Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 10
Tónlistarmaður-
inn og þátta-
stjórnandinn Jón
Ragnar Jónsson
var að vonum
ánægður í vikunni
eftir Toskana-brúðkaup litla bróð-
ur, Friðriks Dórs, og Lísu Hafliða-
dóttur. Hann hafði þetta að segja á
Facebook: „Það átti vel við að
brúðkaupið í bestu sögu sem hefur
verið sögð var einfaldlega full-
komið.“
Eva H. Bald-
ursdóttir lög-
fræðingur skrifaði
á Facebook um að
flest leiðandi stór-
fyrirtæki sendi
starfsfólk sitt í núvitundarþjálfun.
„Af hverju? Af því að allar rann-
sóknir sína að starfsfólki líður bet-
ur í vinnunni, það er meiri jákvæðni
og gleði og það er auðveldara að
takast á við flókin og erfið verkefni.
Og það smitar auðvitað út í allt lifið
og samskipti.“
Rithöfundurinn
og þingmaðurinn
Guðmundur
Andri Thorsson
skrifaði á Face-
book: „Ég þurfti að
bregða mér í Costco eftir kattamat.
Alltaf líður mér þar eins og Gúlíver í
Risalandi. Gaman að rölta þar um
og sjá allar þessar risavörur en mér
tekst ekki að venjast því að þurfa að
framvísa skilríkjum við inngöngu og
sæta skoðun á því við útganginn
hvort ég hafi stolið einhverju.“
Veðurstofan varaði við slæmu
veðri á fimmtudagskvöld og hættu
á foktjóni. Einar Bárðarson,
samskiptastjóri Hafnafjarðarbæjar,
tísti daginn eftir óveðrið: „Von-
brigði dagsins; Trampolínið er
ennþá úti í garði!“
AF NETINU
Fyrir nokkrum árum skrifaði égblaðagrein með vangaveltumum framtíð svæðisins um-
hverfis byggingu Ríkisútvarpsins í
Efstaleiti í Reykjavík. Útvarpið
hafði fyrir löngu fengið þetta svæði
til ráðstöfunar og var upphaflega
gert ráð fyrir þremur byggingum.
Ein þeirra átti að vera fyrir sjón-
varpsstarfsemi, önnur fyrir útvarp
og gott ef ein átti ekki að vera fyrir
aðskiljanlega menningarstarfsemi.
Þetta byggi ég á eigin minni en á
þessum tíma sat ég í framkvæmda-
stjórn Ríkisútvarpsins sem formað-
ur Starfsmannafélags Sjónvarps.
Síðan líður tíminn, tæknin, sem
áður hafði gerst sífellt frekari til
rúmsins, tók nú þveröfuga stefnu og
gerðist minni umfangs auk þess sem
efni var í ríkari mæli, eftir því sem
tímar liðu, framleitt utan veggja
stofnunarinnar. Niðurstaðan varð sú
að ein bygging var látin duga fyrir
alla starfsemi Ríkisútvarpsins.
En hvað sem þessari sagnfræði
líður þá var mín hugmynd sú, viðruð
í fyrrnefndri blaðagrein, að á Efsta-
leitisreitnum yrði eins konar klasi
með atvinnustarfsemi sem tengdist
útvarpi og sjónvarpi, svo sem kvik-
myndastúdió, hljóðver, hugsanlega
einhverjir angar lista- og leiklistar-
náms með tilheyrandi kaffihúsum og
annarri afþreyingu. Og síðan má
ekki gleyma því að Borgarleikhúsið
er ekki langt undan. Þetta þótti mér
ríma bærilega
við þá hugsun að
dreifa atvinnu-
starfsemi sem
víðast í eins kon-
ar kjörnum í
borginni.
Eflaust hefur
þetta ekki verið frumleg hugsun,
allavega voru arkitektar og ýmsir
verseraðir í skipulagsfræðum vel
með á nótunum þegar ég ræddi
þetta við þá, engu líkara en þeir
hefðu hugleitt þennan kost vel og
rækilega og væru honum alls ekki
fráhverfir.
