Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 28
María K. Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði og dósent við Háskólann í Reykjavík (HR), ásamt Hafrúnu Kristjánsdóttur, sál- fræðingi og lektor við HR, og Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, prófessor og sérfræðingi í innkirtla- og efna- skiptasjúkdómum, stjórnar rann- sókn sem verið er að framkvæma meðal íþróttakvenna sem fengið hafa heilahristing. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefnum Ingunnar S. Unnsteinsdóttur Kristensen og Láru Ó. Eggertsdóttur Claessen. Einn hluti rannsóknarinnar felst í að skoða hormónabúskap íþrótta- kvenna sem hafa fengið heilahrist- ing. María segir að tiltölulega nýlega sé farið að skoða vanstarfsemi heila- dinguls, og þar með skertan horm- ónabúskap, sem nokkuð algenga af- leiðingu heilahristings í íþróttum. „Fram að þessu hafa menn nær ein- göngu beint sjónum sínum að körl- um þegar athuguð hafa verið tengsl heilahristings og hormónaskerð- ingar og þótt til séu gögn um konur eru þær mun færri en þeir karlar sem hafa verið rannsakaðir. Það er mikilvægt að rannsaka bæði kynin því oft er talið að konur séu við- kvæmari en karlar fyrir heilahrist- ingi og afleiðingum hans.“ Hún bætir við að það skipti miklu máli að auka þekkingu á heilahrist- ingi, einkennum hans, greiningu og meðhöndlun. „Það myndi koma í veg fyrir að börn sem hafa fengið heilahristing fari á æfingar þar sem þau eru látin skalla bolta og svo framvegis, áður en þau eru búin að jafna sig. Rannsóknir hafa sýnt að börn og ungir íþróttamenn jafna sig hægar eftir heilahristing en þeir sem eldri eru og þola síður að fá annan heilahristing stuttu síðar. Þess vegna eiga börn alltaf að njóta vafans og þess þarf að gæta að þau fari varlega. Þar er ábyrgð þjálfara mikil. Og þá á ég ekki bara við hvað skallabolta í fótbolta varðar, því all- ar hópíþróttir geta leitt til heila- hristings.“ Rannsaka íþróttakonur Rannsókn stendur yfir á áhrifum heilahristings á íþróttakonur. Höfuðáverkar og áhrif þeirra hafa í gegnum tíðina verið minna rannsökuð meðal kvenna en karla. Morgunblaðið/Styrmir Kári Algengasta orsök heilahristings ogalvarlegri heilaáverka er höfuð-högg en jafnvel létt högg, eins og að skalla bolta, getur komið hreyfingu á vefi heilans. Langtímaafleiðingar heilaáverka geta verið höfuðverkur, svimi, þreyta, minnis- og einbeit- ingarerfiðleikar, kvíði og depurð. Þær geta því haft áhrif á flesta þætti daglegs lífs. Sífellt fleiri sérfræðingar vilja banna skallabolta hjá börnum og segja þessi endurteknu högg á höfuðið, sem skalla- boltar eru, geta haft alvarlegar afleið- ingar sem aldrei ganga til baka. Skallaboltar ekki fyrir börn Dr. Jónas G. Halldórsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, segir að skalla- boltar, hvort sem er á æfingum eða í leikjum, séu varasamir fyrir börn. „Börn eru með til- tölulega þunna og við- kvæma höfuðkúpu, sem ver heilann ekki eins vel og höfuðkúpa fullorðinna. Svona skallaboltar geta orðið nokkuð margir á æfingu eða í fótbolta- leik svo þetta safnast upp, þannig að jafnvel þótt höggin séu létt og börnin rotist ekki eða fái einkenni heilahrist- ings, þá er þetta endurtekið áreiti á heil- ann,“ segir Jónas. „Það er alls ekki æski- legt og getur valdið sjúklegum við- brögðum í heilanum og jafnvel skaða, sem hefur áhrif á heilaheilsu, hugræna heilsu og getur valdið þrálátum einkenn- um. Auk þess eru skallaboltar líka álag á hálsinn. Umræðan á undanförnum árum í Bandaríkjunum og víðar hefur verið að banna skallabolta barna, tíu ára og yngri, á æfingum og í leikjum og að tak- marka skallabolta fyrir börn á aldrinum ellefu til þrettán ára. Aðrir vilja ganga enn lengra.“ Bennett Omalu, einn helsti sérfræð- ingur heims í heilaskaða, varð fyrstur til að sýna fram á tengsl heilabilunar við endurtekin höfuðhögg og heilaáverka. Hann mælist til þess að skallaboltar verði bannaðir hjá börnum yngri en átján ára. Fleiri sérfræðingar hafa tekið undir með Omalu og árið 2015 sendi stjórn bandaríska knattspyrnu- sambandsins út þau tilmæli til allra fót- boltafélaga í landinu að banna ætti börn- um yngri en tíu ára að skalla bolta og takmarka slíka bolta við 30 mínútur á viku fyrir börn á aldrinum ellefu til þrettán ára. Sama fyrirkomulag hefur einnig verið til umræðu í Englandi. Endurtekningin verst Jónas segir rannsóknir hafa verið gerðar á hnefaleikurum sem keppa í ólympísk- um hnefaleikum. Þær gefi til kynna