Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.09.2018, Side 36
Fram undan er þétt dagskrá Al-þjóðlegrar kvikmyndahátíðar íReykjavík, RIFF, en hátíðin hefst eftir tæpar tvær vikur, 27. sept- ember, og lýkur 7. október. Sumum reynist erfitt að velja á milli mynda og reyna að sjá helst allt. Hér eru nokkrar sem Sunnudagsblað Morg- unblaðsins er spennt fyrir:  Lazzaro Felice er ítölsk bíó- mynd í leikstjórn Alice Rohrwacher en hún skrifar jafnframt handritið. Rohrwacher hefur hlotið verðlaun fyrir fyrri myndir sínar og þykir ein efnilegasta kvikmyndagerðarkona Ítalíu. Myndin fjallar um ungan og hrein- lyndan sveitastrák, Lazzaro, sem er svo góðhjartaður að fólk tekur hann gjarnan fyrir einfeldning. Á vegi hans verður ungur aðalsmaður, Tancredi, með sérstakan hugarheim og ímynd- unarafl, og saman lenda þeir í æv- intýrum þar sem Lazzaro ferðast aft- ur í tímann í leit að Tancredi. Myndin fékk verðlaun fyrir besta handrit á Cannes í ár.  The Distant Barking of Dogs er ný heimildamynd danska kvik- myndagerðarmannsins Simons Ler- engs Wilmonts og hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda. Myndin fjallar um 10 ára strák, Oleg, sem elst upp í stríðsátökum í Austur-Úkraínu þar sem hann býr með ömmu sinni í litlu þorpi sem liggur í miðri víglín- unni. Flestir íbúar hafa komið sér í burtu en Oleg og amma hans hafa ekki í nein hús að venda og verða eft- ir.  Over the Limit er áhugaverð umfjöllun um eina fremstu íþrótta- konu Rússa í nútímafimleikum, Margaritu Mamun. Í heimildamynd- inni er fylgst með ári í lífi Mamun, frá heimsmeistaramótinu 2015 þar sem hún varð heimsmeistari til Ólympíu- leikanna 2016. Í myndinni fá áhorf- endur innsýn í hinn harða heim aga sem fimleikafólk beitir sig og hvernig litið er á fimleika í Rússlandi, þar sem frægð fimleikastjarna verður á borð við poppstjörnufrægð.  Druga strana svega hefur feng- ið frábæra dóma erlendis hjá gagn- rýnendum og almenningi. Myndin, skrifuð og leikstýrt af hinni serb- nesku Milu Turajlic, er heim- ildamynd en þó með leiknum senum líka og fjallar um bæði fjölskyldusögu kvikmyndagerðarkonunnar sjálfrar og sögu Serbíu og þá sérstaklega Bel- grad, alveg frá lokum síðari heims- styrjaldar. Móðir Turajlic, sem er prófessor í háskólanum í Belgrad, var sjálf harður andstæðingur Slobodans Milosevic á 10. áratugnum á opinber- um vettvangi.  Summer Survivors þykir bráð- fyndin og er ein stigahæsta mynd há- tíðarinnar hjá gagnrýnendum á kvik- myndasíðunni imdb. Myndin er eftir litháíska leikstjórann Mariju Kavt- aradzepg og er svokölluð vegamynd, þar sem myndin hverfist um bílferð sem sálfræðingurinn Indre fer í til að Ága, um erfiðleika hvers- dagsins á norðurslóðum, hefur hlotið afbragðsdóma. Nokkrir konfektmolar Margur gæti orðið ringlaður þegar framboðið er endalaust á kvikmyndahátíðum. Sunnudagsblað Morgunblaðsins leit yfir lista RIFF og valdi nokkrar sem fólk ætti að passa að missa alls ekki af. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ítalska kvikmyndin Lazzaro Felice er hlýleg og skemmtileg. Úr hinni áhrifamiklu kvikmynd The Distant Barking of Dogs. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.9. 2018 LESBÓK Bréf Madonnu til sölu AFP KVIKMYNDIR Daniel Radcliffe fannst hann aldrei sérstaklega svalur í hlutverki Harrys Potters í samnefndum kvikmynd- um, og raunar alls ekki að því er hann sagði sjálfur frá í Tonight Show í vikunni. Þess vegna finnst honum fátt skemmtilegra í dag en að sjá aðdáendur pósta myndum eða svo- kölluðum „memes“ af honum á netinu með vísan í það að hann sé töff. Radcliffe leikur á Broadway í verkinu The Lifespan of Facts sem frumsýnt verður 20. september í Stud- io 54. Þá er væntanleg í sýningar á næsta ári kvikmyndin Guns Akimbo þar sem leik- arinn fer með aðalhlutverk. Fannst hann ekki töff sem Harry Potter Daniel Radcliffe er 29 ára í dag. TÓNLIST Bréf sem Madonna skrifaði eftir alræmt viðtal hjá David Letterman árið 1994 er til sölu og búist er við að það fari á 300.000 kr. Viðtalið olli fjaðrafoki en í því notaði Ma- donna orðið „fuck“ margsinnis. Hún skrifaði meðal annars: „Getur fólk ekki bara komist yfir það að ég kom fram í sjón- varpi, reykti, sagði F-orðið nokkrum sinnum og lét David Letterman líta heimskulega út.“ Hún bætti því við að ef karl- kyns tónlistarmaður hefði gert það sama, Snoop Dog til dæmis, hefði enginn kippt sér upp við það og viðbrögðin væru dæmi um karlrembu. Bréfið hefur birst opinberlega á aðdáendasíðu hennar ICON en uppboðið hófst í vikunni og lokað er fyrir boð 25. september næstkomandi. Uppboðshúsið RR Auction heldur utan um það. Madonna er óhrædd við að láta heiminn heyra það. SÝNINGARAÐSTAÐA Í ÁSMUNDARSAL ÁRIÐ 2019 Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar. Kostur er ef fleiri en eitt listformmætast í sýningu. Einnig er óskað eftir umsóknum um aðstöðu fyrir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju til tveggja mánaða í senn. Umsóknir skulu berast á netfangið asmundarsalur@asmundarsalur.is fyrir 30. október næstkomandi enmeð umsóknunum skulu fylgja: Fullt nafn listamanns Lýsing á fyrirhugaðri sýningu/viðburði/verkefni Fylgiskjöl – ferilskrá, myndir af verkum, textar o.þ.h. Vefsíða listamanns ef við á Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi sýningarsalur sem leggur til aðstöðu og vinnustofu fyrir listamenn í miðbæReykjavíkur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.