Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018
MATUR
Lægða-
matur
Hver vill létt kjúklingasalat þegar úti er
stormur? „Enginn“ er góð ágiskun. Hér
eru réttir fyrir lægðir haustsins sem fylla
munna og maga vellíðan.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
800 g úrbeinuð kjúklingalæri
1-2 laukar, fínt skornir
2-3 gulrætur, fínt skornar
2 stk. ferskur grænn chili-pipar
4 hvítlauksrif, kramin
1 dós pinto-baunir
1 dós smjörbaunir
1 dós tómatar
1 msk. chili-duft
1 msk. cumin
1 tsk. þurrkað oregano
1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
Skerðu kjúklingabring-
urnar í bita og settu í lokað
eldfast form, helst úr steypu-
járni, ásamt lauknum, chili-
pipar, hvítlauk, baunum, tóm-
ötum ásamt sósunni af þeim,
maísnum og kryddum. Hrær-
ið öllu vel saman og hitið í
ofni við 180°C í 45 mínútur-
klst. Einnig má nota stóran
pott með loki og láta malla á
hellu. Skreytið með steinselju
og ferskum jalapenjo.
Borið fram með sýrðum
rjóma, nachos-flögum og
snittubrauði.
Yljandi kjúklinga-chili
3 msk. jómfrúarólífuolía
4 hvítlauksrif, fínt skorin
2 dósir af heilum tómötum
2 tsk. oregano
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
¼ tsk. cayanne-pipar
250 g sveppir, gróft sneiddir
400 g chorizo-pylsa, skorin í
bita
1 rúlla mozzarella-ostur (500 g)
200 g ricotta-ostur
1 stk. villisveppa- eða hvít-
lauksostur
1 egg
200 lasagna-plötur eða meira
ef þarf
3 msk. fersk basilíka
Hitið ofninn í 190°C. Mýkið
hvítlauk í 1 msk. af olíu á
pönnu við vægan hita. Sker-
ið tómatana gróft niður og
bætið saman við ásamt saf-
anum af tómötunum og
kryddið.
Hitið upp að suðu og látið
sósuna malla við vægan hita
í um 15-25 mínútur, eða þar
til sósan hefur þykknað.
Skiljið um 200 ml af sósunni
eftir á pönnunni en takið af-
ganginn til hliðar.
Meðan sósan þykknar
skal hita 2 msk. af ólífuolíu
á annarri pönnu og steikja
sveppina þar við vægan
hita, í um 5-7 mínútur.
Blandið þá pylsunni saman
við og látið þetta malla
saman í um 7 mínútur.
Blandið þá sósunni saman
við. Takið ¼ af mozarella-
rúllunni og sneiðið í þunnar
sneiðar. Afganginn skal rífa
í rifjárni. Blandið saman
rifna mozarella-ostinum,
ricotta-ostinum og egginu.
Takið fram lasagnaform,
setjið 2/3 bolla af sósublönd-
unni í botninn, þar næst la-
sagnaplötur, ricotta-blöndu,
svo pylsublönduna. Endur-
takið þetta 2-3 sinnum, eftir
því hvað formið er stórt og
setjið eitt lag af þunnt skorn-
um hvítlauks- eða villi-
sveppaosti einhvers staðar
inn á milli þessara laga.
Setjið álpappír yfir formið
og bakið í 40-45 mínútur.
Fjarlægið þá álpappírinn,
raðið mozzarella-sneið-
unum ofan á og bakið þar til
osturinn er bráðinn, í 10-15
mínútur. Látið standa aðeins
áður en rétturinn er borinn
fram og stráið ferskri basil-
íku yfir.
Lasagna með chorizo-
pylsu og ostum
Pítsu „bruschetta“ með avókadó
DEIG
2,5 dl hveiti
0,9 dl volgt vatn
1 msk. þurrger
1 msk. ólífuolía
½ tsk. salt
OFAN Á
nokkrir dropar jómfrúarolía
örlítið salt
gulir og rauðir litlir tómatar
1 avókadó
jómfrúarolíu yfir og örlitlu
salti.
Skerið avókadóið í ör-
þunnar sneiðar og tóm-
atana sömuleiðis og raðið á
deigið. Setjið vorlauk yfir
og hitið í ofni við 190°C í
um 10 mínútur eða þar til
grænmetið er örlítið gyllt.
Hellið hvítlauksolíu og rist-
uðum furuhnetum yfir áður
en borið er fram.
vorlaukur, gróft skorinn
1 poki furuhnetur, ristaðar
hvítlauksolía
Blandið saman þurr-
efnum. Hrærið gerið upp í
vatninu og blandið saman
við deigið ásamt ólífuolíu.
Fletjið eins þunnt út og
mögulegt er og setjið á
bökunarpappírsklædda
plötu. Dreypið örlítilli