að endurtekin höfuðhögg komi starfsemi heilans úr jafnvægi, jafnvel þótt þau séu ekki sérlega þung og valdi ekki skertri meðvitund eða einkennum heilahrist- ings. Vísbendingar um sjúklegar breyt- ingar á starfsemi heilans hafi fundist í mænuvökva hnefaleikamanna að lokinni keppni og voru þær þeim mun meiri eftir því sem keppandi hafði hlotið fleiri höfuðhögg í bardaganum. „Þannig að jafnvel þótt þessi endurteknu högg séu ekkert endilega sérlega þung, þá koma þau starfsemi heilans úr jafnvægi og heilinn þarf að hafa fyrir því að koma á jafnvægi að nýju. Það getur tekið nokk- urn tíma og á meðan getur fólk fundið fyrir aukinni þreytu, úthalds- og einbeit- ingarerfiðleikum og fleiri einkennum.“ Jónas bendir á að börn og unglingar eigi mögulega erfiðara með að sjá tengsl milli áverka og einkenna og kvarti síður, eða á annan hátt, en fullorðnir. Einnig geti metnaður valdið því að þau geri minna úr einkennum en ástæða væri til. Að sögn Jónasar eiga allir á hættu að verða fyrir höfuðhöggi og fá heilahrist- ing, hvort sem er í boltaleik eða við aðrar aðstæður. Sem betur fer þoli heilinn slíkt að ákveðnu marki og fólk nái sér í flest- um tilfellum vel á tiltölulega stuttum tíma. „En eftir því sem höfuðhöggin verða fleiri, og eftir því sem þau verða þyngri, þeim mun meiri líkur eru á að höfuðhögg valdi skaða á heilavef og al- varlegri afleiðingum og einkennum til lengri tíma. Börn eru viðkvæmari fyrir afleiðingum höfuðhöggs og heilaáverka en fullorðnir,“ segir Jónas. Finnst þér þá að það ætti að banna skallabolta alveg hjá börnum? „Já, ég er sammála umræðunni er- lendis um að banna eigi skallabolta í fót- bolta þegar um er að ræða börn og ung- linga, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Höfuðkúpan hefur ekki náð full- um styrkleika. Heilinn er viðkvæmur fyrir þessum endurteknu höfuðhöggum. Og það skortir á líkamlegan styrk, ein- beitingu og færni við að skalla boltann, sem getur skipt verulegu máli.“ Jónas segir að í þessari umræðu megi þó ekki gleyma mikilvægi hreyfingar og íþrótta fyrir þroska og heilsu barna og ungs fólks. „Það þarf hins vegar að leit- ast við að komast hjá meiðslum eins og hægt er og þar er heilinn alls ekki und- anskilinn.“ Engin ákvörðun verið tekin „Þetta snýst allt um að börnin njóti vaf- ans,“ segir Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ. Hann segir enga ákvörðun hafi verið tekna um hvort börnum og unglingum hér á landi verði bannað að nota skallabolta á æfingum og í keppni, líkt og gert hefur verið í Banda- ríkjunum, en segir að KSÍ fylgist vel með umræðunni. „Við bíðum bara átekta. Við vitum að bæði FIFA (Al- þjóða knattspyrnusambandið) og UEFA (Evrópska knattspyrnusambandið) eru að skoða þessi mál. KSÍ er á tánum og ef þessi stóru sambönd koma með nýjar leiðbeiningar um þetta þá förum við klárlega eftir þeim.“ Börnin njóti vafans Höfuðkúpa barna og unglinga er ekki nægilega þroskuð til að þola endurtekin högg og því ætti að banna skallabolta hjá yngri knattspyrnuiðkendum að mati sérfræðings í klínískri taugasálfræði. Bæði FIFA og UEFA skoða nú málið. Fræðslustjóri KSÍ segir lykilatriði að börn njóti vafans. Guðrún Óla Jónsdóttir gudrun@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Jónas G. Halldórsson Afleiðingar heilaáverka, til dæmis höf- uðverkur, þreyta, einbeitingarerf- iðleikar, kvíði og depurð, geta haft áhrif á flesta þætti daglegs lífs út ævina. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018 HEILSA  Jafnvel vægur heilaáverki, svo sem heilahristingur, getur haft í för með sér af- leiðingar til lengri tíma.  Ung börn eru í mestri áhættu að hljóta heilaáverka og fall er algengasta or- sökin. Áverkar tengd- ir leik, íþróttum og umferð verða algeng- ari með aldri.  Börn eru við- kvæmari fyrir afleið- ingum höfuðhöggs og heilaáverka en full- orðnir.  Vægur heilaáverki, svo sem heilahrist- ingur, skömmu eftir annan vægan heila- áverka getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar.  Tíð væg höfuð- högg á stuttu tímabili geta valdið sjúkleg- um breytingum í heila, jafnvel þótt ekki komi fram ein- kenni heilahristings.  Á ári hverju eru meira en eitt þúsund Íslendingar greindir með heilahristing eða alvarlegri heila- áverka. Að auki fá margir heilahristing en leita sér ekki lækn- isaðstoðar. Byggt á doktorsverkefni Jón- asar G. Halldórssonar. Nokkrar staðreyndir um heila- hristing og aðra heila- áverka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.