Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018
Spariskór
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Fallegir spariskór
með litlum hæl.
Ristarband fest
með riflás.
Verð 5.995
Stærðir 28 - 35
30. október 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.36 120.94 120.65
Sterlingspund 153.95 154.69 154.32
Kanadadalur 91.53 92.07 91.8
Dönsk króna 18.295 18.403 18.349
Norsk króna 14.349 14.433 14.391
Sænsk króna 13.112 13.188 13.15
Svissn. franki 120.2 120.88 120.54
Japanskt jen 1.0746 1.0808 1.0777
SDR 166.48 167.48 166.98
Evra 136.52 137.28 136.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.1755
Hrávöruverð
Gull 1236.05 ($/únsa)
Ál 1960.0 ($/tonn) LME
Hráolía 76.6 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Arion banki hefur birt nýja hagspá
sína fyrir tímabilið 2018-2021. Sam-
kvæmt henni verður hagvöxtur á
þessu ári 4,6% en í fyrri spá bank-
ans, sem birt var í júlí síðastliðnum,
var gert ráð fyrir um 3% hagvexti.
Flest bendir til þess að kröftugur hag-
vöxtur yfirstandandi árs sé fyrst og
síðast drifinn áfram af aukinni einka-
neyslu.
Greiningardeild bankans telur hins
vegar að hratt muni draga úr hag-
vextinum og að á næsta ári verði
hann 1,3% í stað 3% eins og áður var
gert ráð fyrir. Gerir spáin ráð fyrir því
að sá vöxtur sem þó verði muni helst
verða drifinn áfram af einkaneyslu. Ár-
ið 2020 verði vöxturinn hins vegar
aftur kominn í 3% en fyrri spá gerði
ráð fyrir 2,5% hagvexti það ár. Þá
muni fjárfesting taka við sér í auknum
mæli. Árið 2021 gerir bankinn ráð fyr-
ir að hagvöxtur muni mælast 1,9% og
að þá muni utanríkisverslun eiga lykil-
þátt í vextinum.
Arion banki hækkar
hagspá fyrir þetta ár
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Hlutabréfaverð í Eimskipafélagi Ís-
lands lækkaði um tæp 13% í 58 millj-
óna viðskiptum með félagið í Kaup-
höll Íslands í gær. Lækkunin kom í
kjölfar uppfærðrar afkomuspár
Eimskips frá því á föstudag. Í henni
var vænt afkoma ársins 2018 lækkuð
um 15% þar sem afkomuspáin fer úr
57 til 63 milljóna evra rekstrarhagn-
aði (EBITDA) í 49 til 53 milljónir
evra. Sé litið til tæplega eins árs aft-
ur í tímann hefur gengi Eimskips
lækkað um tæp 36% en þann 16. nóv-
ember árið 2017 var gengi félagsins
279,5 krónur. Verð á bréfum félags-
ins í gær nam aftur á móti 180 krón-
um.
„Viðbrögð markaðarins koma ekki
á óvart. Það var vitað mál að Eim-
skipi yrði refsað í dag,“ segir Jóhann
Viðar Ívarsson hjá ráðgjafarfyrir-
tækinu IFS og tekur það fram að um
þriðju neikvæðu afkomuviðvörunina
sé að ræða á árinu og slíkt sé ekki
uppskrift að hærra markaðsvirði.
Nýjar leiðir valda vonbrigðum
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á laugardag var ein ástæðan
fyrir lakari afkomu Eimskips hægari
uppbygging á fluttu magni á tveimur
siglingaleiðum fyrirtækisins, yfir
Atlantshafið og á strandleiðum þess.
Í ljósi magnaukningar á þeim leiðum
á fyrri árshelmingi eru það vonbrigði
að mati Jóhanns að þær leiðir séu að
valda lakari afkomu en áður var ráð
fyrir gert. „Það voru helstu von-
brigðin. Fyrirtækið jók þarna veru-
lega þjónustu um áramótin og tvö-
faldaði skipafjöldann úr tveimur í
fjögur. Við það snarjókst framboðið
og fylla þurfti í nýju flutningsgetuna.
Eimskip hefur birt magnaukningar-
tölur fyrir fyrsta og annan fjórðung
og það var mikill og hækkandi vöxt-
ur í fluttu magni á fyrri hluta árs
miðað við fyrra ár. Bæði við og for-
ráðamenn Eimskips voru ánægðir
með það,“ segir Jóhann Viðar. „En
það veldur þeim viðbótar föstum
kostnaði á ári upp á hátt í 10 millj-
ónir evra. Það skýrir að hluta til
hvers vegna fyrri helmingur ársins
var slappur. Það leit út fyrir að þeir
væru að ná góðum árangri eftir
fyrstu sex mánuðina en svo nefna
þeir þetta sem eina ástæðu fyrir lak-
ari afkomu og það eru helstu von-
brigðin. Það bendir til þess að þriðji
ársfjórðungur hafi verið slappur,“
segir Jóhann Viðar sem segir að aðr-
ar ástæður sem voru nefndar, t.a.m.
erfiður Noregsmarkaður og minni
innflutningur til Íslands, hafi verið
þekktar. Kostnaður vegna bilana sé
aldrei fyrirséður en eðlilegur hluti af
starfsemi flutningafélags.
