Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 41
heildarútgáfu Íslendingasagna og þátta á íslensku í tilefni aldar- afmælis fullveldis Íslands. Harald var lengst af fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1969-84, leikari hjá LR, Þjóðleik- húsinu og ýmsum öðrum leikhúsum, s.s. Alþýðuleikhúsinu og Kaffileik- húsinu frá 1984, hefur leikið í fjölda útvarpsleikrita, í sjónvarpi og kvik- myndum, stundað talsetningu fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Hann tók þátt í fjölda skemmtana á veg- um Leikfélags Reykjavíkur, í tón- listaruppákomum og í revíum. Hann hefur leikið vel á sjöunda tug sviðshlutverka, m.a., Dátann, í Sögunni af dátanum, eftir Charles Ramuz og Igor Stravinsky; Hemma, í Hemma, eftir Véstein Lúðvíksson; Natan, í Skáld-Rósu, eftir Birgi Sig- urðsson; Garry, í Garry Kvart- milljón, eftir Allan Edwald, Gvendó, í Dúfnaveislunni, eftir Halldór Lax- ness; Magnús í Bræðratungu, í Ís- landsklukkunni, eftir Halldór Lax- ness; sögumanninn, í Blóðbræðrum, eftir Willy Russell; Jason, í Medeu, eftir Evripídes, og Macduff í Mac- beth o.s.frv. „Áhugamálin eru ansi mörg, þar á meðal leiklist, góðar bíómyndir og bækur, allt sem snertir góðar sögur og túlkun á þeim. Svo hlusta ég mik- ið á tónlist, fer oft á tónleika og er með frekar víðfeðman smekk, frá rokki yfir í klassík og allt þar á milli. Til að halda heilsu sæki ég sundstaði og reyni að njóta útiveru eins og ég get og nýt í leiðinni dýralífs og náttúru.“ Fjölskylda Vinkona Haralds er Stefanía Erlingsdóttir, móttökuritari hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, f. 28.6. 1953. Dóttir Haralds er Helga Kristín Haraldsdóttir, f. 24.3. 1968, verk- efnastjóri hjá Jónsson og Le’Macks, búsett í Hafnarfirði, og sonur henn- ar er Óðinn, f. 1.11. 2008. Börn Har- alds og fyrrv. eiginkonu hans, Guð- nýjar Daníelsdóttur, eru Daníel Ágúst Haraldsson, f. 26.8. 1969, tón- listarmaður í Reykjavík, en dóttir hans og Gabrielu Friðriksdóttur listamanns er Daníela, f. 2.12. 1989. Dóttir Daníelu er Una Guðný, f. 13.7. 2007; Sara Haraldsdóttir, f. 17.4. 1971, leikskólakennari í Reykjavík. Dóttir Söru og Jóhanns Arnar Geirdal er Álfrún Freyja, f. 2.11. 2000, og sonur þeirra er Óðinn Örn, f. 9.3. 2006. Dóttir Söru er Margrjet, f. 30.7. 1996. Sonur Har- alds er Georg Haraldsson, f. 8.12. 1976, forstöðumaður viðskiptastýr- ingar hjá Iceland Travel, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Hjördís Jónsdóttir, viðskiptafræðingur og dóttir þeirra er Elísa, f. 6.8. 2011 og synir Jón Sölvi, f. 17.6. 2013 og Ólíver, f. 19.10. 2016. Sonur Georgs og Hjördísar Bjarnþórsdóttur er Róbert Smári, f. 12.3. 2005. Hálfbróðir Haralds, samfeðra, er Grímur Örn Haraldsson, f. 18.12. 1938, vélsmiður í Garðabæ. Alsyst- kini Haralds eru Sólveig Haralds- dóttir Hart, f. 9.2. 1946, húsmóðir í Birmingham á Englandi; Sigríður Haraldsdóttir, f. 23.10. 1947, hús- móðir í Kópavogi. Foreldrar Haralds voru hjónin Haraldur S. Guðmundsson, f. 9.1. 1917, d. 20.9. 1979, stórkaupmaður í Reykjavík, og k.h., Sigurbjörg Bjarnadóttir, f. 20.10. 1924, d. 30.7. 