Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Síðasta sýningahelgi í Myndasal og á Vegg Sunnudagur 2.9 Ljóðaupplestur í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudagur 2.9. kl. 14 Ævintýraleg bókverkasmiðja fyrir alla fjölskylduna Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 17.7 - 16.12.2018 ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019 BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu – 18.5. – 31.12.2018 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 15.5. - 15.9.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég veit ekki hvort það er hollt fyrir hátíð að vera ávallt föst í sama farinu. Djassinn er tónlist sem er alltaf sveigjanlegur og í þróun, þannig að við erum að spinna í stíl við tónlistina,“ segir Sunna Gunn- laugs, listrænn stjórnandi Jazzhátíð- ar Reykjavíkur, sem sett verður í 29. sinn á miðvikudag og stendur til sunnudags. „Síðustu ár hefur hátíðin ver- ið haldin í ágúst, en við ákváðum að prófa að færa hátíðina aftur í september í ár, ekki síst sökum þess að mörg stóru nafnanna í djassheiminum taka sér ávallt frí í ágúst.“ Önnur stór breyting í ár felst í því að Jazzhátíð Reykjavíkur flytur sig úr Hörpu og dreifir sér á nokkra staði um borgina. „Virku dagana verða allir tónleikar í Hannesarholti, Iðnó og Tjarnarbíói sem eru í göngufæri hver við annan. Á laug- ardeginum verður þétt dagskrá á Grand hóteli og í gömlu kartöflu- geymslunum í Ártúnsbrekku,“ segir Sunna og bendir á að það sé ekkert launungarmál að dýrt sé að leigja sali Hörpu. „Að mörgu leyti hefur verið frábært að vera í Hörpu, en okkur var farið að langa til að prófa að bjóða upp á tónleika í minni rým- um ásamt því að dreifa okkur betur um borgina.“ Loks bendir Sunna á að breytingar séu einnig gerðar með miðasöluna. „Í ár munum við ekki lengur bjóða upp á hátíðarpassa. Í staðinn verður hægt að kaupa staka miða á alla viðburði hátíðarinnar og í boði eru afsláttarpakkar ef keyptir eru fleiri en fjórir miðar í einu,“ seg- ir Sunna og tekur fram að allir tón- leikar hátíðarinnar verði í kringum 75 mínútur og án hlés. Þrátt fyrir framangreindar breyt- ingar á hátíðinni milli ára er eitt sem ekki breytist og það er að Jazzhátíð Reykjavíkur er ávallt sett með skrúðgöngu sem leggur af stað frá Lucky Records á miðvikudag kl. 17. „Djassgangan er svo skemmtilegt og mikil stemning í kringum hana að við munum aldrei sleppa henni.“ Konur í fararbroddi Að sögn Sunnu verður í ár boðið upp á 22 viðburði, þar af eru sjö út- gáfutónleikar. „Þar af eru fimm út- gáfur í samstarfi við erlent tónlistar- fólk, sem er ákveðið fagnaðarefni. Við höfum náð góðum árangri í að auka hlut kvenna í þessum mjög svo karllæga geira. Í ár eru tvö af fimm atriðum sem hátíðin flytur inn leidd af konum og teljast þær 12 á móti sex karlmönnum. Íslenskar konur eiga einnig sinn skerf en fjórar kon- ur eru í fararbroddi atriða á hátíð- inni,“ segir Sunna. Fyrsta dag hátíðarinnar verður boðið upp á þrenna tónleika og svo skemmtilega vill til að í öllum til- vikum er um útgáfutónleika að ræða. „Píanistinn Agnar Már Magn- ússon fagnar plötunni Hending með norska gítarleikaranum Lage Lund í Hannesarholti kl. 19.30 og 21.30,“ segir Sunna og bendir á að Lund hafi verið í framvarðarsveit New York djasssenunnar um árabil. „Boðið verður upp á tvenna tón- leika í Tjarnarbíói. Á fyrri tónleik- Trompettsnillingur Verneri Pohjola leikur í Tjarnarbíói á fimmtudag. Fáguð Bassaleikarinn Giulia Valle leikur í Tjarnarbíói á fimmtudag. „Erum að spinna í stíl við tónlistina“  Jazzhátíð Reykjavíkur sett í 29. sinn næsta miðvikudag Sunna Gunnlaugs Umdeild stytta af Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta var fjar- lægð í vikunni í Wiesbaden í Þýska- landi þar sem borgarstjóra þótti ekki lengur hægt að tryggja að hún yrði ekki skemmd en til átaka kom milli andstæðinga og stuðnings- manna forsetans á torginu sem hún stóð á. Styttan er gyllt og bendir Er- dogan út í fjarskann og augljóst að um ádeiluverk er að ræða. Styttan var sett upp í tengslum við tvíæring þar í Wiesbaden og hefði ekki staðið þar lengi þegar búið var að skrifa á hana ummæli á borð við „tyrkneski Hitler“ og önnur í þeim dúr og kom síðar til slagsmála. Hulda Rós Guðnadóttir myndlist- arkona tjáir sig um