið-
stjórn Framsóknarflokksins frá
1972. Ingi var varaþingmaður
Framsóknarflokksins 1971-1974
og 1978-1979 og þingmaður
Framsóknarflokksins 1974-
1978.
Jarðsungið verður í dag, 1.
september 2018, frá Einars-
staðakirkju klukkan 14.
maður og fiskverk-
andi, f. 13.10. 1955.
Sonur hans og Guð-
rúnar Bjartmarz
var Brynjar, f. 19.8.
1980, d. 10.10.
2001; 4) Stein-
grímur fram-
kvæmdastjóri í
Hveragerði, f. 3.3.
1960, maki Guðný
Eygló Gunnars-
dóttir. Sonur þeirra
er Fannar Ingi, nemi, f. 7.10.
1998, og börn Eyglóar Guð-
mundur Gunnar Guðnason, f.
18.10. 1980, og Thelma María
Guðnadóttir, f. 27.9. 1983; 5)
Unnsteinn framkvæmdastjóri, f.
16.2. 1966, maki Rósa Ösp Ás-
geirsdóttir. Börn þeirra eru
Anna Karen nemi, f. 16.7. 1997,
og Ásgeir Ingi nemi, f. 22.3.
1999.
Sambýliskona Inga var Unn-
ur Kolbeinsdóttir kennari, f.
27.7. 1922, d. 14.9. 2016.
Ingi ólst upp á Litlulaugum,
en flutti með foreldrum sínum á
nýbýlið Laugaból á níunda ald-
ursári og ólst þar upp í stórum
systkinahóp. Hann stundaði
nám við Héraðsskólann á Laug-
um, tók kennarapróf frá KÍ
1942, viðbótarnám við Kennara-
skólann í Kaupmannahöfn 1946-
1947 og auk þess nám í ensku og
enskum bókmenntum í London
1947-1948.
Ingi stundaði kennslustörf til
1970, lengst af við Héraðsskól-
ann á Laugum. Jafnhliða
kennslu reisti Ingi ásamt Önnu
nýbýlið Kárhól í Reykjadal árið
1954 og stundaði þar búskap
samhliða öðrum störfum, lengst
af með syni sínum Tryggva. Ingi
og Anna héldu einnig heimili í
Reykjavík frá 1971 til dánar-
dægurs Önnu 1986. Árið 1988
hóf Ingi ferðaþjónustubúskap
með dyggri aðstoð Unnar sam-
býliskonu sinnar á Narfastöðum
í sömu sveit, síðar í samvinnu við
Nú er faðir minn genginn á vit
feðra sinna eftir langa og farsæla
ævi. Ég sé ævi hans fyrir mér í
þremur nánast jafn löngum ævi-
skeiðum. Hann tók að sér mörg
verkefni á lífsleiðinni, sem sum-
um við synir hans tókum þátt í.
Og nú í minningunni verður
fyrsta hlutverk mitt stærst og
minnisstæðast. Sparisjóður
Reykdæla hafði aðsetur í „aust-
urherberginu“ á efri hæðinni á
Kárhóli. Rammgerður peninga-
skápurinn og risastórt skrifborð-
ið hafði yfir sér nokkra dulúð í
augum ungs drengs. Þessu her-
bergi bar að sýna sérstaka virð-
ingu.
Og hana upplifði ég ríkulega
endurgoldna, að fá að taka þátt í
uppgjörum og þá sérstaklega
áramótauppgjörinu. Handtrekkt
reiknivélin var ekki afkastamikil
og því heppilegra að lesa saman
strimil og handskráða sjóðbókina
með aðstoðarmanni, og upphefð-
in var mikil fyrir dreng sem
mældi aldur sinn í eins stafs tölu.
Þessar stundir eru mér enn
fimmtíu árum síðar ógleymanleg-
ar.
Í bústörfunum fengum við,
orkumiklir og fljóthuga bræðurn-
ir, útrás sem fullgildir vinnu-
menn svo skjótt sem máttur
leyfði, en máski ekki eftir nú-
tímauppskrift. Eflaust mjög mót-
andi umhverfi og við upplifðum í
engu að við lifðum á útjaðri ver-
aldar.
