Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 12
Upprifjun Arndís Jóna Guðmundsdóttir gluggar í fróðleikinn.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Við endurhæfingu skjólstæð-inga okkar byggjum við ástyrkleikum hvers og eins.Veikindi og áföll leiða oft til
þess að fólk tapar færni á ákveðnum
sviðum, en heldur þeim í öðru. Þá
þætti er mikilvægt að styðja og örva,
þannig að fólk öðlist að nýju getu og
sjálfstraust til að geta að nýju sinnt
athöfum daglegs lífs,“ segir Arndís
Jóna Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi á
öldrunarlækningadeild Landspítal-
ans á Landakoti í Reykjavík.
Hugað að lífsgæðum
Á hverjum tíma eru tugir sjúk-
linga í þjálfun og þjónustu á Landa-
koti, meðal annars undir handleiðslu
iðjuþjálfanna sjö sem þar starfa.
„Fólk kemur hingað gjarnan eft-
ir að hafa verið á almennum legu-
deildum sjúkrahússins,“ segir Arndís
Jóna. „Misjafnt er hve dvöl fólks er
löng en alltaf er unnið að því að fólk
geti sinnt daglegum athöfnum og
komist um heima hjá sér á öruggan
máta. Oft þarf að fara vel yfir heim-
ilisaðstæður og gera ráðstafanir,
koma upp stuðningstækjum og svo
framvegis. Stundum förum við líka
heim til sjúklinga áður en að útskrift
þeirra kemur og tökum út aðstæður
þar,“ segir Arndís Jóna.
Alþjóðadagur iðjuþjálfa var síð-
astliðinn laugardag, 27. október, og
af því tilefni kynntu iðjuþjálfara á
Landakoti starf sitt í gær fyrir fjöl-
miðlum. „Það er mikil framþróun í
faginu og margt spennandi í deigl-
unni. Í þjónustu við aldraðra er mikil-
vægt að leita nýrra leiða í þjónustu.
Fyrst og fremst erum við að huga að
lífsgæðum fólks og hjálp til sjálfs-
hjálpar en mikilvægur þáttur endur-
hæfingarinnar er einnig að koma í
veg fyrir að fólk þurfi vistun á hjúkr-
unarheimilum. Vistun þar er mjög
dýr fyrir samfélagið svo málið snýst
meðal annars um kostnað, nú þegar
mikil fjölgun eldra fólks er fyrir-
sjáanleg.“
Peysa í stað skyrtu
Á Landakoti er aðstaða fyrir
iðjuþjálfun og margvísleg tæki og
búnað, sem iðjuþjálfarnir kynntu fyr-
ir blaðamanni. Á einum stað var verið
að klæða sjúkling í sokka í rúmi, ann-
ar fékk aðstoð við að klæða sig í föt
og í litlum eldhúskróki fær fólk þjálf-
un við að takast að nýju á við heim-
ilisstörfin. Á baðherbergi mátti líka
sjá ýmsan búnað sem stundum þarf
að koma upp á heimilum fólks svo það
geti komist á salernið og í bað eftir
áföll. „Ef hreyfigeta fólks skerðist
getur verið erfitt til dæmis að klæða
sig. Við vissar aðstæður þarf fólk að-
stoð við slíkt en stundum dugar að
klæða sig frekar í íþróttafatnað í
staðinn fyrir gallabuxur – og velja
peysu í stað hnepptrar skyrtu. Svona
smáatriði geta skipt sköpum, og fólk
þarf stundum aðstoð við að finna
þessar leiðir,“ segir Arndís og bætir
við að í starfinu öllu sé byggt á marg-
þættri matstækni. Þannig er lagt mat
á getu skjólstæðinga og þörf á inn-
gripi.
Styrkleiki til
sjálfshjálpar
Iðjuþjálfar sinna mikilvægri endurhæfingu aldraðra.