styttuna á Face- book-síðunni Menningarátökin og segir hér áhugavert umræðuefni á ferðinni: „ Sannarlega átök sem vill svo til að tengjast íslensku listasen- unni vegna listamannsins að baki. Athuga að listamaður er ekki nafn- greindur að ósk listamannsins sem vill að fókus fari á verkið sjálft og umræðu í kringum það. Þessi grein er á ensku en þýskir fjölmiðlar eru að ræða þetta fram og til baka og áhrifavaldar á þýsku listasenunni að dreifa tenglum út um alla fésbók. Í ljósi þess að Ísland er nýbúið að skrifa undir fríverslunarsamning við Tyrkland ætti þessi stytta, sem búið er að taka niður, e.t.v. að vera sett upp hér á Íslandinu? E.t.v. færu fjöl- miðlar þá að ræða meira hvað þessi fríverslunarsamningur segir um Ís- land?“ Greinin sem Hulda vísar í er á vef dagblaðsins Guardian og segir frá fyrrnefndum átökum vegna stytt- unnar. Ekki náðist í Huldu í gær og eins og hún greinir frá vill listamað- urinn ekki láta nafns síns getið. Vef- ur breska ríkisútvarpsins segir hins vegar að „listamenn“ hafi gert stytt- una, þ.e. fleiri en einn. Hvort þar eru Íslendingar á ferð fylgir ekki sög- unni, eins og gefur að skilja. „Átök sem tengjast íslensku listasenunni“ AFP Átök Gullstyttan af Erdogan var fjarlægð eftir að kom til átaka. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is President Bongo lætur sér fáttfyrir brjósti brenna og hefursnarað út einkar tilrauna- kenndri tónlist á síðustu misserum. Síðast þegar ég stakk niður penna um þennan mektarmann var það vegna plötunnar Serengeti (2015), margþætt verk sem „gerist“ í samnefndum tan- sanískum þjóð- garði og nýtti forsetinn sér ýmsar brellur til að fanga stemn- inguna þar. Teknó, raf- og nútíma- tónlist; ásláttur, strengir og hrein hljóðlist rann óheft um vitin og þyrl- aði upp myndum í huga manns, hug- rakkt verk og metnaðarfullt og alls ekki gefið – frekar en listamaðurinn sjálfur. Ég átti þó ekki alveg von á þessu nýjasta útspili hans, og á mað- ur þó von á hverju sem er! Nýjasta verkefni hans er langtímaverkefni, mun taka til sjö ára nánar tiltekið, Svaðilför í Bongo og ber það yfirskriftina Les Advent- ures de President Bongo, til heiðurs belgíska ævintýramanninum Tinna, auðvitað. Um er að ræða safn 24 breiðskífna sem koma munu út með reglulegu millibili næstu sjö árin eða svo á vegum Radio Bongo, sem er vefsetur/útgáfa forsetans. Skv. for- setanum (Stephan Stephensen) er „hver breiðskífa helguð tilteknu tón- listarfólki eða sveitum sem hann hef- ur vélað til samstarfs við sig, en hann mun jafnan gegna þar hlutverki list- ræns stjórnanda og framleiðanda“. Hver plata verður eingöngu fram- leidd í 300 eintökum. Þrjár plötur eru þegar komnar út, í mars kom út plata þar sem Stephan snýr upp á tvö lög sveitar- innar Tilbury og í maí kom út sér- stök útgáfa Shed Your Skin, plötu Högna Egilssonar, en President Bongo sá um að upptökustýra form- legu útgáfunni. Útgáfan hér hins vegar, sem heyrir undir LAPB verk- efnið (eins og það er skammstafað) er nokkurs konar „directors cut“ af Shed Your Skin, segir forsetinn þeim sem ritar. Í þessari viku kom svo út þriðja platan, Quadrantes, sem hann vinnur með bassaleikaranum Óttari Sæmundsen (vínyleintak er vænt- anlegt síðar í haust). Stafræna útgáf- an er í fjórum hlutum, fimmtán mín- útur hver, og er ansi hreint magnað, hljóðrænt ferðalag. „Ambient“- skotið og naumhyggjulegt á köflum, dettur í teknógír en er svo rifið ófor- varandis og skyndilega út í afstrakt hljóðlistarpælingar. Stíllega heyrir maður að þetta er maðurinn sem gerði Serengeti og eins og þar, er forsetanum fyrirmunað að sitja á strák sínum. Væntu hins óvænta. Forsetinn fær þá mann og ann- an til aðstoðar en það væri að æra óstöðugan að telja þá alla upp. Það er landsliðskeimur af þessu, en svo ég nefni eitthvað þá sjá Viktor Orri Árnason og Bjarni Frímann Bjarna- son um fiðlur á þessari plötu og ásláttur er í höndum Sigtryggs Bald- urssonar og Ólafs Björns Ólafssonar. » „Ambient“-skotiðog naumhyggjulegt á köflum, dettur í teknó- gír en er svo rifið ófor- varandis og skyndilega út í afstrakt hljóðlistar- pælingar. Nýjasta tónlistarævintýri President Bongo kallast Les Adventures de Presi- dent Bongo 2018 – 2025 og er í formi 24 platna sem út koma á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.