Nú þegar Kárhólsfjölskyldan
er orðin stærri handan okkar efn-
isheims leitar hugurinn ekki að-
eins til pabba, heldur ekki síður
með honum til bræðra minna
elstu, Hauks og Tryggva, sem
hvorugur nutu langs ævikvölds
og í auðmýkt til móður minnar
Önnu sem af skilyrðislausri ást
og ósérhlífni studdi pabba í
einkalífi og í öllum þeim sam-
félagslegu verkefnum sem hann
hefði ekki einn mátt anna.
Endurkoma pabba í Reykja-
dalinn reyndist honum sérlega
ánægjuleg, kominn á eftirlaun og
búinn að kaupa Narfastaði. Upp-
bygging ferðaþjónustunnar með
Unni og síðar Unnsteini og Rósu
og enn frekar er á leið skógrækt-
in, sem átti hug hans allan allt til
hinsta dags.
Í samvinnu við Bændaskóga
plantaði hann á þremur áratug-
um til dagsins í dag yfir 397 þús-
und trjáplöntum sem nú eru
vöxtulegur skógur þær elstu. Í
ánægjulegri grisjunarferð fyrir
tveimur árum viðurkenndi hann
af hógværð, að hann hefði nú ekki
búist við að sjá sjálfur svona stór
tré í sínum skógi.
En það var ekki aðeins skóg-
ræktin sem gæddi líf pabba á
hans langa ævikvöldi.
Mikil gæfa og gleði fylgdi Unni
Kolbeinsdóttur, sambýliskonu
hans til tæpra þriggja áratuga,
og þau héldu heimili í Reykjavík
fram á vor fyrir tveimur árum.
Þökk sé Unni og hennar fjöl-
skyldu voru veturnir í Reykjavík
fullir menningarviðburða og lífi,
og fyrr en varði var komið vor í
Reykjadal og tími kominn til að
hefjast handa með móður jörð.
Sveitin kæra, yfir öllu þínu
andi drottins vaki nótt sem dag.
Ég vil þar mega halla höfði mínu,
í hljóðri bæn, við fagurt sólarlag.
(Guðmundur Halldórsson.)
Steingrímur.
Ingi var elsti bróðir hennar
mömmu og hefur staðið okkur
nærri allt mitt líf. Þegar ég var að
alast upp var Ingi bóndi á Kár-
hóli í Reykjadal en jafnframt því
sinnti hann ýmsum öðrum störf-
um sem ég tel ekki upp hér. Á
Kárhóli var stórt heimili og alltaf
mikið um að vera. Þar bjuggu
þau hjónin, hann og Anna S. Þor-
steinsdóttir, fimm synir þeirra,
foreldrar Önnu, og vinnufólk.
Þangað fannst mér gaman að
koma.
Alltaf eitthvað að gerast, fólk
að koma og fara því margir áttu
erindi við Inga og frændur mínir
skemmtilegir og uppátækjasam-
ir.
Þegar ég varð fullorðin og
kynntist honum betur kunni ég
alltaf betur og betur að meta
þennan merka mann. Hann var
ótrúlega duglegur, hugurinn allt-
af síungur og ótrúlegt hverju
hann kom í verk. Ingi varð fyrir
tveim þungum áföllum, þá kom-
inn á sjötugsaldur þegar Tryggvi
sonur hans lést 1984, 30 ára að
aldri og tæpum tveim árum
seinna lést
Anna konan hans. Hann tók
þessu af æðruleysi og eftir þetta
skipti hann um starfsvettvang og
eignaðist sambýliskonu til nærri
28 ára, Unni Kolbeinsdóttir sem
varð honum mikils virði. Unnur
lést í september árið 2016. Ingi
byggði upp heilmikla ferðaþjón-
ustu á Narfastöðum í Reykjadal
og stundaði skógrækt af miklum
áhuga og dugnaði þar til yfir
lauk. Ingi var um margt óvenju-
legur maður. Hann var fé-
lagslyndur og hafði mjög gaman
af að segja frá. Þær munu lifa
með okkur áfram, margar af
skemmtilegu sögunum sem hann
sagði.
Hann hafði alltaf framtíðarsýn
og var stöðugt með hugann við
það sem hann ætlaði að gera
næst. Þegar við fórum með hon-
um síðast á „apparatinu“ til að
skoða skógræktina sýndi hann
okkur hvar næst ætti að planta
og hverju ætti að breyta. Hann
var svo áhugasamur að hann gat
varla gefið sér tíma til að fara í
aðgerð á hné þó að það væri orðið
honum til vandræða. Hann fór
svo loks í aðgerðina, kominn á tí-
ræðisaldur. Ingi var glaðvær, og
ótrúlega fróður og gaman að
hlusta á hann rifja upp liðna tíð.
