Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 6
Eftirspurn eftir nýjum flugmönnum 2018-2037 Norður-Ameríka 206.000 Mið-Austurlönd 64.000 Evrópa 146.000 Rússland & Mið-Asía 27.000 Austur-Asía & Eyjaálfa 261.000Afríka 29.000 Suður-Ameríka 57.000 Farþegaflug 635.000 Einkaflug 96.000 Þyrluflug 59.000 Eftirpurn á heimsvísu 790.000 Ótrúlegt en satt, þá jafngildirtala þeirra sem fljúga ár-lega hálfu mannkyninu og fer fjölgandi. Um 7,8 milljarðar flug- farþega munu ferðast um háloftin ár- ið 2036 ef spár ganga eftir. Störfum mun því fjölga í fluggeiranum á næst- unni en erfitt getur verið að manna störf flugmanna. Vantar víða flugmenn Erfitt er að finna nákvæmar tölur yfir fjölda flugmanna í heiminum, en líklega hefur tæplega milljón manns í heiminum í dag leyfi til flugs, og eru þá alls ekki allir með leyfi á breiðþotur. Þar sem sífellt fleiri vilja ferðast um loftin blá, í einkaerindum eða vegna viðskipta, eykst sífellt eftirspurn eftir flug- mönnum. Í dag er skortur á flugmönnum í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Um helmingur núvinnandi flug- manna er af svokallaðri „baby boom“ kynslóð og munu margir þeirra fara á eftirlaun á næsta áratug. Boeing telur að það muni vanta 790.000 nýja flugmenn fram til ársins 2036, þar af vantar 96.000 á einka- flugvélar, samkvæmt nýrri grein á Forbes.com. Airbus hefur líka áhyggjur og telur vanta 450,000 flug- menn fram til ársins 2035. Hvor flug- vélaframleiðandinn reynist sann- spárri er ekki gott að segja en ljóst er að mikill flugmannaskortur blasir við. Boeing telur Asíumarkaðinn þurfa allt að 240.000 nýja flugmenn á næstu tveimur áratugum, samkvæmt nýrri grein á bbc.com. Því gæti verið tilvalið að læra flug (og kínversku) og flytja til Kína. Einnig er talið að þörf verði á flug- virkjum, flugþjónum og öðrum flug- starfsmönnum í Suðaustur-Asíu, Ind- landi og Kína, alls 317.000 fram til ársins 2036. Slegist um besta fólkið Sífellt er meiri eftirspurn eftir flug- mönnum á einkaflugvélar og á þyrl- ur, auk venjulegra farþegavéla og er barist um bestu flugmennina. Bob Seidel, reyndur flugmaður og forstjóri flugfélagsins Alerion Avi- ation, segir að skortur á flugmönnum komi illa við félög sem bjóða upp á viðskiptaferðir á einkavélum. Flug- mennirnir þurfa að vinna á vöktum og þótt boðið sé upp á há laun fyrir flugmenn einkaflugvéla eru margir þeirra að flytja sig yfir til stóru flug- félagana sem bjóða betri laun og meiri fríðindi. „Við erum að keppast um sömu flugmennina,“ segir Seidel. Hertar kröfur lengja námið Árið 2013 voru kröfur til flugprófs hertar til muna og sett var ný regla sem felst í því að flugmenn sem fljúga fyrir stóru flugfélögin þurfa að hafa að baki 1.500 klukkutíma af flug- tímum en áður var krafan 250 tímar. Til þess að öðlast flugstjóraréttindi þarftu þúsund tíma að auki við þessa 1.500. Af þessum sökum tekur lengri tíma að öðlast réttindin en áður. En það vantar ekki einungis flug- menn og áhöfn; það vantar líka nýjar flugvélar til að hýsa alla þessa nýju farþega framtíðarinnar. Talið er að 40% af öllum nýjum vélum sem smíð- aðar verða á næstu árum fari til Asíu. En skortur á flugmönnum gæti sett strik í reikninginn. Vélarnar fljúga sér ekki víst sjálfar þó að þær séu fullkomnar. Flugmaður óskast á breiðþotu Talið er að sex milljónir manna ferðist um háloft- in daglega. Árið 2017 voru flugfarþegar 4,1 millj- arður en líklegt er að sú tala muni nær tvöfaldast á næstu tveimur áratugum. Ljóst er að flugiðn- aðurinn þarf á starfsfólki að halda í framtíðinni. Getty Images/iStockphoto Boeing telur að það muni vanta 790.000 nýja flugmenn fram til ársins 2036. Mesta þörfin verður í Suðaustur-Asíu, Indlandi og Kína. Þeir sem leggja á sig langt flugnám og læra kínversku að auki geta átt von á góðri vinnu í framtíðinni. Heimild/Boeing 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018 ’ Við erum að keppast um sömu flugmennina. Bob Seidel, flugmaður og forstjóri flugfélagsins Alerion Aviation. ERLENT ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR asdis@mbl.is BANDARÍKIN Tíu börn létust í húsbruna í Chicago í Illinois í Bandaríkj- unum á sunnudag. Börnin voru ein heima þegar eldur braust út. Yfi rvöld rannsaka ásakanir um vanrækslu en ekki er enn ljóst hvað olli brunanum. Slökkvi- liðsmenn fundu strax átta lík en tvö ungmenni létust síðar á spítala. Börnin tilheyrðu tveimur fjölskyldum og voru á aldrinum 3 mánaða til 14 ára. KANADA Ísbjörn varð veiðimanni frá inúítaþorpinu Naujaat við Hudson-fl óa í Kanada að bana á miðvikudag og særði tvo félaga hans. Veiðimennirnir voru á báti í leit að hvölum þegar þeir rákust á birnuna og húna hennar. Hinir særðu þurftu að bíða eftir björgun og halda sér vakandi í þrjá sól- arhringa við hlið hins látna félaga síns. Á meðan sveimuðu fl eiri ísbirnir í kringum þá. Ísbjörninn og húnarnir voru drepin eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ísbjörn verður manni að bana í Kanada í sumar. KÍNA Kínversk stjórnvöld tilkynntu á þriðjudag að brátt verða afnumin lög um takmörkun barneigna, en núverandi lög kveða á um að fl est kínversk pör megi aðeins eignast tvö börn. Fram til ársins 2016 mátti hvert par aðeins eignast eitt barn. Stjórnvöld hafa áhyggjur af fólksfækkun og hækkandi meðalaldri íbúanna. Nýju lögin munu að öllum líkindum taka gildi í mars árið 2020 og binda þá enda á afskipti stjórnvalda af fjölskyldustærð. MEXÍKÓ Sjómenn í Oaxaca-héraði í Suður-Mexíkó hafa fund- ið 300 dauðar skjaldbök- ur fastar í netum sínum, aðeins tveimur dögum eftir að 102 skjaldbökur fundust dauðar í Chiapas-héraði sem er stutt frá Oaxaca. Þessi tegund skjaldbakna, Ridley, verpir eggjum sínum á milli maí og september við strendur Mexíkó. Þær eru í útrýmingarhættu. Ekki er ljóst hvort þær drápust við það að lenda í netunum eða voru dauðar fyrir. Bann hefur verið við veiðum á skjaldbökum frá árinu 1990.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.