Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 18
God, grant me the serenity to accept the things I cannot change, courage to change the things I can, and the wisdom to know the difference. 100 prósent atvinnumaður Þegar upp var staðið átti Gunnhildur góðan feril í Noregi. Hún spilaði þar frá 2013 til árs- loka 2017, síðast með Vålerenga sem komst alla leið í úrslit norska bikarsins en laut í lægra haldi gegn Avaldsnes IL. Þá var Gunnhildur tekin að ókyrrast og fyrrnefndur liðsfélagi hennar, Michelle Betos, nýtti tækifærið og minnti hana á það sem hún hafði fyrst staðhæft eftir að hafa aðeins þekkt hana í tvo daga: Gunnhildur myndi blómstra í bandaríska boltanum! Eftir að hafa gert vart við sig fann hún strax fyrir miklum áhuga frá bandarískum þjálf- urum en það þurfti þó aðeins eitt símtal frá Lauru Harvey til að fá hana til að flytjast til Utah. Þrátt fyrir að liðið væri aðeins fimm vikna gamalt er aðstaðan ein sú allra besta sem býðst og gerir Gunnhildi kleift að einbeita sér 100 prósent að atvinnumennskunni. „Þetta er náttúrlega allt öðruvísi bolti hér en er spilaður í Noregi eða bara Evrópu yfir höfuð. Mikill hraði, mikið fram og til baka. Evrópa vill halda boltanum aðeins meir,“ segir Gunn- hildur, og krossleggur hendur. „Ég elska að hlaupa en þegar maður verður eldri vill maður halda boltanum meir. Þjálf- arinn [Harvey] er bresk og hún leggur mikla áherslu á að halda boltanum þannig að ég fíla hvernig við spilum.“ Gunnhildur er samningsbundin til tveggja ára og getur vel séð fyrir sér að dvelja lengur og enda jafnvel ferilinn í Bandaríkjunum. Hún hefur vaxið mikið sem leikmaður á þessum fá- einu mánuðum og það var einmitt markmiðið. Hún vill vera upp á sitt allra besta til að hjálpa Íslandi að komast á HM 2019. „Heima og í Noregi er deildin svo skipt. Efsta liðið er sjaldan að fara að tapa fyrir neðsta liðinu en hérna þarf maður án gríns að fara í alla leiki hundrað prósent og ef maður á ekki góðan dag þá er maður að fara að tapa. Það er bara ákveð- in pressa og maður þarf að fara í alla leiki eins og maður sé að fara í landsleik.“ Finnst maður vera einhvers virði Og talandi um landsleiki: Í dag mætir Ísland Þýskalandi í leik sem gæti komið kvennalands- liðinu á HM í fyrsta skipti í sögunni. Stelp- urnar okkar hafa þó þegar slegið met því í fyrsta skipti er uppselt á leik liðsins. Það eru ekki einu sinni tveir áratugir frá því þær höfðu mest spilað fyrir 500 áhorfendur á Laugardals- velli, sem tekur í dag um 9.800 manns í sæti. Árið 2001 birtist heilsíðu auglýsing í Morg- unblaðinu með yfirskriftinni „Stelpuslagur“ og hópmynd af leikmönnum landsliðsins íklædd- um bikiníum. Þær voru gagnrýndar fyrir að „láta undan kröfum markaðsaflanna“, en fyrir- liðinn Ásthildur Helgadóttir svaraði því til að þrautreynt væri að birta myndir af leik- mönnum í landsliðsgöllunum. „(…) það er bara ekki nóg til að það sé tekið eftir því og geta okkar sé viðurkennd,“ sagði hún í viðtali við Morgunblaðið í september 2001. „Það virðist vera raunin að það þurfi að gera eitthvað róttækt.“ Fyrir sína parta segir Gunnhildur hreinlega ótrúlegt að horfa aftur til þess tíma. „Það sýnir hversu langt kvennaknatt- spyrnan hefur komist á síðustu árum (…) við finnum fyrir stuðningnum og þetta er búið að hjálpa okkur ógeðslega mikið. Þá finnst manni maður vera einhvers virði,“ segir hún. „Við viljum fá fólk á völlinn út frá árangri.