Hann hafði farið víða bæði hér á
landi og erlendis og kynnst ýmsu
bæði í leik og starfi og hafði frá
svo mörgu að segja.
Hann var alltaf góður frændi.
Þegar við keyptum Kárhól af
honum gerði hann allt sem hann
gat til að það gengi vel hjá okkur.
Hann sýndi mér og fjölskyldunni
allri hlýju og nærgætni í gegnum
árin, sem aldrei gleymist. Það er
eiginlega óskiljanlegt að Ingi
skuli vera farinn. Ég held að ég
hafi verið farin að halda að hann
yrði alltaf hér með okkur.
Ingi missti Hauk, elsta son
sinn, skyndilega síðastliðið vor en
því tók hann með æðruleysi eins
og öðru því sem að höndum bar.
Ég veit að hann fór sáttur, þó það
sé ekki langt síðan hann sagðist
gjarnan vilja lifa lengur því enn
langaði hann til að rækta meira.
Honum leið vel á Húsavík og er
fjölskylda hans starfsfólki
sjúkrahússins á Húsavík afar
þakklát fyrir góða umönnun. Ég
kveð þennan kæra frænda minn
með söknuði en jafnframt þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar
og sendi Þorsteini, Steingrími,
Unnsteini og ástvinum öllum,
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Unnur Harðardóttir
Á þessari kveðjustund kemur í
huga þakklæti fyrir að hafa verið
í fjölskyldutengslum við Inga í
um þrjá áratugi. Margt ber að
þakka, m.a. allar áhugaverðuμ
samræðurnar. Hann var hafsjór
af fróðleik og skemmtilegum frá-
sögnum og fylgdist vel með öllum
dægurmálum.
Sérlega gaman var að hlusta á
hann lýsa dvöl sinni og lífskjörum
í Kaupmannahöfn og London á
árunum eftir stríð en þangað
tókst honum að komast, rekinn
áfram af löngun til að afla sér
aukinnar menntunar. Eins var
frásögn hans af því er hann hóf
sitt fyrsta kennslustarf. Hann
þurfti að komast úr Reykjadal
austur á land en sökum veðurs
voru engar samgöngur. Það var
ekki í hans stíl að mæta ekki á
réttum tíma fyrsta daginn í vinn-
una, jafnvel þótt ófært væri.
Vopnaður gönguskíðunum lagði
hann einn af stað yfir Öræfin.
Þessi frásögn af Inga ungum sýn-
ir skýrt þá eiginleika sem voru
áberandi í fari hans; samvisku-
semi og ábyrgðartilfinning en
líka kraftur og þor til að takast á
við krefjandi aðstæður. Því Ingi
var ekki smeykur við að takast á
við ný verkefni og verkefnin voru
ávallt mörg. Það nægði honum
ekki að vera kennari heldur var
hann einnig bóndi á nýbýli. Það
nægði honum heldur ekki að vera
ferðaþjónustubóndi heldur var
hann einnig stórvirkur skóg-
ræktarbóndi. Fyrir nú utan öll
félagsmálin.
Eftir annasama og farsæla
starfsævi, þegar flestir fara að
setjast í helgan stein þá breytti
hann um enn einu sinni, og hellti
sér út í ferðaþjónustu og var einn
helstu frumkvöðla á því sviði á Ís-
landi á þeim tíma. Ég var með
honum fyrstu tvö sumur ferða-
þjónustunnar á Narfastöðum,
það var gott að vinna með honum
og við áttum alltaf, allt fram á síð-
ustu stund, gott spjall um ferða-
mál á Íslandi. Raffaele, sonur
minn, var fjögurra ára þegar
hann kom með mér á Narfastaði
til sumardvalar en hann unni dvöl
sinni þar svo vel að hvert einasta
vor, er skólanum lauk hjá honum
á Ítalíu, vildi hann á Narfastaði
og var þar langt fram á unglings-
ár við leik og síðar störf. Inga er
ég þakklát fyrir þetta og jafnvel
einnig fyrir það að stráksi talaði
hálfgerða norðlensku sín fyrstu
ár.
Skólasystkinin úr Kennara-
skólanum, Ingi og mamma, áttu
góða tíma saman eftir að þau
voru bæði orðin ekkjufólk. Þau
áttu margt sameiginlegt t.d.