Oft er þörf á inngripi og aðstoð sem aukið getur lífs-
gæði fólks, til dæmis eftir veikindi og áföll. Að sinna
athöfnum daglegs lífs er stundum hægara sagt en gert.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Aðstoð Margrét Eva Sigurðardóttir var í hlutverki sjúklings sem var færður í sjúkrasokka. Það verk önnuðust
frá vinstri talið, þær Helga Atladóttir, Jóhanna Elíasdóttir og Unnur Birgitta Halldórsdóttir sem hér sjást.
Lagni Það getur verið hægara sagt
en gert að komast í buxurnar.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018
Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is
Gættu lífeyrisréttinda þinna
– fylgstu með að iðgjaldið skili sér
Sjóðfélagar Birtu lífeyrissjóðs fá næstu daga send yfirlit um
iðgjaldagreiðslur sl. 6 mánuði.
Mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld við
launaseðla því lífeyrisréttindi geta tapast vegna vanskila.
Vanti innborganir eða berist ekki yfirlitið má hafa samband við
starfsfólk Birtu í síma 480 7000 eða á netfanginu birta@birta.is.
Minningavinna sem svo er kölluð er
veigamikill þáttur í endurhæfingar-
starfinu á Landakoti. Þá er sest niður
með fólki sem glímir við minnis-
sjúkdóma og er að missa færni og
það fengið til að rifja upp gamla
daga. Þekkt er að þegar óminnis-
hegrinn læðist aftan að fólki hverfur
nútíminn því fjótt en gamlar stundir
lifa í hugskoti. Myndir af þeim má
svo glæða með því að hverfa á vit
fortíðar.
Tilfinningin er góð
„Það er ótrúlegt hvað gamlar
minningar lifa sterkt og lengi með
fólki. Tilfinningin er góð og styrkir
fólk og hefur jákvæð áhrif á andlega
líðan, minnkar pirring og eirðar-
leysi,“ sagði Fanney Magga Jóns-
dóttir iðjuþjálfi þegar hún sýndi
blaðamanni svonefnda Betri stofu.
Það eru tvö samliggjandi herbergi,
þar sem inni eru húsgögn og myndir í
gamla stílnum, ýmis eldhúsáhöld
sem algeng voru fyrr á dögum, Sing-
er-saumavél og á borðum bækur og
myndir frá liðinni öld. Út úr skáp var
svo tekinn Hagkaupssloppur eins og
ófáar íslenskar konur áttu og klædd-
ust enda þægilegur klæðnaður til
dæmis við heimilisstörf. Af því
spunnust ýmsar sögur enda þótti
sumum þetta einum of hvunndags-
legar flíkur og ekki beinlínis af fínni
sortinni.
Slopparnir voru í tísku fyrir hálfri
öld eða svo – og konur sem þeim
klæddust gjarnan fæddar á árabilinu
1920-1940. Og nú er farið að kvarn-
ast úr þeim hópi og kannski þörf á
yngri fötum til að sýna í betri Stof-
unna. Útvíðar buxur og mussur í
anda blómabyltingar og jakkaföt
með lakkrísbindi verða sennilega
næst. Kynslóðin sem klæddist þann-
ig fötum er fólk nú um sjötugt og
farið að nálgast öldrunardeildir og
minnissjúkdóma.
Þurfa Bítlalög
„Við þurfum líka að uppfæra tón-
listina sem hér ómar. Fara að spila
Bítlana, Rolling Stones og slíkt.
Skipta út eldri tónlist,“ sagði einn
iðjuþjálfinn þegar um stofuna ómaði
söngur Ragnars Bjarnasonar og Ellyj-
ar Vilhjálms í laginu fallega, Hvert er
farið blómið blátt. Jú, blómið fannst
á Landakoti þar sem iðjuþjálfar að-
stoða fólk við leit – sem skilar skjól-
stæðingum þeirra alveg ótvírætt
betra lífi.
Lagt til atlögu við óminnishegrann á endurhæfingardeild
Hagkaupssloppur og blómið
blátt hjálpa í minningavinnunni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landakot Fanney Magga Jónsdóttir
iðjuþjálfi í Betri stofunni með hinn
eina sanna Hagkaupsslopp.