Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Qupperneq 10
VETTVANGUR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018 Þær eru margar mótsagnirnar ílífinu og þar af er ófáar aðfinna í alþjóðasamskiptum. Ís- lendingar eru hins vegar nokkuð sjálfum sér samkvæmir þrátt fyrir allar slíkar mótsagnir. Þeir fylgja einfaldlega NATÓ-línunni og í seinni tíð línu Evrópusambandsins sem er yfirleitt hin sama. Þannig birtist frásögn í Morgun- blaðinu í vikunni um „breiða sam- stöðu“ á Alþingi um þvingunar- aðgerðir gegn Rússum, að þessu sinni vegna innlimunar Krímskag- ans. Almenna viðhorfið var að Íslend- ingum bæri að standa með „vina- þjóðum“. Í apríl síðastliðnum lýsti NATÓ og þar með Ísland yfir samstöðu með herjum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands þegar þeir gerðu árás á Sýrland til að refsa þarlendum stjórnvöldum fyrir eiturefnaárás á eigin þegna. Í fjölmiðlum var slegið upp í mynd og máli afleiðingum „eit- urefnaárásar Sýrlandsstjórnar“. Áður höfðum við lesið um „eitur- efnaárásina í enska bænum Salis- bury“, árás sem væri fordæmlaus „í álfunni frá lokum síðari heimsstyrj- aldar“ og „ógnun við öryggi og frið í Evrópu“, svo vitnað sé í yfirlýsingu Stjórnarráðs Íslands eftir að rúss- neskur gagnnjósnari, nú á snærum Breta, og dóttir hans höfðu verið lögð inn á sjúkrahús í kjölfar þessarar heimssögulegu árásar. Sem betur fer náðu þau feðgin sér fljótt. Sannað þótti að eitur- efnum hefði verið beint að þeim og þau hugsanlega komist í lífshættu. Hins vegar hafa rannsóknir ekki enn leitt í ljós hver hafi verið valdur að ódæðinu þrátt fyrir afdráttarlausar staðhæfingar breskra stjórnvalda þar að lútandi áður en nokkur rannsókn hafði farið fram! Fyrir íslenska ráðherra skipti rannsókn málsins reyndar ekki máli. Til að þóknast breskum stjórnvöld- um og sanna hve góðir vinir þeir væru afpöntuðu þeir fyrirhugaðar ferðir sínar til Rússlands til að fylgj- ast með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu á HM. Samstaðan með þeim Trump, May og Macron er ekki alltaf tekin út með sældinni! Og nú erum við komin í mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna. Og utanríkisráðherrann segir Íslendinga „óhrædda að gagnrýna“ mannrétt- indabrjóta heimsins og nefnir sér- staklega „þrjú nærtæk dæmi“: Vene- súela, Filippseyjar og Sádi-Arabíu vegna hernaðar þess ríkis í Jemen. En skyldu þetta virkilega vera nær- tækustu dæmin fyrir Íslendinga? Hvernig væri að hafa allavega með í spyrðunni, Bandaríkin, sem eru hinir raunverulegu bakhjarlar árás- arstríðsins í Jemen, eða þá Tyrki sem fram á þennan dag hafa framið ein- hverja hræðilegustu stríðsglæpi síð- ari tíma innan eigin landamæra og hafa nú auk þess hernumið Afrin, Kúrdabyggð í norðvesturhluta Sýr- lands, og bera ábyrgð á þjóðern- ishreinsunum þar. Eru Bandaríkja- menn ekki nokkuð nærtækir til að gagnrýna og svo Tyrkir, báðar þjóðir í góðu kallfæri á fundum í góðravina- félaginu NATÓ? Þetta yrði hins veg- ar illa séð og því ekki eins gaman að koma á fundina með vinunum eftir al- vöru gagnrýni í þeirra garð. Svo er náttúrlega hitt, að þegar gengið er ögn út fyrir þægindaramm- ann gerast framangreindar mótsagn- ir