áhugann á því að ferðast því ein-
hvern veginn tókst Inga að losa
mömmu við flughræðsluna. Svo
vel að þau fóru m.a. til fjarlægari
heimsálfa eins og Asíu, Afríku,
Norður-Ameríku og víðar. Marg-
oft komu þau og heimsóttu mig
og ég fór með þau um allan Ítal-
íuskagann og þær ferðir renna
seint úr minni því skemmtilegri
ferðafélagar verða vart fundnir.
Atburðir dagsins voru rifjaðir
upp og þá iðulega í bundnu máli.
Sama var um ferðir innanlands,
minnisstæðust er ferð hans með
okkur um Laxárdal og Bárðardal
fyrir örfáum árum, þar sem Ingi
fræddi okkur um menn og mál-
efni sveitanna og hafði engu
gleymt.
Kveðjustundin við Inga, þenn-
an stórhuga, réttsýna og fé-
lagssinnaða framámann, er því
miður runnin upp. Við Raffaele
og Ásmundur þökkum allt og
sendum öllum ættingjum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Guðrún Sigurðardóttir.
Kær félagi og viðskiptavinur
til 30 ára, Ingi á Narfastöðum, er
nú fallinn frá. Samstarf okkar
hefur verið farsælt og ánægju-
legt frá fyrstu tíð. Á þeim tíma er
við kynntumst var alls ekki sjálf-
gefið að bændur hefðu hug á að
hýsa erlenda ferðamenn í híbýl-
um sínum. Þegar eftir því var
leitað var eins og íslenski bónd-
inn vildi vera sjálfstæður, sinn
eiginn herra og of stoltur til að
sinna þjónustustörfum. Þetta átti
ekki við um Inga, hann var víð-
sýnn og veraldarvanur. Hann
hafði að því leyti gott veganesti í
ferðabúskapinn og hafði þor og
þrautseigju til að takast á við nýj-
ungar. Það hefur þó á þessum
tíma varla verið auðvelt fyrir
fyrrverandi formann íslenskra
bændasamtaka að hætta hefð-
bundnum búskap og fara í ferða-
þjónustu.
Það var gaman að fylgjast með
uppbyggingunni á Narfastöðum,
Ingi og Unnur kona hans kunnu
að sníða sér stakk eftir vexti.
Fyrst var fjárhúsinu breytt í
gistiheimili og aðeins fáein her-
bergi í senn. Héldu margir hann
snarruglaðan þegar hann byrjaði
að rífa innan úr fjárhúsinu og þá
á gamalsaldri. Þegar aðsóknin
jókst var hlaðan tekin í gegn og
úr urðu fullkomin hótelherbergi.
Síðast var gamli bærinn í tún-
jaðrinum endurbyggður. Sam-
tímis þessum framkvæmdum var
allt umhverfið bætt og var ætíð
hið smekklegasta. Það var ekki
bara nærumhverfið heima við bæ
sem hann nostraði við heldur
gróðursetti hann um allar trissur
á landareigninni alls um það bil
hálfa milljón trjáplantna. Ingi
var afar stoltur af skóginum sín-
um og naut ég þess oft að sitja
með honum á sexhjólinu um þess-
ar fögru torfærur, nú síðast þeg-
ar hann var 94 ára undir stýri.
Ingi og Unnur voru sérlega góðir
gestgjafar, hann tók á móti hóp-
unum í hlaði, spjallaði gjarnan
við þá í setustofu og veifaði bros-
andi til þeirra í kveðjuskyni. Við
leiðsögumenn og bílstjórar sát-
um oft með Inga í matsalnum í
nokkurskonar kennslustund í
sögu og náttúrufræði: Er brand-
uglan ennþá á sínum stað, verpti
lóan í heimreiðinni í sumar, kom
húsöndin á Brunatjörnina? Í ár-
legum skoðanakönnunum á
gæðamati gististaða hjá erlend-
um gestum okkar voru Narfasta-
ðir iðulega í efstu sætum og eru
enn, því það vill svo vel til að son-
ur og tengdadóttir tóku yfir
reksturinn og hefur tekist að
þróa starfsemina áfram í anda
Inga Tryggvasonar.
Hörður Erlingsson.
reistu í verki
viljans merki, –
vilji er allt sem þarf.
Þessar ljóðlínur úr Íslands-
ljóði Einars Benediktssonar
koma mér í hug þegar ég sest
niður til að minnast vinar míns
Inga Tryggvasonar. Þótt hann
hefði næstum því lifað í heila öld
gekk ellinni ekkert að vinna á
honum, hlaðinn vilja og kjarki og
nýjum eldmóði með blik hug-
sjónanna að leiðarljósi átti hann
margan starfsdag og kom fleiru í
verk en flestir aðrir menn sem ég
þekki.
„Hann bognaði ekki en brotn-
aði í bylnum stóra síðast,“og nú
eru þeir báðir horfnir, hann og
Hafliði Jósteinsson, sem gerðu
garðinn frægan í Skógarbrekku
síðustu árin með söng og sögum
ungmennafélagsmannanna.
Það er gott að minnast Inga
Tryggvasonar, hann var hlýr í
viðmóti, vinfastur og trúr upp-
runa sínum, frændmargur meðal
Þingeyinga og sprottinn úr þeim
jarðvegi hugsjóna- og samvinnu-
manna sem mótuðu hið nýja Ís-
land tuttugustu aldarinnar. Ingi
var fyrst og fremst bóndi og
kennari og hvar sem maður hitti
hann var hann að miðla af þekk-
ingu og reynslu lífs síns. Ingi
hlaut í vöggugjöf góðar gáfur og
mannkosti sem hann ávaxtaði vel
og naut góðrar skólagöngu, bæði
heima og erlendis, sem víkkaði
sjóndeildarhring hans og kenn-
aramenntunin varð honum nota-
drjúg.
Hann fylgdist vel með stefnu
og straumum tímans, naut mikils
trausts meðal samferðamanna
sinna og er það einstakt hvað
hann kom víða við í félagsmálum,
bæði í héraði og á landsvísu, al-
þingismaður kennari og skóla-
stjóri, formaður Stéttarsam-
bands bænda, sparisjóðsstjóri
svo lítið eitt sé nefnt. Hann var
frumkvöðull og brautryðjandi,
brotnaði ekki undan stórum áföll-
um í einkalífi sínu þegar hann
missti konu sína og son á tveggja
ára tímabili, þá kominn á aldur
þeirra sem eru að setjast í helgan
stein.
Egill Skallagrímsson orti sitt
sonatorrek en Ingi tók hins vegar
haka og plóg sér í hönd og hóf
nýja og nýstárlega sókn, flutti sig
að Narfastöðum og gerðist leið-
togi tveggja nýrra búgreina.
Annarsvegar breytti hann fjár-
húsi sonar síns í glæsihótel, lagð-
prúðar ær viku fyrir prúðbúnum
gestum hvaðanæva úr veröldinni.
Ingi var góður gestgjafi og
magnaður sögumaður og hug-
sjónaeldurinn heillaði gestina og
saga lands og þjóðar lá honum
létt á tungu, svo ekki sé talað um
þegar hann tók að lýsa fegurð
landsins. Jafnframt gerðist hann
skógarbóndi tók tvö hundruð
hektara lands undir nytjaskóg,
báðar þessar atvinnugreinar hafa
reynst líf og nýtt tækifæri byggð-
anna. Og það munaði um Inga
sem talsmann þeirra beggja því
enginn leit á það sem atvinnu að
rækta skóg eða selja útlending-
um gistingu fyrir þrjátíu árum
síðan.
Þeir sem áttu þess kost að fara
um skóginn hans Inga munu
seint gleyma þyt laufanna og
bóndanum sem var að bæta og
prýða landið og byggja upp at-
vinnu og lífsstarf komandi kyn-
slóða. Hann unni héraði sínu og
vildi veg landbúnaðarins og
landsbyggðarinnar sem mestan,
hann var góður málsvari, fé-
lagslyndur, umtalsgóður, prýði-
legur ræðumaður, flutti mál sitt
án orðalenginga og kunni þá list
að hitta á kjarna málsins. Hann
talaði gullaldarmál með skýrum
og hreinum rómi Þingeyingsins.
Hvar sem hann var í forystu eða
stýrði umræðu var honum kapps-
mál að hlusta á sjónarmið ann-
arra og að allir væru virkir í
starfinu.
Sagt er að lífsgleðin gefi
mönnum þúsund ráð og opni nýja
vegi og einn daginn stóð Unnur
Kolbeinsdóttir prúðbúin á hlaði
Ingi Tryggvason