Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Síða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Síða 25
1 bolli kúskús 2 msk persnesk blanda Kryddhússins salt 1 msk ólífuolía Setjið kúskúsið í skál, bland- ið olíunni og persnesku kryddblöndunni ásamt salt- inu saman við. Hellið því næst sjóðandi heitu vatni yf- ir kúskúsið þannig að fljóti aðeins yfir. Látið hvíla undir loki í u.þ.b. sjö mín. Takið gaffal og hrærið í til að gera það loftkennt. Gott að láta standa í u.þ.b. 20 mín. áður en neytt og gott að hræra aftur í með gaffli til að gera kúskúsið léttara í sér áður en það er borið fram. Kúskús með persnesku kryddi 16.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Ólöf gerði fjórfalda upp- skrift fyrir 11 manns. KARDIMOMMUÍS 2 bollar mjólk 1 vanillustöng 8 kardimommur heilar (merj- ið þær aðeins í hýðinu til að opna þær) ¾ bolli sykur 4 eggjarauður ¾ bolli rjómi (léttþeyttur) malaðar kardimommur fram- an á hnífsoddi Setjið mjólkina, heilu kardi- mommurnar og vanilluna í pott og hitið að suðu. Takið af hellunni og látið standa í u.þ.b. 20 mín. Þeytið sykur og eggjarauður þar til létt og ljóst. Veiðið kardimomm- urnar og vanilluna upp úr mjólkinni. Hreinsið vanilluna að innan og setjið út í mjólk- ina ásamt kardimommufræj- unum. Hendið hýðinu. Takið eins og ½ dl af mjólkurblönd- unni og blandið varlega sam- an við eggjahræruna. Setjið svo restina af mjólkurblönd- unni út í eggjablönduna og blandið vel saman. Skálin er sett í vatnsbað yfir heitan pott og gætið að hræra stöð- látið inn í örbylgjuofn í 2 mín. eða þar til eplin eru orðin mjúk. Ef ekki er ör- bylgjuofn við höndina má setja skífurnar yfir vatnsbað og mýkja þær þannig. Breiðið smjördeigið út þunnt á hveitilögðu borði. Skerið í u.þ.b. 6 cm breiðar ræmur. Penslið ræmurnar með smjörinu og stráið kanilsykri yfir. Því næst er eplaskífunum (hýðið á að snúa upp) raðað á efri helming ræmunnar og þeim raðað þannig að þær fara örlítið hvor yfir aðra. Brjót- ið upp á ræmuna með því að leggja neðri helminginn yfir eplin og penslið með smjöri og stráið kanilsykri yfir og rúllið ræmunni upp svo að úr verði rós. Gott að hita aðeins apríkósu- marmelaðið þannig að það þynnist og hella eins og 1 tsk. yfir hverja rós áður en þær fara í ofninn. Til að fá fallegri lit á rósirnar má pensla þær að utan með eggi. Setjið rósirnar í muff- insmót og bakið í ofni í 170°C í u.þ.b. 40 mín. eða þar til gullinbrúnar. ugt í á meðan þetta þykknar aðeins, eða í u.þ.b. 10 mín. Þegar hræran er orðin það þykk að hún tolli þokkalega aftan á skeið er hún tekin af hellunni og látin kólna. Gott að hræra rólega í á meðan hún kólnar. Léttþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við allt sam- an. Setjið í ísbox og inn í frysti. Gott að hræra í ísnum á u.þ.b. 30 mín. fresti fyrsta klukkutímann til að kryddið jafnist vel út en sitji ekki á botninum og til að fá fallegri áferð á ísinn. EPLAKÖKURÓSIR MEÐ KANIL Smjördeig (Ólöf fékk 12 rósir úr 450 g af smjördeigi) u.þ.b. 4 msk. apríkósu- marmelaði 2-3 epli með hýðinu, kjarn- hreinsið, skerið í fjóra báta og svo í eins þunnar skífur og mögulegt er, langsum 2-4 tsk. sítrónusafi u.þ.b. 50 g smjör, brætt, kanilsykur (kanill malaður og sykur blandað saman) Setjið eplaskífurnar í skál, kreistið sítrónusafa yfir og Eplakökurósir bornar fram með ís RAUÐRÓFUSALAT rauðrófa rifin niður á rifjárni epli rifið niður á rifjárni nokkrar valhnetur kóríander eða steinselja skorið fínt ólífuolía 1 tsk balsamedik 1 msk hunang salt og pipar skvetta af sítrónusafa Allt sett í skál (fyrir utan valhnetur og stein- selju/kóríander) og blandað vel saman. Strá- ið kóríander eða steinselju og valhnetum yfir. GULRÓTASALAT soðnar gulrætur, skornar í bita þversum u.þ.b. 2 msk ólífuolía ½ tsk kummín malað framan á hnífsoddi marokkósk harissa Krydd- hússins salt og pipar Allt sett í skál og blandað vel saman. GRÆNT SALAT OG SALATSÓSA ½ tsk þurrkuð mynta ½ tsk þurrkuð basilíka safi úr ½ appelsínu 1 msk hunang u.þ.b ½ dl ólífuolía (þessi græna góða) saltið og piprið aðeins Öllu hrært vel saman og hellt yfir grænt sal- at (þau voru með klettasalat, salatblöndu og kirsuberjatómata). KÖLD LAUKSÓSA 1 dós sýrður rjómi 1 tsk laukkrydd Kryddhússins Hrærið kryddinu saman við sýrða rjómann og látið standa í u.þ.b. 10 mín til að kryddið taki sig. Ólöf segir að þetta sé frábær sósa með öllum mat, grænmeti og snakki. Grænt og vænt meðlæti Omry, Margrét Brandsdóttir, Friðrik Einarsson, Ólöf, Edda Einarsdóttir, Brandur Sigurjónsson, Árni Fannar Friðriksson og Lovísa Huld Friðriksdóttir. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.