Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2018 Í Omaui, litlu þorpi á suðurströnd Nýja-Sjálands hafa samtökin Environment Southland lagt til að kettir verði bannaðir og að kattaeigendum verði ekki heimilt að fá sér annan kött eftir hinsta dag kattarins sem þeir eiga nú. Ástæða tillögunnar, sem mörgum þykir heldur öfga- kennd, er ekki óbeit á köttum, heldur það að kettir valda dauða milljóna fugla og spendýra á hverju ári og eru sagð- ir ógn við viðkvæm vistkerfi, eins og á Nýja-Sjálandi. Dr. Peter Marra, yfirmaður farfugladeildar Smithsonian- safnsins, er einn þeirra sem styðja tillöguna og segir að þótt kettir séu dásamleg gæludýr eigi ekki að leyfa þeim að ganga lausum úti. Kattaeigendur þurfi að axla ábyrgð á dýrunum sínum og sinna þeim vel heima fyrir, til dæmis með því að leika við þá og hafa þá í ól ef farið er með þá út. Kattaeigendur á Nýja-Sjálandi hafa mótmælt tillögunni og bent á að til dæmis sé mannfólkið ekki minni ógn við umhverfið. Kettir valda dauða millj- óna fugla og spendýra á hverju ári og eru sagðir ógn við viðkvæm vistkerfi. AFP Vilja kettina burt Dr. Peter Marra mælir með því að köttum sé haldið inni og að eigendur leiki við þá og sinni þeim vel. AFP Samtök í þorpinu Omaui á Nýja-Sjálandi vilja banna ketti til að vernda vistkerfið. Fyrir 35 árum síðan, 2. sept- ember 1983, sagði Morgun- blaðið frá úrslitum í hamborg- ara-kappáti sem hafði farið fram helgina áður á Tomma borgur- um. Keppendum var ætlað að borða þrjá hamborgara á sem skemmstum tíma og ekki leit út fyrir að neinn næði að slá met Ara Guðmundssonar, tvöfalds Íslandsmeistara í greininni, sem var 1:02 mínútur. Um það bil sem keppninni var að ljúka ákvað Valgarður Ár- mannsson að taka þátt og náði að sporðrenna hamborgurunum á 57 sekúndum. En Valgarður lét ekki þar við sitja, heldur tók áskorun viðstaddra um að reyna að bæta metið sitt sem hann og gerði með því að borða aðra þrjá hamborgara á 49,2 sek- úndum. Fram kemur í fréttinni að þeir sem á horfðu hefðu varla trúað sínum eigin augum og fagnaðar- látunum hefði aldrei ætlað að linna. Valgarður hefði svo sann- arlega átt verðlaunin skilið. Hann hefði komið inn svangur og blankur en yfirgefið staðinn saddur og tíu þúsund krónum ríkari. GAMLA FRÉTTIN Saddur og sæll Tómas Tómasson og Magnús Kjartansson (kynnir keppninnar) afhenda Valgarði verðlaun fyrir sigur í hamborgara-kappáti árið 1983. Ljósmynd/Þorsteinn Þráinsson ÞRÍFARAR VIKUNNAR Idina Menzel Leikkona María Sigrún Hilmarsdóttir Fréttakona Natasha McElhone Leikkona FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 ● Auka blóðflæði í höfði; ● Slaka á vöðvum í hnakka; ● Bæta öndun með því að slaka á axlasvæði; ● Samhæfa ósjálfráða taugakerfið; ● Slaka á vöðvum í efri hluta kviðar; ● Bæta virkni meltingarkerfisins; ● Bæta blóðflæði í nára. ÖRVUN MEÐ SVÆÐANUDDSINNLEGGI MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ: SLÖKUN OG VELLÍÐAN ENN FLEIRI LIT IR: RAUÐIR, BLÁIR, BLEIKIR, L JÓSIR OG GRÁIR BARA Í BETRA BAKI Með fimm svæða nudd­ innleggi UNDRA nærðu slökun og vellíðan sem dregur úr spennu og örvar blóðflæði. Heilsuinni­ skórnir eru fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir. Fáanlegir í dökkgrárri, ljósri, blárri, bleikri eða rauðri merínóull. Komdu og prófaðu! BYLTINGAKENNT 5 SVÆÐA NUDD- INNLEGG ÚR LEÐRI BYLTING FYRIR ÞREYTTA FÆTUR UNDRI HEILSUINNISKÓR FULLT VERÐ: 7.900 kr. TILBOÐSVERÐ TIL MOGGAKLÚBBSFÉLAGA 5.900 kr. FYRIR FÉLAGA Í MOGGAKLÚBBNUM 25% AFSLÁTTUR FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT NÚNA Á MBL.IS/ÁSKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1000 Áskrifendur Morgun­ blaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Mogga­ klúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.