Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018
Þ
ótt því sé haldið fram af einhverjum
að sumarið 2018 hafi aldrei komið er
eftirsjá að því eins og öðrum sumr-
um. Kvöldblíðan lognværa á þó iðu-
lega sviðið í september og kyssir
hvern reit, svo of fljótt er að örvænta.
Eitt af því sem gerir sumartíð svo huggunarríka á Ís-
landi er að þessar vikur sem nóttin hverfur úr sólar-
hringnum liggur pólitískur áhugi í dvala. Það tekur
hann tíma að komast á dagskrá þótt fyrstu merki
skammdegis sjáist.
Því var eftirtektarvert að þegar nokkur félög sjálf-
stæðismanna í Reykjavík boðuðu til fundar síðdegis á
fimmtudegi upp í Valhöll skyldi húsið fyllast út úr
dyrum. Úti var slengjandi slagveður og öll bílastæði
tekin um það bil sem fundur hófst, en menn settu und-
ir sig hausinn og flykktust inn.
Strembið fundarefni
Þó var fundarefnið og yfirskrift þess ólíklegt til að
„trekkja,“ og það jafnvel þótt árstíminn hefði verið
upplagðari fyrir pólitík: „Væntanleg innleiðing þriðja
orkumálapakka Evrópusambandsins inn í EES samn-
inginn.“
Það þyrfti að hafa fyrir því að finna óálitlegra
fundarefni en þetta.
Kannski þess vegna hafa einhverjir talið sér óhætt
að læða málinu framhjá þjóðinni kjallaramegin, þótt
líkindi stæðu til þess að embættiskerfið væri að láta
stjórnmálaforystuna brjóta stjórnarskrána.
Embættiskerfið ber enga ábyrgð en stjórnmála-
menn gera það og sjálf stjórnarskráin mælir fyrir um
að þannig skuli það vera.
En fundarsóknin í kjölfar einnar blaðaauglýsingar
samdægurs svarar því til að þessu máli verður ekki
svo auðveldlega svindlað í gegn, þrótt brotaviljinn
virðist óþægilega einbeittur.
Pakkinn opnaður
Fjórir prýðilegir framsögumenn voru á fundinum um
orkumálapakkann. Þeir voru hver með sinn þátt undir
og var það gagnlegt. Um sumt virtist málið flókið en á
daginn kom að það sem skiptir máli var einfalt. Erind-
in voru ítarleg og vönduð og fundarmenn virkir og því
teygðist verulega á fundinum án þess að þynntist á
bekkjunum.
Varla getur nokkur maður sem leitar sér lágmarks-
upplýsinga efast um það að þessi pakki verði færður
inn í íslenska löggjöf og reyndar látinn yfirtaka mikil-
vægan þátt hennar, að óbreyttum stjórnskipunar-
lögum landsins. Það er jafn örðugt að sjá nokkra
ástæðu til þess að þeim sömu stjórnaskipunarlögum
yrði breytt til þess að tryggja framgang þessa máls.
Það gengur hvert sem litið er öndvert á hagsmuni
þjóðarinnar.
Hin raunverulega ástæða
Þótt það hafi aldrei verið viðurkennt upphátt gengur
undarlegur og ógeðfelldur hringlandi um stjórnar-
skrá landsins augljóslega út á það meginatriði að gera
þeim flokkum sem amast mest við íslensku fullveldi
auðveldara að koma því fyrir kattarnef.
Engin skýring hefur hins vegar verið gefin á því af
hverju hver ríkisstjórnin af annarri, þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn leggur til drjúgan stuðning, þótt
hann sé enn fjarri því að hafa náð vopnum sínum, birt-
ist í sífellu með þennan ógeðfellda laumufarþega inn-
anborðs. Þessi kynlegi kækur gerir landsmönnum erf-
iðara en ella að gleyma gönuhlaupi flokksins þegar
hann birtist óvænt og skýringalaust sem björgunar-
hringur Jóhönnu og Steingríms í Icesave. Stór hluti
þáverandi kjósenda flokksins hefur ekki enn fyrir-
gefið þetta og þeim sem öðrum bregður jafnan þegar
glittir í tilþrif af því tagi. Flokkurinn gat aldrei út-
skýrt málatilbúnað sinn, ekki fremur en hitt að hann
reyndist ófær um að afturkalla aðildarumsókn að
ESB, sem þarf aðeins einfalda þingsályktun til. Slík
tillaga var lögð fram og eftir það var fullkomlega óhjá-
kvæmilegt að afgreiða hana. Það var ekki gert þótt
heilt þing væri til þess. Aldrei hefur verið upplýst
hvers vegna flokkurinn hefur staðið að því í fjórum
ríkisstjórnum í röð að gera atlögu að lýðveldis-
stjórnarskránni og það jafnvel eftir að flokksbrotið
sem var áhugasamt um það var horfið úr flokknum.
