Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 35
Speglanir, heitir ný ljóðabók Þórs Stefánssonar,fimmtánda frumsamda ljóðabók hans. MeginefniSpeglana er samræða við danska heimspekinginn Søren Kierkegaard en yrkisefni er yfirleitt ýmsar hliðar mannlegrar tilvistar. Þór segir að hryggjarstykkið í bókinni, samræðan við Kierkegaard, sé ort þegar hann fór með konu sinni til Anda- lúsíu í upphafi síðasta árs. „Mig langaði til að söðla um frá tilfinningalegum eða tilfinningasömu ljóðum, í Speglunum kemur félagsfræðin í stað sálfræðinnar, pólitík í stað ein- staklings. Sigurður Þórir, sem er nú alltaf í þessari útgáfu með mér og hannaði kápuna, segir að þetta séu svona hæpn- ar fullyrðingar,“ segir Þór og hlær, „og það er satt hjá hon- um að það er meira fullyrt í ljóðunum en áður og menn taka því eins og þeir vilja. Þetta eru líka óvenjulöng ljóð hjá mér.“ – Það er margt mjög pólitískt í bókinni. „Já, það var meiningin. Ég held þó samt að þetta sé allt eitthvað sem allir geta hreint og beint skrifað undir, það er ekki nein flokkspólitík, það er sátt og jöfnuður sem allir stefna að er það ekki. Að minnsta kosti í kosningaáróðr- inum,“ segir Þór og kímir. – Í einu ljóðinu segir: „Það er rangt að vera ríkur“ og á öðrum stað „Auðsöfnun er mönnum nú til háðungar“. „Það eru ekki margir sem hrifnir eru af auðsöfnun og það má vitna í það sem Matthías Johannessen hefur sagt um græðgisvæðingu. Við erum oft að tala um pólitík eftir flokkum, en ég veit ekki hvaða flokkur er saklaus af því að hafa ýtt undir mis- skiptingu. Hins vegar veit ég ekki heldur hvaða flokkur skrifar ekki undir allt sem ég er að segja.“ – Þannig að fyrir þér er þetta ekki pólitík, þetta eru bara staðreyndir. „Já. Það er þessi mikla misskipting þegar fólk er skilið eftir í vesöld á meðan aðrir skammta sér peninga, það botnar enginn í þessu.“ – Það kemur ekki bara pólitík við sögu í ljóðunum, held- ur varpar þú líka fram ýmsum spurningum eins og: „Hvað ræður gildi bókmenntanna.“ „Hvort er það lesandinn eða höfundurinn, eða eru það viðhorf okkar til höfundarins? Það er í raun allt þetta, en annars á ég ekkert að svara þeim spurningum sem ég varpa fram. Ég hef nú alltaf fjallað um bókmenntir og ljóð og tungumálið í gegnum árin, en í þessari bók kasta ég fram meiningum og þá er það spurningin hvort það séu djúpar meiningar. Þetta er einlæg bók eins og fyrri bækur mínar hafa verið þó að hún fjalli um stærra efni.“ Samræða við Kierkegaard Í nýrri ljóðabók ræðir Þór Stefánsson við Søren Kierkegaard og veltir upp pólitískum staðreyndum — félagsfræðin kemur í stað sálfræði fyrri ljóða. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ljóðskáldið og þýðand- inn Þór Stefánsson. Morgunblaðið/Valli 2.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 22.-28. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Þín eigin saga – BúkollaÆvar Þór Benediktsson 2 Þín eigin saga – Börn LokaÆvar Þór Benediktsson 3 Iceland in a BagÝmsir höfundar 4 Independent PeopleHalldór Laxness 5 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson 6 Focus on Vocabulary 2Diane Schmitt 7 Sumar í litla bakaríinuJenny Colgan 8 Essential Academic Vocabulary Huntley Helen Kalkstein 9 Menschen A1 Arbeitsbuch 10 SyndaflóðKristina Ohlsson 1 Skepnur eru vitlausar í þetta Eyþór Árnason 2 Enn logar jökullMatthías Johannessen 3 Íslensk öndvegisljóðPáll Valsson tók saman 4 Ljóð muna röddSigurður Pálsson 5 Ég skal kveða um eina þigPáll Ólafsson 6 SpeglarnirJón Stefánsson 7 EftirskjálftarÁsdís Ingólfsdóttir 8 Bónus ljóðAndri Snær Magnason 9 Beinabrautin Ingibjörg Helga Steingrímsdóttir 10 HulduljósÞorvarður Hjálmarsson Allar bækur Ljóðabækur Ég hlustaði á viðtal við Steinunni Sigurðardóttur í sumar og hún nefndi bókina Demantstorgið eftir Mercè Rodoreda sem bestu bók sem hún hefði lesið. Ég fór og náði mér í hana og hún er rosa- lega áhugaverð, skrifuð um borgara- styrjöldina á Spáni. Síðan las ég bókina Ítalskir skór eftir Henning Mankell. Ég fékk eig- inlega nóg af Kurt Wallander í denn, en þessi bók er um lækni sem gerir læknamistök, býr eftir það á eyju í sænska skerjagarð- inum og hefur ekki samband við neinn. Eina vetrarnóttina birtist kona með göngugrind. Vel skrifuð og áhugaverð. Síðan er það Sæluvíma Lily King. Mjög skemmtileg og áhugaverð bók. Hún byggist á raunveru- legum atburðum í ævi Margaret Mead og fleiri mannfræðinga sem eru að rann- saka fólk í Nýju Gíneu. ÉG VAR AÐ LESA Inga Jóna Halldórsdóttir Inga Jóna Halldórsdóttir er fjármálastjóri Seljaskóla. Froskur útgáfa sérhæfir sig í útgáfu á teikni- myndabókum og sendir nýverið frá sér fjórar nýjar bækur. Fyrst er að telja bókina Stranda- glópur á krossgötum eftir BeKa, Marko og Maela Cosson. Bókin segir frá Klöru sem er á krossgötum í lífinu, ósátt við sjálfa sig og leit- ar svara. Leitin leiðir hana í helgarferðarhug- leiðslu með hópi af fólki sem hún treystir á að muni breyta lífi hennar. Allt fer þó á annan veg og hún kemst að því að oft leitar fólk langt yfir skammt að svörum við lífsgátum. Auður S. Arndal þýddi. Bókaröð Bruno Dequier um Lúkas hefst með tveimur bindum, bókunum Flautað til leiks og Einvíginu. Söguhetja bókanna er Lúkas, kæru- laus, latur og klaufskur og veit af því. Hann dreymir um það eitt að ganga í augun á Júlíu, einu stúlkunni sem skiptir hann máli. Allt stefn- ir í óefni þegar honum birtist vofan af Daníel, fyrrverandi nema við skóla Lúkasar, sem gerist einkaþjálfari hans í fótbolta, en Daníel er líka að grafast fyrir um það hvað orðið hafi honum að aldurtila. Aníta K. Jónsdóttir þýðir bækurnar Bókaröðin um Valerían og Lorelínu eftir Pierre Christin og Jean- Claude Mézières hefur notið mikillar hylli í Frakklandi í áratugi. Í annarri safnbókinni sem Froskur gefur út um ævintýri þeirra eru þrjú rakin. Í Huldum heimi flækjast þau Valerían og Lorelína í kynjastríð í hinu fjarlæga sólkerfi, í Glímunni um Teknór lenda þau á milli tveggja elda og í þriðju sögunni, Fuglahöfð- ingjanum, komast þau í hann krappan á óþekktu smástirni. Sverrir Örn Björnsson, Hildur Bjarnason og Aníta K. Jónsdóttir þýddu sögurnar. NÝJAR BÆKUR NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.