2010, húsmóðir og verslunarmaður. Úr frændgarði Haralds G. Haralds Harald G. Haralds Magndís Jónsdóttir húskona, fráAsparvík í Steingrímsfirði Benedikt Jónatansson sjómaður í Bæ í Steingrímsfirði Magndís Benediktsdóttir húsfreyja í Miklaholtsseli Sigurbjörg Bjarnadóttir húsmóðir og verslunarmaður í Rvík Bjarni Ívarsson b. í Miklaholtsseli, Miklaholtshr., Snæf. Guðný Bjarnadóttir húsfreyja, úr Biskupstungum Ívar Ívarsson b. á Torfastöðum í Grafningi Páll Magnússon alþm. og fv. útvarpsstjóri Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttam. á RÚV Magnína Sveinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Magnús H.Magnússon alþm., ráðherra og bæjarstjóri í Vestmanneyjum Oddur Ívarsson póstmeistari í Hafnarfirði Kristjana Bjarnadóttir húsfr. á Stakkhamri, Miklaholtshr. Guðrún Alexandersdóttir v. skrifstofumaður, bús. í Ólafsvík f Magnús Stefánsson bæjarstjóri Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis og fv. alþm. og ráðherra Friðrik Alexandersson raftæknifr. í Rvík Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leik- og söngkona Sigríður Haraldsdóttir húsmóðir í Kópavogi Haraldur Sigurjónsson kvikmyndagerðarmaður Guðrún Þorfinnsdóttir húsfreyja í Efstabæ í Útskálasókn, Gull. Magnús Eggert Jónsson vinnum. á Seltjarnarnesi, síðar b. á Hlíðarenda í Eskifirði Guðfinna Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Sveinsson verkamaður í Rvík Halldóra Halldórsdóttir húsfr., frá Þjóðólfstungu í Bolungarvík Sveinn Ólafsson bóndi í Þjóðólfstungu, Fossum í Skutulsfirði og síðan í Engidal Haraldur S. Guðmundsson stórkaupmaður í Reykjavík fósturfaðir Haraldar var Harald Gudberg, af dönskum ættum, stofnandi hjólreiðaverslananna Fálkans ogArnarins ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Pétur Stefán Kristjánsson varfæddur á Húsavík 30. júní1924, dáinn 1. september 1990. Foreldrar hans voru Jóhanna Númadóttir og Kristján Pétursson. Stefán lauk námi frá Héraðsskól- anum að Laugum, S-Þing. 1941 og frá Íþróttaskóla Björns Jakobssonar 1942. Þá um haustið hóf Stefán kennslu við Laugarnesskólann í Reykjavík. Árin 1946-1948 stundaði hann nám við Íþróttaháskóla Sví- þjóðar (GCI) Þegar heim kom kenndi Stefán við Laugarnesskólann, Réttarholtsskól- ann og Kennaraskóla Íslands til árs- ins 1965, er hann tók við starfi íþróttafulltrúa Reykjavíkurborgar. Seinni hluta vetrar 1949 kenndi Stefán við ÍKÍ að Laugarvatni skíði, frjálsar íþróttir, handknattleik og fleiri greinar. Hann var með vor- námskeið við skólann til 1956. Um árabil starfaði Stefán hjá Glímufélaginu Ármanni, kenndi þar frjálsar íþróttir, handknattleik og fleiri greinar. Hann var einnig landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum. Stefán æfði fimleika hjá Ármanni og var þar í sýningarflokki. Hann keppti í mörg ár á skíðum, m.a. tvisvar á Ólympíuleikum, Ósló 1952 og Cortina 1956. Árlega stóð hann fyrir vinsælum skíðanámskeiðum fyrir grunnskóla- kennara í Reykjavík í Reykjavík. Stefán átti sæti í þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur á 1.100 ára afmæli Ís- landsbyggðar 1974 og var fram- kvæmdastjóri 200 ára afmælis Reykjavíkur 1986. Stefán var formaður Íþrótta- kennarafélags Íslands 1951-1957, hann sat í stjórn FRÍ 1957-1959 og í stjórn SKÍ 1960-1969, þar af sem formaður í fimm ár. Stefán skrifaði ásamt Þorsteini Einarssyni kennslubók í frjálsum íþróttum árið 1951. