Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 8
Dómadalshraun og Frostastaðavatn eru tignarleg úr lofti. Frostastaðavatn er eitt af Fram-
vötnunum svokölluðu sunnan Tungnaár. Vatnið liggur í um 570 metrum yfir sjávarmáli og
er stærsta vatnið sem er í nágrenni Landmannalauga. Umhverfi Frostastaðavatns er af-
skaplega fallegt og einkennist helst af hrauni sem umlykur það úr flestum áttum. Frægt var
þegar hin kunna hljómsveit Boney M villtist á þessu svæði og bíllinn bilaði. Heimamenn
tóku stórstirnin upp í sem þökkuðu fyrir sig með englasöng. Þótti bjargvættunum flokkur-
inn syngja vel en fréttu ekki fyrr en seinna að þarna hefði engin önnur en Boney M verið á
ferðinni. Hefur sá hluti afréttarins síðan verið kallaður Boney M heimamanna á milli.
RAX
Morgunblaðið/RAX
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018
Það er merkilegt að sjá hvernig fólk upplifir sig.Besta leiðin til að sjá það er kannski að metahvaða myndir því finnst góðar. Lengi var það
þannig að það kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir
myndatöku hvernig til hafði tekist. Þegar filman kom úr
framköllun. En svo kom stafrænan og svarið birtist
strax.
Sumum er alveg slétt sama hvernig þeir líta út og spá
ekkert í það hvort þeir eru asnalegir á svipinn, hárið á
þeim eins og þeir séu nývaknaðir eða augun hálflokuð.
Á netinu er til töluvert af bjánalegum myndum af mér
og það er ekki útilokað að ástkær eiginkona mín hafi
einhverntímann spurt hvort ég hafi í alvöru ekki séð að
það væri verið að taka mynd af mér.
Aðrir eru með stífa standarda og birta ekkert fyrr en
rétta myndin hefur verið tekin. Fletta með áhyggjusvip
í gegnum mynd eftir mynd (sem öðru fólki finnst eigin-
lega alveg eins) þartil ein finnst sem hægt er að nota.
Fyrst sáum við þessa tilhneigingu aðallega á samfélags-
miðlum en nú hefur þetta teygt sig inn á hefðbundnari
fjölmiðla.
Hér áður fyrr, þegar sagðar voru fréttir af fólki, var
yfirleitt sendur ljósmyndari. Hann smellti af nokkrum
myndum og svo var bara ein af þeim notuð. Það var
venjulega ekki þannig að viðfangsefnið hefði mikið um
það að segja. Þessar myndir voru þess eðlis að maður
gat áttað sig á því hver þetta var og hvernig hann leit
út. Stundum hafði maður á tilfinningunni að viðkomandi
hefði reyndar valið staðinn og til dæmis reynt að vera
sérstaklega gáfulegur með því að hafa stóran bókaskáp
fyrir aftan sig.
Svo kom netið og niðurskurður í fjölmiðlum og nú er
mjög oft spurt hvort viðkomandi eigi ekki einhverja
mynd af sér sem hann geti sent. Það leysir náttúrlega
nokkuð mörg vandamál. Sparar tíma, tryggir að sá sem
er á myndinni sé sáttur og gerir lífið allt einfaldara.
Það skemmtilega við þessar myndir er að þær segja
svo oft dálitla sögu. Þær sýna vissulega hvernig viðkom-
andi lítur út, en líka hvernig hann upplifir sjálfan sig og
af hvaða eiginleikum hann er stoltastur. Annars virðist
myndatakan yfirleitt byggjast á sérstakri tækni sem ég
sé að margir hafa náð að fullkomna. Taka myndina nið-
ur á við, alls ekki upp (undirhökur eru víst ekki eftir-
sóknarverðar), teygja hálsinn, halla höfðinu aðeins fram,
setja stút á munninn, lyfta brúnum og öll hin trikkin.
Og náttúrlega hugsa um lýsinguna og nota réttan filter.
En svo er það pæling hversu vel þessar myndir eiga
við. Það er til dæmis undarlegt að skrifa grein eða vera
í viðtali um eitthvað áríðandi og merkilegt og nota með
sjálfu sem tekin er á klósetti á djamminu. Jafnvel þótt
viðkomandi hafi verið
í rífandi stuði, óum-
deilanlega að eigin
mati upp á sitt besta
og hafi náð að vera
allt í senn hissa, feg-
inn, slakur og spennt-
ur. Allt á einni mynd.
(Í raun er svolítið
fyndin pæling að
myndefnið sé hissa,
svona í ljósi þess að myndin er sjálfa.)
Mér verður hugsað til vina minna, ljósmyndaranna,
sem færu að taka mynd af einhverjum sem gengi í
gegnum allar þessar serimóníur. Ég sé þá fyrir mér líta
yfir myndavélina og segja af þessari yfirvegun sem ein-
kennir ljósmyndara: Jæja. Eigum við þá núna að taka
eina eðlilega?“
Sjálfsmyndin
’Á netinu er til töluvert afbjánalegum myndum af mérog það er ekki útilokað að ástkæreiginkona mín hafi einhverntím-
ann spurt hvort ég hafi í alvöru
ekki séð að það væri verið að taka
mynd af mér.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is