Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 37
Á árunum um og upp úr 1980þóttu fáir piparsveinar íþessum heimi frambæri- legri en Andrés prins, næstelsti son- ur Elísabetar Englandsdrottningar. Huggulegur, sjarmerandi og stór- ættaður. Eðli málsins samkvæmt fór breska pressan, ekki síst sú gula, af hjörunum þegar út spurðist að kapp- inn væri farinn að slá sér upp með ungri leikkonu, Koo Stark að nafni, árið 1981. Papparassar og aðrir rassar fylgdu parinu hvert fótmál milli þess sem blöðin veltu sér upp úr fortíð snótarinnar og komust snemma að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir al- menn huggulegheit, útgeislun og að koma vel fyrir væri Stark ekki nógu fín fyrir prinsinn. Ástæðan var einföld: Hún hafði leikið ung í erótískri kvikmynd, þar sem hún naut meðal annars ásta með annarri konu. Téð mynd heitir Emily og var gerð af leikstjóranum og aðals- manninum Henry Herbert árið 1976 en hann var í senn 17. jarl af Pem- broke og 14. jarl af Montgomery. Ekkert slor! Í sumum heimildum er myndin kennd við klám en oftar er hún þó skilgreind sem „avant garde“. Hvað sem því líður þótti bresku pressunni fullmikið hold sjást í myndinni til að Stark gæti vogað sér að róta í tilfinningalífi flekklauss prinsins sem var í þokka- bót fjórum árum yngri. Það er reyndar kaldhæðni örlag- anna að Emily, sem naut hóflegrar velgengni í kvikmyndahúsum fyrst eftir að hún var frumsýnd, fór á bærilegasta flug upp úr 1980. Skýr- ingin var einföld: Ástarsamband Andrésar og Koo Stark. Heimildum ber saman um að Andrés hafi verið yfir sig hrifinn af Stark en samband þeirra stóð í um tvö ár. Og það sem meira er þá mun hennar hátign hafa kunnað vel við hnyðruna líka. Hlutverkið í Emily á þó að hafa truflað hana lítillega enda þótt ekki liggi fyrir hvort Elísabet og Filippus drottningarmaður hafi nokkurn tíma séð myndina. Þá hefði verið gaman að vera fluga á vegg. Eftir að slitnaði upp úr samband- inu, árið 1983, talaði Stark eins og hún væri laus úr fjötrum. „Athyglin og álagið á mér varð óbærilegt. Þetta var martröð,“ sagði hún í sam- tali við tímaritið Weekly World News árið 1988. Yfirskrift viðtalsins sagði sína sögu: Hinn konunglegi uppsláttur lagði líf mitt í rúst. Það virðast þó hafa verið ytri að- stæður fremur en prinsinn sjálfur sem urðu til þess að sam- bandinu lauk; all- tént virðist áfram hafa verið gott á milli Andrésar og Stark. Þannig varð hann guðfaðir einkadóttur hennar árið 1997. Stark hafði gift sig og skilið í milli- tíðinni. Árið 1988 höfðaði hún mál gegn blaðinu The Mail on Sunday sem hélt því fram að þau Andrés hefðu áfram átti í rómantísku sam- bandi eftir að hún gekk að eiga ljós- myndagalleristann Tim Jeffries fjór- um árum áður. Það vannst. Stark hefur ratað reglulega inn á síður blaðanna gegnum tíðina og ekki er lengra síðan en 2011 að The Daily Telegraph líkti henni við Katr- ínu hertogaynju af Cambridge og gerði því skóna að hefði hún ekki leikið í Emily væri hún í dag her- togaynjan af Jórvík. Sem kunnugt er hlaut önnur kona þá nafnbót, Sarah Ferguson, þegar hún giftist Andrési prinsi árið 1986. Þau skildu áratug síðar. Papparassarnir höfðu víðtækari áhrif á Stark en að því kom að hún snéri vörn sókn – fór sjálf að taka af þeim ljósmyndir. Ljósmyndun hafði um tíma verið áhugamál hjá henni og við áreitið færðist hún öll í auk- ana. Var meira að segja boðið að sýna myndir sínar af papparöss- unum árið 1983. Upp frá því hefur hún alfarið starfað sem ljósmyndari; sótti sér frekari menntun á því sviði, hjá Norman Parkinson, Angus McBean og fleiri og hefur haldið fjölda sýninga og gefið út bækur. Hún notar Leica-vélar og talar um þær sem sína bestu og nánustu vini. Á ýmsu hefur gengið í einkalífinu. Árið 1993 skarst Stark illa á höfði í bílslysi í Lundúnum sem varð til þess að hún leiddi andleg gildi til öndvegis í sínu lífi. Fór meðal ann- ars á fund Dalai Lama og hefur að- hyllst búddisma allar götur síðan. Tíu árum síðar greindist Stark með brjóstakrabbamein og þurfti að und- irgangast brjóstnám og lyfja- meðferð. Náði fullri heilsu á ný. Árið 2007 vann hún mál gegn tímaritinu Zoo Weekly sem hafði kallað hana „klámstjörnu“. Af því til- efni varð henni að orði: „Mér er létt að nafn mitt hafi verið hreinsað af þessum röngu og verulega spillandi ásökunum sem sýnt hefur verið fram á að eiga sér enga stoð í veru- leikanum.“ Koo Stark er 62 ára í dag og býr í Lundúnum. orri@mbl.is HVAÐ VARÐ UM KOO STARK? Erótíkin reyndist dýr AFP Nýleg mynd af Koo Stark. Hún hefur starfað árum saman sem ljósmyndari. Andrés prins þá og nú. Hann þótti mikill kvennaljómi. Koo Stark í hinu al- ræmda hlutverki sínu sem Emily í samnefndri mynd frá árinu 1976. ’Yfirskrift viðtals-ins sagði sínasögu: Hinn konung-legi uppsláttur lagði líf mitt í rúst. 2.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Downton Abbey í bíó SJÓNVARP Leikkonan Emmy Rossum mun yfir- gefa þættina Shameless eftir að níundu seríu þeirra lýkur. Rossum birti opið bréf til aðdáenda sinna á Facebook-síðunni sinni þar sem hún sagðist vita að þeir gætu haldið áfram án sín í bili. Í kjölfarið staðfesti talsmaður þátt- anna ákvörðun hennar en lýsti jafnframt yfir þakklæti yfir frammistöðu hennar til þessa. Þættirnir hófust árið 2011 og byggjast á samnefndum breskum þáttum. Þeir segja frá hinni óreglulegu Gallagher- fjölskyldu en Rossum hefur farið með hlut- verk Fionu Gallagher frá upphafi þáttanna. Yfirgefur Shameless Emmy Rossum KVIKMYNDIR Framleiðsla á væntan- legri kvikmynd byggðri á hinum vin- sælu þáttum Downton Abbey fer nú að hefjast. Þáttunum lauk árið 2015 en fyrr í sumar voru áform um kvik- myndina tilkynnt. Leikararnir sem ráðnir hafa verið eru að hluta úr upp- runalega hópnum. Michelle Dockery, Hugh Bonneville og Joanne Froggatt snúa aftur til leiks, en nýir leikarar eru meðal annars Imelda Staunton sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Dolores Umbridge í Harry Potter- myndunum. Imelda Staunton „Nú vakna ég útsofinn og hv Skúli Sigurðsson Minnkar óþægindi við þvaglá Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Rannsóknir hafa sýnt að með þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur blöðruhálskirtill minnkað töluvert. ™ t íldur“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.