Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Qupperneq 17
„Ég tengi við hana þó að ég hafi aldrei hitt
hana eða neitt þannig. Amma mín og systir
hennar eru mjög duglegar að segja mér sögur
af því hversu yndisleg hún var og mér finnst ég
þurfa að halda heiðri hennar á lofti. Mér finnst
frábært að fá það verkefni,“ segir Gunnhildur
Yrsa.
„Mér finnst hún eiga það skilið að ég heiðri
hana.“
Gunnhildur segist ekki trúuð í hefðbundnum
skilningi en lítur svo á að einhver stærri öfl en
bara mannfólkið hljóti að hafa áhrif á heiminn;
hlutirnir gerist ekki að ástæðulausu. Hún hef-
ur oft þurft að halda fast í þá hugsun á sínum
ferli, enda hefur hún slitið krossband þrisvar
sinnum.
Óviðjafnanlegur andlegur styrkur
Það fer ekki endilega mikið fyrir Gunnhildi ut-
an vallar. Hún er gamansöm og traust vinkona
en lætur almenn lítið fyrir sér fara. Innan vall-
ar neistar keppnisskapið hinsvegar úr aug-
unum á henni. Hún gerir allt til að sigra og er
mikill vinnuhestur: hefur sterka nærveru í
vörninni, er öflug í loftinu og hleypur völlinn
endilangan eftir þörfum.
Michelle Betos, fyrrverandi samherji henn-
ar hjá Vålerenga í Noregi, lýsir henni sem
kvenkyns útgáfu af franska miðjumanninum
Kanté: framlag hennar er ekki alltaf sýnilegt á
tölfræðinni en það er engu að síður gífurlegt.
Það er þó andlegur styrkur Gunnhildar sem
Betos þykir mest til koma, meiðsli sem myndu
binda enda á feril flestra íþróttamanna virðast
hreint ekki hafa áhrif á færni hennar. Svo fór
þó nærri, að sögn Gunnhildar.
„Maður var bara við það að hætta,“ segir
hún blátt áfram, um árið 2005. Hún var þá snú-
in heim, spilaði með Stjörnunni og hafði kom-
ist í U17 landsliðið þegar hún sleit krossband á
hægra hné. Hún tók ár í að ná sér, fór í aðgerð
og daglega til sjúkraþjálfara og komst í U19
árið 2007 en þá sleit hún að nýju, aftur á hægri.
Efasemdaraddirnar komu upp að nýju en
innst inni vissi Gunnhildur að hún myndi aldrei
hætta, þetta var það sem hún vildi gera.
„Þú ert búin að leggja allt þetta á þig,“ sagði
hún sjálfri sér, „af hverju ekki að halda
áfram?!“
Og það gerði hún, staðráðin í að verða enn
betri en áður. Hún sneri aftur til Bandaríkj-
anna og spilaði fyrir Pepperdine-háskóla í
tæpt ár og sú reynsla sannfærði hana um að
hún vildi verða atvinnumaður. Hún varð fyrir-
liði Stjörnunnar og leiddi liðið að sínum fyrsta
Íslandsmeistaratitli árið 2011.
„Við unnum held ég fimm titla á tveimur ár-
um og þá vissi ég strax að ef ég vildi ná lengra
og gera meira þyrfti ég að fara út.
Út fór hún, til Noregs nánar tiltekið, en
hafði ekki spilað lengi þegar ólukkan dundi yf-
ir að nýju. Hún sleit í þriðja skiptið árið 2013, í
þetta skipti á vinstra hné og það aðeins viku
áður en landsliðið kom saman fyrir EM.
„Á tímabili var ég bara … af hverju ég?“
segir hún. Líkamlegu veikindin voru eitt en
það að geta haldið geðheilsunni í gegnum þau
var allt annað. Hún lagði sig alla fram við að
koma eins sterk til baka og hún gat.
„Ég hugsaði bara: stjórnaðu því sem þú
stjórnar og slepptu svo takinu af restinni,“
segir Gunnhildur. „Ég lagði ótrúlega mikla
vinnu á mig og fórnaði miklu en það hefur skil-
að sér í dag.“
Klakarnir í ísteinu hennar eru löngu bráðn-
aðir. Það er eflaust tekið að volgna í sólinni
sem skín viðstöðulaust inn um gluggann, en
hún gefur því lítinn gaum. Aftan á hægri upp-
handlegg glittir í æðruleysisbænina.
„Ég hugsa oft til hennar. ... Það er gott
að eiga hana inni, segir Gunnhildur
Yrsa um frænku sína Gunnhildi Sif, “
sem hefði orðið fyrsta íslenska konan
til að spila á HM hefði hún lifað.
Morgunblaðið/Hari
’Heima og í Noregi er deildinsvo skipt. Efsta liðið er sjaldanað fara að tapa fyrir neðsta liðinuen hérna þarf maður án gríns að
fara í alla leiki hundrað prósent
og ef maður á ekki góðan dag þá
er maður að fara að tapa. Það er
bara ákveðin pressa og maður
þarf að fara í alla leiki eins og
maður sé að fara í landsleik.
Gunnhildur í tölum
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Fædd 28. september 1988
63Hún hefur spilað 63 leiki með A-landsliðinu og skorað níu mörk, þar af
fjögur í undankeppni HM 2019.
Þegar hún spilar með
landsliðinu klæðist hún
treyju númer fi mm.
23
Gunnhildur Yrsa
klæðist treyju númer
23 hjá Utah Royals
og hefur spilað
alla leiki liðsins frá
upphafi til enda,
alls 2.070
mínútur í
23 leikjum.
20Hún á að baki eitt mark og tvær stoðsendingar en 20 lykilsendingar.
67,4Hún hefur unnið 67,4
prósent tæklinga sinna.
62Brotið hefur verið á henni 62 sinnum.
39Sjálf hefur hún hefur verið dæmd brotleg 39 sinnum og hlotið
fjögur gul spjöld en ekkert rautt.
5
2.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17