ágengar. Þá þarf að horfa á veru- leikann og leggja á hann sjálfstætt mat. Horfast til dæmis í augu við að í júlí komst rannsóknarnefnd á vegum alþjóðaeftirlitsstofnunarinnar með eiturvopnum, OPCW, að þeirri niður- stöðu að enginn fótur væri fyrir framangreindri „eiturefnaárás Sýrlands- stjórnar“ fyrr á árinu. Ein- hverra hluta vegna fór lítið fyrir þessum fréttum í vest- rænum fjölmiðlum, þar á meðal okk- ar. Með öðrum orðum, allt uppdiktað í máli og myndum! Oft hef ég líka furðað mig á því hve lítinn áhuga fjölmiðlar hafa sýnt sögu Krímskagans, á ítrekuðum atkvæða- greiðslum löngu fyrir innlimun Rússa, sem gefið hafa vísbendingu um að meirihlutavilji íbúa Krím hafi löngum staðið gegn innlimun í Úkra- ínu. Mér fannst líka skrítin við- brögðin við tillögu sem ég setti fram við umræðu um ályktunardrög um Krím hjá Evrópuráðinu á sínum tíma þar sem sagði að virða bæri al- þjóðalög um landamæri Úkraínu. Ég hafði lagt til að auk landamæra og fullveldis Úkraínu bæri að horfa til lýðræðislegs vilja íbúa Krímskagans. Mér fannst skrítið þegar fulltrúar „vinaþjóðanna“ felldu þá viðbót- artillögu. Það var kannski skrítið en að sjálf- sögðu skiljanlegt á sama hátt og það er skiljanlegt hvers vegna NATÓ og Evrópusambandið telja að eitt skuli gilda um afskipti stórvelda innan landamæra Úkraínu, annað innan landamæra Sýrlands. En átakaminnst er náttúrlega að halda sig í hinum einfalda heimi. Þá þarf maður heldur ekki að hafa áhyggjur af því hvað það þýðir að vera fullvalda þjóð. Einfaldur er heimurinn fyrir Nató-Ísland ’En átakaminnst er nátt-úrlega að halda sig í hin-um einfalda heimi. Þá þarfmaður heldur ekki að hafa áhyggjur af því hvað það þýðir að vera fullvalda þjóð. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is AFP Poppfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen er mættur til Bristol á 54. ráðstefnu RMA (Royal Musical Association) og greinir frá því á Facebook. „Þrátt fyrir vissa slagsíðu í efnis- tökum, a.m.k. gagnvart poppara eins og mér, er slatti af áhugaverðu efni sem ég tengi við. Kalda stríðið, tónlist og kvikmyndir, femínískar stúdíur, tónlist og samfélagslegar hræringar og líka nýstárlegir vinklar á sígild tónlistarfræði, eins og rann- sókn á samfélagi tónlistarmanna í London á 17. öld. Vinur minn Justin Williams, fræðimaður við Bristolháskóla, mun þá stýra málþingi um græm og hipp- hopp rannsóknir í Bretlandi, svið sem er að vaxa undir hans hand- leiðslu og Bristol eðlilega frábær vettvangur fyrir slíkt, sé litið til framlags hennar til dægurtónlist- ararfsins,“ segir hann en sjálfur mun hann greina frá niðurstöðum dokt- orsritgerðar sinnar. Upplýsingafulltrúinn Lára Björg Björns- dóttir tísti um kökur: „Sjónvarpskaka er besta kaka í alheim- inum. Þetta er stað- reynd og ekki til umræðu.“ Tónlistarmaðurinn Pétur Jóns- son tísti um annarskonar mat: „Ég eldaði svo heitan sterkan núðlurétt í kvöld að ég þurfti í sturtu beint eft- ir hann. Það er eitthvað.“ AF NETINU Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Vasi antiq brass 22.900 Spegill 80cm 18.900 Hliðarborð á hjólum 120.000 Viðar hliðarborð 38.500 Ljós 35.900

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.