Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 19
liðið hefur aldrei komist eins nálægt tak- markinu og nú. „[Draumurinn er] nær en hann hefur nokk- urn tíma verið og í okkar höndum, sem ég elska,“ segir hún. „Ef við klárum okkar erum við að fara á HM og auðvitað situr þá Gunn- hildur í mér.“ Gunnhildur Sif varð ekki fyrsti Íslending- urinn til að keppa á heimsmeistaramóti í knattspyrnu, en arfleifð hennar er drjúg. Acadia-háskólinn veitir árlega tvo styrki í hennar nafni auk þess sem stærsta kvenna- knattspyrnumót Austur-Kanada, Gunn Bald- ursson Memorial Women’s Soccer Tourna- ment, fagnaði 30 ára afmæli sínu í fyrra. Þannig lifir nafn hennar áfram vestanhafs en hennar mikilvægasta arfleifð á Íslandi, utan minninga meðal fjölskyldu og vina, býr í brjósti nöfnu hennar. „Ég hugsa oft til hennar og þegar maður á slæman dag hugsar maður: „Nei – þú ræður hugarfarinu þínu. Þú ert ennþá að spila, þú getur ennþá hlaupið og njóttu þess.“ (…) Hún styrkir mann,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Það er gott að eiga hana inni.“ Hún vill gera það sama fyrir yngri kynslóð- ina, vera fyrirmynd. Hún vill hvetja unga leik- menn til að elta atvinnumennskuna og að þeir viti að aðstæður líkt og þær sem Utah Royals býður upp á finnist úti í hinum stóra heimi. „Ef ég get ýtt einni stelpu í að elta drauma sína þá er þetta þess virði – hvort sem það er í fótbolta eða að verða lögfræðingur,“ segir Gunnhildur áður en hún stendur upp og hverf- ur af loftkældu kaffihúsinu út í bræðandi sól- ina yfir Salt Lake City. „Ef maður nær bara að „inspire-a“ eina manneskju til að sækjast eftir því sem hún vill, þá er þetta allt þess virði.“ Gunnhildur Yrsa er lykilleik- maður með Utah Royals og hefur leikið hvern einasta leik með liðinu á tímabilinu. Ljósmynd/Roscoe Myrick fyrir Utah Royals ’Við erum allar til staðar fyrirhver aðra, það er engin nei-kvæðini. Okkur langar bar aðvinna - okkur langar á HM! Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða báðar í liðinu á móti Þjóðverjum á Laugardalsvelli í dag laugardag í slagnum um sæti á HM . Ljósmynd/Pavel Jirik 2.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.