Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Page 13
itt að bera þá saman við HM. „ÓL er allt öðru- vísi, mörg mót undir einum hatti. HM er bara eitt mót. Það er heldur ekki gott að bera stemn- inguna saman; hún getur líka verið misjöfn milli móta. Þannig var ÓL í Barcelona 1992 miklu skemmtilegra mót en ÓL í Atlanta fjórum árum seinna. Stemningin var miklu betri. Eins lengi og ég man hefur verið góð stemning fyrir HM á Íslandi og auðvitað keyrði allt um koll þegar okkar lið var loksins með í sumar.“ Framkvæmdin til fyrirmyndar Að dómi Skapta var HM í Rússlandi frábærlega heppnað mót. „Auðvitað má deila um það hvort Rússar hafi átt að halda mótið, vegna afstöðu þeirra í mannréttindamálum, svo sem til sam- kynhneigðra, en þeim var úthlutað HM 2018 og þegar á reyndi var framkvæmdin til fyrir- myndar. Einhverjir höfðu áhyggjur af örygg- isþættinum en hann var ekkert vandamál; Rússarnir voru með allt á hreinu í þeim efnum. Svo var stemningin alveg frábær, innan vallar sem utan. Eitt risastórt partí. Fólk var greini- lega komið til að njóta og skemmta sér.“ Skapti segir hlýjuna í garð Íslendinga hafa verið mikla. „Sama hvar maður kom, allir voru á bandi Íslands og vildu að liðinu gengi vel. Straumarnir voru ótrúlega jákvæðir. Það spurðist fljótt út að við værum langminnsta þjóðin til að taka þátt í lokamóti HM og hver heldur ekki með Davíð á móti Golíat? Síðan komu stuðningsmenn liðsins bara svo vel fyrir og voru svo glaðir að erfitt var fyrir hlutlausa að hrífast ekki með. Liðinu hefur gengið svo vel undanfarin ár að okkur Íslendingum þykir sjálfsagt að strákarnir hafi komist á HM en auðvitað er það ekki þannig. Þetta var mikið af- rek og heimsbyggðin skynjaði það.“ Skapti segir alla hlutlausa hafa haldið með Ís- landi og víða þar sem hann kom voru treflar og aðrir minjagripir hreinlega uppseldir. Fólk greip bara í tómt. „Það voru allir að njóta með okkur.“ Skráði sig sem ljósmyndara Skapti skráði sig inn á mótið sem ljósmyndara en ekki blaðamann. Það var af ráðnum hug enda kveðst hann vera í öðrum tengslum við leikinn með þeim hætti; mun nær sviðinu. Af ríflega 200 myndum í bókinni á hann um 170 sjálfur. Eggert Jóhannesson, ljósmyndari Morgunblaðsins, á nokkrar, þar á meðal kápu- myndina, eins Þorgrímur Þráinsson, starfs- maður landsliðsins, einkum þær sem teknar eru bak við tjöldin, svo sem inni í búningsklefa liðs- ins. Nokkrir aðrir eiga myndir í bókinni. Sjálfur náði Skapti að mynda öll helstu augnablikin; fyrsta mark Íslands, þegar Hannes varði vítið frá Messi og svo framvegis. Spurður um vægið milli orða og mynda segir Skapti þetta renna saman – vera sama verkið. Fer eftir mælistikunni Þegar Skapti er beðinn um að draga þetta sam- an segir hann upplifunina hafa staðið fyllilega undir væntingum. Mótið hafi í alla staði verið frábært, ekki síst hvað varðar stemningu og gæði fótboltans. Hvað frammistöðu íslenska liðsins varðar segir hann matið velta á mælistikunni sem er notuð. „Ef við notum mælistikuna Ísland best í heimi! þá gekk þetta ekki nægilega vel enda vit- um við að liðið ætlaði sér að komast upp úr riðl- inum. Strákarnir vildu meira. Og í ljós kom að það var raunhæft. Eða hversu einkennilega hljómar það að Ísland var nálægt því að komast í 16-úrslit á HM í fyrstu tilraun – á kostnað Arg- entínu?! En ef við notum mælistikuna sem allir aðrir nota þá slógum við í gegn. Heimsbyggðin var stolt fyrir okkar hönd og leit á þátttöku Ís- lands á HM sem dæmalaust afrek.