En smám saman fór mér að skilj-
ast að þessar vangaveltur voru út í
hött því allt önnur sjónarmið réðu nú
orðið þróun skipulags í borginni. Nú
er spurt hvað fáist mikið fyrir landið.
Hvað eru verktakarnir tilbúnir að
borga? Og síðan er það spurning
hversu langt þeirra fingur nái svo
inn í skipulagsvinnuna. Spyr sá sem
ekki veit en vill vita.
Allavega voru varla önnur sjónar-
mið en þessi brasksjónarmið í boði
fyrir stjórnendur Ríkisútvarpsins
þegar stofnunin var gerð að hluta-
félagi árið 2007 með langan óupp-
gerðan skuldahala og fjárveitingar-
vald múrað fyrir öll skilningarvit.
Átti að selja dreifikerfið, átti að selja
Útvarpshúsið eða átti að selja af-
notaréttinn af lóðum sem stofnunin
hafði yfirráð yfir? Síðasta kostinn
völdu stjórnendir RÚV. Skrúfa
ríkisins var á þumli þeirra þannig að
í samráði við húrrahrópandi Reykja-
víkurborg var ráðist í lóðasölu og
formúlan að sjálfsögðu sú að því
meira, þéttara og hærra sem byggt
yrði, þeim mun betra.
Við þessar aðstæður koma aðrir
valkostir að sjálfsögðu ekki til álita!
Útvarpshúsið er nú að hverfa að
baki Kínamúrum blokkarbygginga
og allt svæðið orðið malbikað út í
eitt.
En þetta er ekkert einsdæmi,
sams konar malbikunarvélar eru að
verki á Austurvelli þessa dagana. Og
það í orðsins fyllstu merkingu. Það
er nefnilega í alvöru byrjað að mal-
bika inn á Austurvöll, inn í sjálft
hjarta borgarinnar. Þarna, af öllum
stöðum, á að
rísa enn eitt
hótelið með til-
heyrandi mal-
biki undir rútur
og leigubíla og
enn meiri um-
ferð.
Ég hef ekki hitt einn einasta mann
sem er þessu hliðhollur. Vel að
merkja þá hef ég ekki rætt við fjár-
festana. Hef hins vegar lesið and-
mæli gegn áformum þeirra um að
malbika og byggja yfir gamla
kirkjugarðinn, sem veit að Aðal-
stræti.
En ef það er nú svo að Alþingi og
Reykjavíkurborg hafa undirgengist
vald verktaka og fjárfesta í skipu-
lagsmálum og þá þvert á almanna-
hagsmuni og almannavilja, hefur þá
ekki eitthvað farið alvarlega úr-
skeiðis? Ég hef trú á að þetta hafi
ekki alltaf verið svona, eða hvað?
Þarf ekki að leiða hið sanna í ljós og
reyna síðan að rétta kúrsinn?
Hvernig væri að taka þetta til rót-
tækrar skoðunar?
Mammon við stýrið á malbik-
unarvél kann ekki góðri lukku að
stýra.
Malbikunarvélarnar
í Efstaleiti og á Austurvelli
’Hvernig væri að takaþetta til róttækrar skoð-unar? Mammon við stýriðá malbikunarvél kann ekki
góðri lukku að stýra.
Morgunblaðið/Valli
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018
VETTVANGUR
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Veldu betri málningu
Ný kynslóð málningarefna
SUPERMATT
Almött þekjandi viðarvörn
Djúp og falleg áferð – ekkert endurkast
Kosta Ríka
Áramótaferð | 28.desember – 10. janúar
Verð frá: 569.900 kr.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
og 12.500 Vildarpunktar.
Á mann m.v. 2 í herbergi
Verð án Vildarpunkta: 579.900 kr.
Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson