Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018 MATUR „Matur er svo stór hluti af lífinu. Mér finnst svo mikilvægt að halda í þessar matarhefðir,“ segir Ólöf. Það kemur ekki á óvart að krydd séu ístjörnuhlutverki í matarboði hjá hjón-unum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avr- aham en þau eiga og reka Kryddhúsið (sem áð- ur hét Krydd & Tehúsið). Ástæðan fyrir því að þau fóru út í reksturinn var að þau langaði að gera eitthvað saman og úr varð að flytja inn krydd. „Mér fannst vanta upp á kryddmenn- ingu Íslendinga,“ segir Omry en hann er fædd- ur inn í kryddkúltur Mið-Austurlanda. Móðir hans er fædd í Marokkó, föðurætt hans er frá Írak en sjálfur er hann fæddur og uppalinn í Ísrael. „Krydd er matur og matur er krydd. Það sem gerir mat góðan er gott krydd,“ segir Omry. „Okkur finnst mjög gaman að elda og borða góðan mat og við erum mjög samtaka í eldhús- inu. Omry sér um aðalréttinn og ég um með- lætið og eftirréttina og yfirleitt uppvaskið,“ segir Ólöf. „Í kvöld elduðum við dæmigerðan shabbat- kvöldverð sem að öllu jöfnu er vel útilátið hlað- borð með minnst þremur salötum ásamt græn- meti og kjöti og eða fiskrétti og grjónum eða öðru kolvetni og svo endum við alltaf á eftir- rétti. Við ákváðum að elda lamb þar sem það er auðvitað mjög íslenskt og ljúffengt. Við erum með það á kúskúsbeði og með meðlæti eins og salöt og ofnbakað kryddað rótargrænmeti og kalda lauksósu,“ segir Omry. „Við ákváðum að sleppa rjómasósunni í þetta sinn, með lambinu, þrátt fyrir að Omry sé snill- ingur í sósugerð en í Mið-Austurlöndum er ekki týpískt að vera með rjómalagaða sósu með kjöti,“ segir Ólöf sem finnst mikilvægt ef boðið er upp á vín að það henti matnum. „Við buðum upp á ástralska rauðvínið Banrock Station Shi- raz en það hentar einkar vel með lambi, er eilít- ið kryddað, ósætt og ferskt með meðal- fyllingu.“ Ólöfu finnst þetta vera gæðastundir að hitta stórfjölskylduna yfir kvöldmat. „Við borðum mikið með foreldrum mínum og systur, yfirleitt nokkrum sinnum í viku, þar sem við skiptumst á að elda en yfirleitt á föstu- dögum eða um helgar bjóðum við í kvöldverð en það er eitthvað sem ég kynntist í gegnum Omry. Í hans kúltúr snýst allt um mat. Allar hátíðir hafa einhvern ákveðinn mat sem er til- heyrandi og á föstudagskvöldum eða á shabbat borðar stórfjölskyldan saman. Við höfum reynt að halda þeim sið hér heima. Bjóðum gjarnan fólki úr fjölskyldunni og þeir koma sem komast hverju sinni. Matarboð eru svo félagsleg, þetta eru oft einu stundirnar sem maður hittir systk- ini, maka og börn og alltaf jafn gaman að því. Matur er svo mikilvægur hluti af lífinu. Mér finnst svo mikilvægt að halda í þessar matar- hefðir.“ Það sem kemur fólki oft á óvart þegar það fer að elda mat með ýmsum kryddum er hversu mikið magn er notað. „Það er af því að þetta eru hrein krydd. Það er ekki salt í þessu og þess vegna má maður alveg krydda, maður á ekki að vera hræddur við það. Um leið og það er salt í blöndum þá geturðu ekki kryddað mik- ið því þá verður maturinn of saltur. Okkar krydd eru mikið án salts, flestar blöndurnar eru þannig. Ég kem úr náttúrulækningageir- anum og fyrir mér er krydd ekki bara gott bragð heldur líka næring og fegurð,“ segir hún. Það sem byrjaði hjá þeim sem lítil krydd- verslun fyrir rétt tæpum þremur árum hefur nú vaxið og dafnað. „Kryddhúsið var til húsa í Þverholti en í vor fluttum við það í Hafnarfjörð þar sem húsnæðið var orðið of lítið. Við vildum auka aðgengi fólks að kryddinu,“ segir hún en nú má nálgast kryddið í völdum stórmörk- uðum. Nánari upplýsingar eru á kryddogtehus- id.is. Morgunblaðið/Hari „Matarboð eru svo félagsleg“ Hjónin Omry Avraham og Ólöf Einarsdóttir eru sammála um að það sem geri góðan mat góðan sé gott krydd. Þeim finnst gaman að elda og eru samtaka í eldhúsinu. Stórfjölskyldan borðar yfirleitt saman um helgar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ólöf og Omry eiga soninn Jónathan Loga, 6 ára. Fyrir á Ólöf Amit Önnu og fjögurra mánaða dótt- urdótturina Köru Margréti. Þær voru staddar erlendis og gátu því ekki verið með í matarboðinu. Kúskús passar vel með lambinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.