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Kristjana Jónsdóttir íþróttakennari og börn þeirra eru Helga, kennari, Jóhanna, sjúkraliði, Anna, læknir, og Stefán, verkfræðingur. Merkir Íslendingar Stefán Kristjánsson Laugardagur 90 ára Elsa Magnúsdóttir Magnús Ágústsson Soffía Pétursdóttir Tómas Kristjánsson 85 ára Ragnheiður Gunnarsdóttir 80 ára Bergþór G. Úlfarsson Erla Guðmundsdóttir Guðjón Jóhannes Jónsson Jón Gunnþórsson Lilja Jónasdóttir Stefán Guðmundsson 75 ára Anna Jóna Óskarsdóttir Árni Björn Steingrímsson Daníel Jónsson Harald G. Haraldsson Hörður Ingimarsson Ófeigur Geirmundsson Sigríður Ása Ólafsdóttir Sigrún Elín Lárusdóttir Sylvía Hrólfsdóttir 70 ára Aðalbjörg K. Valberg Guðmundur Jónsson Gunnar Ingvarsson Ómar Ellertsson Ósk Bergþórsdóttir Sigurlína Ásta Antonsdóttir Stefán V. Jónsson Vilberg Ágústsson 60 ára Brynhildur Káradóttir Erna Ragúels Jóhannsd. Guðrún B. Magnúsdóttir Guðrún B. Vilhjálmsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Helga Konráðsdóttir Margrét Kristín Hreinsd. 50 ára António Guimaraes Martins Birna Björnsdóttir Elín Hauksdóttir Guðbjörg Þóra Snorradóttir Guðmundur I. Bergþórsson Helga Ingibjörg Kristjánsd. Pétur Berg Eggertsson Ragnheiður Ragnarsdóttir Sigurbjörn Eiríksson 40 ára Alfreð Erling Þórðarson Arna Guðný Jónasdóttir Auður Gréta Óskarsdóttir Borgþór Geirsson Egill Páll Egilsson Evert Ingjaldsson Helga Guðrún Henrysdóttir Hildur Halla Gylfadóttir Hilmar Geir Óskarsson Hjörtur Jóhannsson Istribris Karalasingkam Jaroslaw Zenon Jezowski Joao Paulo da Silva Pereira Lina Mazurovic Pétur Hinrik Herbertsson Sara Marti Guðmundsdóttir Sigurbjörn Orri Úlfarsson Tomasz Omelianiuk 30 ára Ása Lind Elíasdóttir Bríet Magnúsdóttir Eydís Arna Sigurbjörnsd. Friðrik Sigurbjörnsson Hjörleifur Guðnason Jón Bragi Einarsson Karwan Ahmed Katrín Ívarsdóttir Kristín Georgsdóttir Lilja Ákadóttir Mjölnir Andersen Sigurjón Friðbjörn Björnss. Sævar Bjarki Guðmundss. Sunnudagur 95 ára Anna Pála Guðmundsdóttir 90 ára Sigurbjörg Bergkvistsdóttir 85 ára Anna Kristjánsdóttir Kristín R. Jakobsdóttir 80 ára Ásthildur Árnadóttir Erna Fríða Berg Guðrún Jóhanna Valberg Jóhanna Magnúsdóttir Lilja G. Ólafsdóttir Waage Nanna Bjarnadóttir Rögnvaldur E. Sigurðsson Steinunn Sveinbjarnard. 75 ára Anna Antoníusdóttir 70 ára Brynhildur Friðriksdóttir Guðmunda Ingibergsdóttir Ingibjörg Marmundsdóttir Jóna Kristín Sigurðardóttir Olav Ómar Kristjánsson Óskar Þór Sigurðsson Ragnheiður Jónasdóttir Sigvaldi Hrafn Jósafatsson Steinunn Egilsdóttir 60 ára Dagný Kaldal Leifsdóttir Einar Hjaltason Einar Long Eiríkur Marteinn Tómasson Ingólfur B. Vilhjálmsson Ingveldur G. Kristinsdóttir María Haraldsdóttir Bender Sumarrós Kr. Jóhannsd. 50 ára Andreas Jacobsen Ásta Dorsett Bjarni Þór Sigurðsson Elfa Rúnarsdóttir Erlingur Sigurðsson Erna Reynisdóttir Helga María Fressmann Karl Helgason Sigurður Gunnar Einarsson Sigurður Þorleifsson Stefnir Skúlason Svanhildur Steinarsdóttir Valgerður Sigtryggsdóttir 40 ára Aminata Conte Chance William Newman Egill Arnar Birgisson Egill Rúnar Erlendsson Einar Svanlaugsson Hanna Lovísa Olsen Ingunn Rós Valdimarsdóttir Kristín Dröfn Halldórsdóttir Margrét Lukka Brynjarsd. Rolandas Lukosevicius Weronika Katarzyna Niemczyk 30 ára Benjamin M. Desvalois Brynja Cassandra Onus Guðbjörn L. Guðmundss. Guðlaug Gylfadóttir Guðmundur P. Gunnlaugss. Guðrún Sif Unnarsdóttir Harpa Stefánsdóttir Helena Kjartansdóttir Hörður Már Kristjánsson Jakob Þór Combs Karen Kjartansdóttir Katrín Birna Smáradóttir Linda Sólrún Jóhannsdóttir Narfi Freyr Narfason Oddur Aron Valdimarsson Ólafur Snorri Ottósson Sandra Ósk Ingvarsdóttir Sigurður Fannar Þormóðss. Steinar Karl Ísleifsson Tryggvi Ólason Til hamingju með daginn ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.