Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Blaðsíða 26
Margir láta sig dreyma umfrí á suðrænum eyjum,flatmaga í sólinni með
svalandi drykk, en sjaldan innihalda
slíkir dagdraumar um suðrænar
eyjur mörgæsir. Falklandseyjar eru
eyjaklasi í Suður-Atlantshafi og
heldur sunnar en flestir eiga að
venjast. Klasinn er austan stranda
Argentínu, rúmlega 13 þúsund kíló-
metra frá Íslandi. Eyjarnar hafa
skapað sér nafn sem heimili ein-
staks dýralífs og stórbrotinnar
ómengaðrar náttúru og hafa verið
vinsæll ferðamannastaður fyrir æv-
intýragjarna. Þessar myndrænu
eyjar eru í senn framandi og kunn-
uglegar, þar sem þær eru hluti af
bresku yfirráðasvæði og bresk
menning, í bland við suðurameríska
menningu, er ríkjandi á eyjunum.
Langferðin þess virði
Til að komast til Falklandseyja þarf
annaðhvort að millilenda í höfuð-
borg Síle, Santiago, eða ferðast hina
svokölluðu loftbrú, sem er flug á
vegum breska varnarmálaráðuneyt-
isins. Auk þess fara fjölmörg
skemmtiferðaskip þar framhjá.
„Þótt það sé vesen að komast til
Falklandseyja er það klárlega þess
virði,“ segir Íslandsvinurinn Byron
Stewart-Reid, sem er fæddur og
uppalinn í Stanley, höfuðborg Falk-
landseyja. „Ef þú kemur á réttum
árstíma geta eyjarnar verið einn af
bestu stöðum í heimi til að fara í frí
til,“ bætir hann við.
Náttúran á eyjunum er stór-
brotin og státa þær af einstöku líf-
ríki, loðselir og sæfílar hópast sam-
an á ströndum, þyrpingar albatrosa
veiða sjaldgæfa smáfiska í sjónum
og fimm mismunandi tegundir af
mörgæsum eiga aðsetur á eyjunum.
„Það vinsælasta til að gera á eyj-
unum er að skoða mörgæsir, þær er
að finna á víð og dreif um eyjuna og
það er mjög magnað að sjá þær
með berum augum.
Eyjurnar eru einnig kjörnar fyrir
göngu- og veiðimenn, en stærsta
aðdráttaraflið er náttúran,“ segir
Stewart-Reid.
Bresk menning með tvisti
Falklandseyjar eru hluti af yfir-
ráðasvæði Breta, en Argentínu-
menn hafa einnig lengi gert tilkall
til eyjanna. Deilur Bretlands og
Argentínu um Falklandseyjar hafa
staðið yfir frá nítjándu öld og náðu
hápunkti í apríl 1982 þegar Argent-
ínumenn gerðu innrás og hernámu
eyjarnar. Eftir hið 74. daga Falk-
landseyjastríð endurheimtu Bretar
yfirráð á svæðinu.
Bresk menning er ríkjandi á eyj-
unum, breskur matur á borð við
fisk og franskar, kindakjöt og te er
afar hefðbundinn, og eiga Falk-
landseyingar sína eigin útgáfu af
breskum morgunmat, sem inniheld-
ur, auk eggja og beikons, kótelett-
ur.
Víða gætir þó suðuramerískrar
„Þar búa nokkur hundruð manns á
landsvæði á stærð við Belgíu,“ segir
Stewart-Reid.
Besti tíminn til að ferðast til
Falklandseyja er á sumrin, sem
vegna staðsetningar eyjanna er á
milli október og mars. Hlýjustu
mánuðir ársins eru janúar og febr-
úar, en þá er meðalhitastig í kring-
um 10°C, á meðan meðalhiti köld-
ustu mánaða ársins, júní, júlí og
ágúst, er í kringum 2°C.
Falklandseyingar búa í sátt og sam-
lyndi með framandi dýrum.
Afskekkt
náttúruperla
Hinar suðrænu Falklandseyjar eru í senn fram-
andi og kunnuglegar þar sem þær bjóða upp á
stórbrotið lífríki í bland við breska menningu.
Mörgæsir eru stærsta aðdráttaraflið.
Pétur Magnússon petur@mbl.is
Náttúra eyjanna er stórbrotin.
’Þótt það sé vesenað komast tilFalklandseyja er þaðklárlega þess virði.
Ef þú kemur á rétt-
um árstíma geta eyj-
arnar verið einn af
bestu stöðum í heimi
til að fara í frí til.“
menningar í bland við þá bresku,
spænskur matur er víða á boð-
stólum og fjölmörg orð í tungumál-
inu eru tökuorð frá spænsku. Þar
má helst nefna orðið „camp“ sem
notað er í daglegu tali yfir sveitir
Falklandseyja, en orðið er komið af
spænska orðinu yfir sveit: „campo“.
Langflestir íbúar Falklandseyja
búa í þéttbýliskjörnum á borð við
Stanley og Port Howard og restin á
sveitabæjum og kofum í sveitunum.
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018
FERÐALÖG
Renew
Nánari upplýsingar á www.geosilica.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is
Heilbrigt hár
Unnið úr 100% náttúrulegum
jarðhitakísil og kopar og sink
í hreinu íslensku vatni.
• dregur úr hárlosi
• styrkir hár og
minnkar hættu á
brotnum endum