“ Að því sögðu gefur Skapti mér aftur merki um að líta um öxl. „Sérðu hver kemur þarna, lagsi? Thierry Henry.“ Þar með hvarf einbeitingin hjá mér eins og dögg fyrir sólu og við tökum ábyrga ákvörðun um að láta spjalli okkar lokið. 16.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 15. júní. Föstudagur. Við hverju má búast? Eru það of miklir draum- órar að gera sér í hugarlund að Ísland hafi ein- hverja möguleika á að standa uppi í hárinu á Argentínu? Eitt stig úr þeim leik yrði sannarlega saga til næsta bæjar. Hvað þá ef tækist að kreista fram sigur. Lionel Messi fer fyrir argentínsku skútunni – einn fremsti knattspyrnumaður sögunnar og sá besti síðasta áratuginn að mínu mati. Verði hann vel stemmdur, að ég tali nú ekki um í spariskap- inu eins og þegar hann tryggði Argentínu sæti á HM með stórbrotinni frammistöðu á ögur- stundu, verður róðurinn erfiður. Þá væri ráð að fara að dæmi séra Sigvalda og biðja Guð að hjálpa sér. Ellegar eitthvert annað æðra mátt- arvald, kjósi menn að trúa frekar á það. 18. júní. Mánudagur. Veðurguðinn skiptir um ham upp úr hádegi. Hóf vaktina í morgun með hefðbundnum hætti en svo er boðið upp á þrumur og eldingar. Það hellirignir og Rússarnir flýta sér heim af strönd- inni. Landsliðið æfir ekki í dag. Strákarnir ráða sér sjálfir en eru að mestu inni á hótelinu, sakir veð- ursins. Dularfullt boð berst íslenska fjölmiðla- mannahópnum frá Knattspyrnusambandi Ís- lands um miðjan dag. Samkoma verður haldin í fjölmiðlatjaldinu við æfingavöllinn í kvöld. Engar nánari upplýsingar verða veittar nema hvað mönnum er frjálst að fjalla um það sem þar fer fram. Leyndarmálið er sem sagt einungis leynd- armál þar til samkoman hefst. 26. júní. Mánudagur. Að morgni dags er í lagi að láta hugann reika ábyrgðarlaust. Yrði óskaviðureignin í Kazan á laugardag gegn Danmörku? Eða væri skemmti- legra að mæta Frökkum og freista þess að hefna ófaranna frá því á EM? Fyrsta mál á dagskrá er reyndar að vinna Kró- ata og verður ærið verkefni. Fyrsta skrefið er að gera sitt besta til að sætta sig við hitann, sem er nánast óbærilegur; orðinn 30 stig fljótlega að morgni og 36 um miðjan dag en töluverður vindur bjargar því sem bjargað verður fyrir gangandi veg- farendur, þótt hann sé ótrúlega heitur. Leikurinn er sem betur fer ekki fyrr en klukkan níu í kvöld. Við hverju má búast? Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson í íslensku „draumarútunni“ eftir flugferð í Rússlandi. Morgunblaðið/Eggert Kristbjörn Hilmir Kjartansson og Grétar Jónsson í Volgograd. Þeir vöktu óskipta athygli á HM-Lödunni. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Gyfi Þór Sigurðsson fellir grímuna óvænt á frí- degi strákanna, er jafnan alvarlegur á svip. Og ljósmyndarinn er sáttur við augnablikið. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni í leiknum gegn Króatíu sem varð hans seinasti með íslenska liðið. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.