Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Launfyndni er stórkostlegur eiginleiki í fari manna. Ég var minnturrækilega á þetta um liðna helgi þegar tímavél skilaði tvíeykinu Bergs-son og Blöndal heim í eldhús til Þórarins Eldjárns rithöfundar í þætt- inum Veröld sem var í Ríkissjónvarpinu. Þórarinn, sem hlýtur að geta gert tilkall til þess að teljast launfyndnasti maður landsins, hafði þá tínt til alls- kyns eldhúsáhöld sem honum hafa áskotnast gegnum tíðina og eiga það sam- eiginlegt að vera ýmist ónothæf eða að minnsta kosti ekki þörf, eins og eig- andinn orðaði það. Fram kom að söfnun þessara gagnslausu hluta hefur alla tíð fylgt Þórarni og varð óviðráðanleg árátta eftir að hann fór að búa. Tefldi rithöfundurinn meðal annars fram tepokalóðum, skankaskafti (sem er mergjað orð) og ostruhanska. Ég verð að viðurkenna að ég missti þráðinn eftir að Þórarinn setti á sig ostruhanskann enda sigldi ég þá inn í óviðráðanlegt hláturskast. Að því eru vitni. Fyrirbrigðið sem slíkt, ostru- hanski, er þannig lagað ekkert sér- staklega fyndið og drægi Jói á boln- um það fram í sjónvarpinu myndi manni sennilega ekki stökkva bros. En launfyndni Þórarins er svo of- boðsleg; það hvorki dettur né drýp- ur af manninum þegar hann hleður í þessa vitleysu og svipbrigðin eru ná- kvæmlega engin, að maður hrein- lega tárast úr hlátri. Þessa tækni getur ekki nokkur maður lært, hún er meðfædd. Mér er alltaf minnisstætt viðtal sem sá ágæti sjónvarpsmaður Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem hefur yndi af því að hefja sig til flugs, tók við Þórarin vestur í bæ um árið. Sigmundur Ernir gat þess þá, þar sem þeir röltu saman um Gamla kirkjugarðinn, að mig minnir, að Þórarinn væri Svarfdælingur með vestfirsku ívafi. „Er það ekki ákaflega séríslenskt?“ spurði hann síðan og átti væntanlega við hvort það væri ekki sjaldgæf samsetning. Þórarinn lét sér hvergi bregða, enda þótt hann hafi örugglega brosað innra með sér, og svaraði með sinni stóísku hægð: „Tja, ég hygg að það sé alla vega ekki al- gengt í útlöndum.“ Svo röltu þeir áfram. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ostruhanski og skankaskaft Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’En launfyndni Þór-arins er svo ofboðsleg;það hvorki dettur afmanninum né drýpur þegar hann hleður í þessa vitleysu og svipbrigðin eru nákvæmlega engin, að maður hreinlega tár- ast úr hlátri. Þórarinn Eldjárn er áhugamaður um eldhúsáhöld. Brynja Guðmundsdóttir Barnabarnið gisti hjá mér, það var yndislegt. SPURNING DAGSINS Hver var hápunktur vikunnar hjá þér? Dagur Kári Gnarr Sunnudagsmessan í Landakots- kirkju. Thelma Ósk Þrastardóttir Hún Rakel samstarfskonan mín kom aftur í vinnuna. Birgir Guðbergsson Ég fór í bíó. Puppets eitthvað. Hún var fín bara. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert PÉTUR ÖRN GUÐMUNDSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Diskó- veisla á Reykanesi Forsíðumyndina tók Hari Pétur Örn mun spila á tónleikunum Með Diskóblik í Auga í Reykjanesbæ um helgina, en tónleikarnir eru hluti af dagskrá Ljósanætur. Hann er einnig í hljóm- svetinni Dúndurfréttum. Hvar ert þú að spila um helgina? Ég er að spila á tónleikum sem heita Með blik í auga. Þetta eru tónleikar sem fólk í Reykjanesbæ stendur að og hefur gert í nokkur ár, frá því um 2010 held ég. það er alltaf ákveðið þema í hvert skipti og í ár er þemað diskó. Þetta er rosalega stór hópur sem kemur að þessu. Hann heitir Arnór B. Vilbergsson sem er tónlistar- stjóri, svo eru blásarar, slagverksleikari, tveir gít- arleikarar og svo erum við fjórir söngvarar og fleiri bakraddir. Hvar eru tónleikarnir haldnir? Þeir eru haldnir í Andrews Theatre, sem er á gamla Kanasvæðinu í Reykanesbæ. Þetta er alveg frábært hús og fábær tónleikastaður, langt á undan sínum tíma á Íslandi. Áður en það voru almennileg tónleikahús hér í Reykjavík var Andrews Theatre alveg tilbúið að spila í, 500 sæti og frábært sound. Hverju má fólk búast við? Við erum fjögur að syngja þetta, ég, Stefanía Svavars, Jó- hanna Guðrún og Valdimar Guðmunds, og það má búast við miklu fjöri. Við vorum að tala um það, við Valdimar, að þetta er öfugt við venjulega tónleika þar sem er oft of mikið af rólegum lögum og maður þarf að taka nokkur stuðlög til að hressa áhorfendur, en það er eiginlega öf- ugt núna, það er svo mikið af stuðlögum að það þarf eiginlega að gefa fólki smá breik. Þetta verður stans- laus stuðkeyrsla af diskóbombum sem fólk þekkir vel. Hvað tekur svo við hjá þér? Ég er að fara að halda tónleika í Eldborg með hljómsveitinni minni, Dúndurfréttum, 7. september þar sem við ætlum að fagna 50 ára afmæli Led Zep- pelin. Við ætlum að rokka inn í haustið af fullum krafti í Eldborgarsal Hörpu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.