“ Hún segir mjög góða stemningu í liðinu nú. Þær hafi fulla trú á verkinu og séu allar á sömu blaðsíðu óháð því hvort þær sitji í stúkunni, á bekknum eða hlaupi innan vallar. „Við erum allar til staðar fyrir hver aðra, það er engin neikvæðni. Okkur langar bara að vinna – okkur langar á HM!“ Gott að eiga Gunnhildi inni Líkt og flesta liðsfélaga sína hefur Gunnhildi dreymt um að fara á heimsmeistaramót frá því að hún var barn en íslenska kvennalands- Gunnhildur Yrsa á marga aðdá- endur hér heima og vestanhafs. Ljósmynd/Roscoe Myrick fyrir Utah Royals Hún lagði hart að sér og ætlaðist til mjög mikils af sjálfri sér. Afrek hennar bentu til þess að hér væri á ferð manneskja með helmingi fleiri ár að baki en raun var á. Sterkustu hughrifin sem við erum skilin eftir með aftur á móti hafa lítið með markmið og áætlanir hennar að gera. Þau hafa lítið með afrek hennar og fjölmörgu hæfileika að gera. Sterkustu hughrifin sem Gunnhildur skildi eftir sig eru nefni- lega þau hvernig hún snart líf hvers og eins okkar. Gunnhildur var stórkostleg manneskja og var góðmennska hennar einstök. Fremur en hæfni hennar til þess að skora mörk minnast félagar hennar úr liðinu þessa sérstaka anda sem fylgdi henni, opnum persónuleika hennar, hvernig hún horfði alltaf beint í augun á manni og hlýja brossins hennar. Allt þetta er ennþá hluti af okkur. Fremur en hæfni hennar til þess að spila á fiðlu minnast fé- lagar hennar úr tónlistinni rólegrar og friðsamrar nærveru hennar. Þau lýsa henni sem andlegum krafti innan hljóm- sveitarinnar og minnast þeirra sterku áhrifa sem hún hafði á hina tónlistar- mennina. Þetta er það sem var sérstakt við Gunnhildi. Þrátt fyrir áætlanir hennar og markmið var það þetta smáa, óáþreif- anlega eins og vinátta, sem skiptu hana mestu máli. Stytt kveðjuorð Laura Sanders, þjálfara Acadia Axewomen, við minningarathöfn 6. desember 1987. Fimmtudaginn 26. nóvember beið Gunnhildur Sif Gylfadóttir bana í hryggi- legum árekstri. Afleiðing þess var sú að Acadia-háskólinn missti einn efnilegasta nemanda sinn, fótboltalið kvenna við skól- ann missti hæfileikaríkasta íþróttamann sinn og Acadia-symfónían missti konsert- meistara sinn. Heimurinn hefur misst skínandi dæmi þess hvaða merkingu það hefur að vera mannlegur og lifandi. En það sem líklegast er sorglegast af öllu er að fjölskylda hennar hefur misst elskulega systur og trygga dóttur. Gunnhildur var gáfuð og hæfileikarík manneskja. Hún var gædd miklum knatt- spyrnuhæfileikum sem urðu þess valdandi að leiðir okkar lágu fyrst saman. Hún hafði meðfædda getu til þess að skora mörk. Það var auðvelt að þjálfa hana og hún var mjög góður nemandi. Þeir sem þekktu hana sem tónlistarmann segja hið sama um næmleika hennar fyrir tónlist. Hún hafði sjaldgæfa náðargáfu til þess að tjá sig í gegnum tónlist. Sjálfsöryggi hennar og eðlislægu foringjahæfileikar voru sérkenni sem höfðu sterk áhrif á meðsystkini henn- ar í tónlistinni og íþróttunum. Gunnhildur var mjög hæfileikarík og hún þekkti verðmæti þessara hæfileika. Snerti líf hvers og eins Gunnhildur Sif Gylfadóttir          Við getum ekki lengur snert Gunnhildi. Samt getum við það á vissan hátt því minningarnar sem hún skildi eftir sig hjá hverjum og einum okkar eru nokkuð sem er mjög sérstakt og mun alltaf fylgja okkur. Nú þegar hún er farin verðum við að varð- veita þessar minningar og á þann hátt munum við öðlast frið. VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.