Skýringarleysið er verst
Fréttir af „formannafundi í Þingvallabæ“ báru allar
með sér að tilgangurinn var ekki annar en sá að læð-
ast aftan að íslensku fullveldi. Og nú virðist þessi
orkupakki orðinn að bögglingi Sjálfstæðisflokksins!
Landsfundur hefur þegar afgreitt málið með þunga.
Það var m.a. gert á sama fundi og núverandi iðnaðar-
ráðherra var kjörinn varaformaður.
Þess vegna er erfitt að horfa upp á þann ráðherra
láta rugla sig í ríminu. Rökin sem helst eru nefnd eru
ekki beysin. „Það myndi eitthvað mjög alvarlegt koma
fyrir ef við hlýðum ekki skrifstofumönnum í Brussel,
eins og við gerum alltaf.“
Þetta var reyndar inntakið í gerningaveðri áróðurs-
ins vegna Icesave.
Og því er gjarnan bætt við að Brusselvaldið gæti
tekið upp á að refsa okkur ef við hlýddum ekki fyrir-
mælum þess.
Eins gott
Það er gleðiefni fyrir þjóðina að útfærsla íslenskrar
landhelgi er ekki í höndunum á stjórnmálamönnum
samtímans. Þá væri línan enn bundin við þrjár mílur.
Því eins og menn muna voru þeir í Evrópu heilmikið á
móti því í hvert eitt sinn og höfðu í hótunum og fylgdu
þeim eftir. Allur er þessi aumingjadómur með miklum
ólíkindum. ESB gæti vissulega samkvæmt samn-
ingnum um Evrópska efnahagssvæðið gripið til „sam-
bærilegra mótvægisákvarðana“ ef Ísland hefði ekki
lögtekið eitthvað í sínar bækur sem því bæri að gera
og hefði ekki málefnalegar ástæður til að hafna.
Á þetta hefur aldrei reynt því að Ísland kyngir jafn-
an öllu. En Brusselliðið, sem litla fólkið í ráðuneyt-
unum umgengst eins og börn umgangast leikskóla-
kennara, hefði enga stöðu til að yggla sig í þessum
efnum. Það á ekki við, eins og hefur legið fyrir frá
fyrsta degi og mátti lesa úr þessum fína fundi í Val-
höll.
ESB er sem stofnun fullkomlega ljóst, eða ætti að
vera það, að Ísland mætti aldrei og myndi aldrei lög-
taka reglugerðir eða tilskipanir sem því væri óheimilt
í stjórnarskrá.
Frá fyrsta degi samningaviðræðna um EES var við-
semjandanum gerð grein fyrir þessari staðreynd.
Ríkisstjórnin fékk vandaðan hóp fræðimanna til að
fara yfir það hvort EES-samningurinn stæðist stjórn-
arskrá, enda hafði í átökum um hann verið fullyrt að
svo væri ekki. Andstæðingarnir nutu lögfræðiað-
stoðar að sínu leyti og fengu þá niðurstöðu að EES-
samningurinn færi út fyrir mörkin sem stjórnarskráin
leyfði. Ríkisstjórnin og aukinn meirihluti Alþingis
féllst hins vegar á það mat sem hin opinbera laga-
nefnd hafði í sinni niðurstöðu. En það fór aldrei á milli
mála og var viðurkennt og ítrekað á fundinum á
fimmtudag að þar var farið að ystu mörkum.
Heildarmyndin skiptir öllu
Á fundinum var á það bent að í mörgum einstökum og
vissulega stundum minniháttar innleiðingum benti
flest til að farið væri út fyrir heimildir stjórnarskrár.
Suma pakka er best
að sleppa því að opna
’
Engin skýring hefur hins vegar verið
gefin á því af hverju hver ríkisstjórnin
af annarri, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
leggur til drjúgan stuðning, þótt hann sé
enn fjarri því að hafa náð vopnum sínum,
birtist í sífellu með þennan ógeðfellda
laumufarþega innanborðs.
Reykjavíkurbréf31.08.18