Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 40

Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Nýjar vörur Verð 29.000,- Verð 19.400,- Verð 19.400,- Friðrik Sigurbjörnsson, viðskiptastjóri Kynnisferða, á 30 ára af-mæli í dag. Hann hóf störf hjá Kynnisferðum árið 2011 og laukBS-námi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. „Ég sé um samskipti við ferðaskrifstofur í Bretlandi og Bankaríkjunum og ferðast töluvert þangað til að kynna þeim Ísland og halda góðum við- skiptasamböndum.“ Friðrik er Hvergerðingur og hefur verið formaður bæjarráðs þar frá því í vor. Hann byrjaði sem varabæjarfulltrúi 2010 en var síðan bæjarfulltrúi tvö síðustu árin á síðasta kjörtímabili. Hann er einn af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem eru í meirihluta í Hveragerði. „Það er allt fínt að frétta héðan, mikil upbygging er í gangi og ýmislegt áhuavert í farvatninu. Hugmyndir eru um að byggja nýtt hótel hér og við erum að klára deiliskipulag fyrir ný hverfi,“ en um 2.550 manns búa í Hveragerði. Þegar ég er ekki á fundum í pólitíkinni eða vinnunni þá reyni ég að vera með fjölskyldunni og sinna börnunum eins mikið og ég get. Fjöl- skyldan á sumarbústað í Súðavík og við reynum að vera þar eins og við getum yfir sumartímann. Svo er ég að byrja aftur í blaki og ætla að reyna að stunda í vetur. . Eiginkona Friðriks er Sunna Siggeirsdóttir ráðgjafi, börn þeirra eru Sigurbjörn 5 ára og Ragney Þóra 3 ára. „Konan mín verður í vinnunni í dag svo ætli ég geri ekki eitthvað með börnunum og svo fæ ég stórfjölskylduna í mat í kvöld.“ Fjölskyldan Friðrik, Sunna og börn stödd í Skrúði í Dýrafirði í sumar. Formaður bæjar- ráðs í Hveragerði Friðrik Sigurbjörnsson er þrítugur í dag H arald G. Haralds fæddist 1. september 1943 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Miðbæjarskól- anum, Hlíðardalsskóla, lauk lands- prófi frá Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti, stundaði nám við Leik- listarskóla Leikfélags Reykjavíkur og lauk þaðan prófum 1969. Harald söng með ýmsum dans- hljómsveitum frá 1958-64 og byrjaði ferilinn á því að syngja opinberlega á tónleikum aðeins fjórtán ára gam- all. „Það var hálfgert áfall fyrir mig þegar ég stóð allt í einu frammi fyrir fullu húsi af fólki og átti að fara að syngja, en það bráði af mér og mér skilst að ég hafi komist vel frá þessu. Haukur Morthens hafði heyrt af mér því ég hafði komið fram á skólaskemmtun og fékk mig til að syngja á þessum tónleikum í Austurbæjarbíói. Við spiluðum al- vöru rokk eins og Elvis Presley og Little Richard gerðu og ég hreifst af.“ Meðal hljómsveita sem Harald söng með voru unglingahljómsveitin Diskó-Sextett, KK-Sextettinn, Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar, Hljómsveit Finns Eydals og loks Hljómsveit Guðmundar Ingólfs- sonar píanósnillings. Harald var jafnframt verslunar- maður við reiðhjólaverslunina Örn- inn frá því á unglingsárunum og til 1960, starfaði við Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar 1962-65, við Landsbanka Íslands 1965-69, var verslunarmaður í Erninum 1970-75, var framkvæmdastjóri í Erninum 1979-90, var innkaupastjóri fyrir- tækisins 1990-2000 og hefur auk vinnu við ýmis leiklistarstörf stund- að þýðingar og unnið við markaðs- setningu. Harald hefur verið aðstoð- armaður Jóhanns Sigurðssonar útgefanda hjá Saga forlagi frá 2002 við útgáfu og dreifingu fimm binda heildarútgáfu Íslendingasagna og þátta á ensku, dönsku, norsku og sænsku og nú síðast fimm binda Harald G. Haralds, leikari, söngvari og þýðandi – 75 ára Á Þingvöllum Harald og Stefanía stödd við Flosagjá sem Kjarval málaði mynd af og nefndi Fjallamjólk. Hóf listaferilinn fyrir rúmum sextíu árum Afmælisbarnið Harald G. Haralds. Reykjavík Emilía Sóley Gabríelsdóttir fæddist 29. júní 2017 kl. 14.10 á fæðingardeildinni á Landspítalanum við Hringbraut . Hún var 3.960 g og 49 cm við fæðingu. Foreldrar hennar eru Gabríel Þór Sævarsson og Rakel Lind Hafnadóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.