Einskiptiskostnaður vegna upp-
sagna hefði líklega átt að vera
stjórnendum ljós með góðum fyrir-
vara.
Höfðu ekki trú á afkomuspá
„Þetta kom ekki sérstaklega á
óvart. Við færðum Eimskip mikið
niður í síðasta verðmati, um 10%. Við
töldum að fyrri afkomuspá félagsins
myndi ekki ganga eftir,“ segir Snorri
Jakobsson, hjá fjármála- og hag-
fræðiráðgjöf Capacent. Í ljósi erfiðs
fyrri árshelmings Eimskips, þar sem
EBITDA félagsins, hagnaður fyrir
skatta, afskriftir og fjármagnsliði,
var 22,2 milljónir evra, og um 14,8%
minni en árið áður, undrar Snorri sig
á því hvers vegna afkomuspánni var
ekki breytt fyrr en nú.
„Miðað við afkomu fyrstu sex
mánaða fyrirtækisins þá var bara
mjög ólíklegt að þeir myndu ná þess-
ari spá,“ segir Snorri.
Um miðjan júlí var tilkynnt um
kaup Samherja Holding ehf. á 25,3%
hlut The Yucaipa Company í Eim-
skipafélaginu á 11,1 milljarð króna.
Kaupin bíða nú samþykktar yfir-
valda. Við kaupin stóðu bréf félags-
ins í 201 kr. á hlut en kaupin gengu í
gegn á 220 kr. á hlut. Virði hlutar
Samherja er nú um 2 milljörðum
lægra en viðmiðunargengið í kaup-
um Samherja á fjórðungshlut í félag-
inu gerði ráð fyrir.
Hörð viðbrögð markað-
arins koma ekki á óvart
300
275
250
225
200
175
150
nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt.
2017 2018
Gengi hlutabréfa Eimskipafélags Íslands sl. 12 mánuði
16.11.2017
278,6
29.10.2018
180,0
30.5.2018
188,0
Gengi Eimskips lækkaði um 13% í kjölfar þriðju neikvæðu afkomuviðvörunarinnar
Verslunarfyrirtækið Hagar hf., sem
rekur meðal annars Bónus og Hag-
kaup, hagnaðist um rúma 1,4 millj-
arða króna á öðrum ársfjórðungi, en
hann stendur frá 1. mars - 31. ágúst.
Dregst hagnaðurinn saman um 100
milljónir frá sama tímabili í fyrra.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir
að hagnaðurinn nú jafngildi 3,8% af
veltu félagsins.
Vörusala á tímabilinu nam 37.734
milljónum króna, samanborið við
37.169 milljónir á sama tímabili í
fyrra, og er það 1,5% aukning.
Framlegð var 24,3%.
Heildareignir samstæðunnar
námu rúmum 30 milljörðum króna í
lok tímabilsins og eigið fé rúmum 18
milljörðum. Eiginfjárhlutfall fyrir-
tækisins var 60%. Handbært fé fé-
lagsins í lok tímabilsins nam 354
milljónum króna.
Í tilkynningu félagsins til Kaup-
hallar segir að söluaukning í mat-
vöruhluta félagsins hafi verið 1,8% í
krónum talið, en seldum stykkjum
hafi fækkað um 0,6%. Þá kemur
fram að fjöldi viðskiptavina hefur
aukist um 0,4%.
Rekstrarkostnaður Haga lækkaði
um 37 milljónir króna á tímabilinu,
eða 0,5% milli ára. Kostnaðarhlut-
fallið lækkaði úr 18,6% í 18,2%.
Í tilkynningunni segir að undan-
farið hafi verið unnið að nýrri versl-
un Bónuss í Skeifunni 11 en fyrir-
hugað er að flytja verslunina úr
Faxafeni yfir í hið nýja húsnæði.
„Stefnt er að opnun 1. desember nk.
en hin nýja verslun verður um 1.200
fermetrar að stærð. Þá var fyrirhug-
að að flytja verslun Bónuss í Mos-
fellsbæ nú á haustmánuðum í nýtt
húsnæði en ljóst er að vegna ófyr-
irsjáanlegra atvika mun það verkefni
frestast fram á nýtt rekstrarár,“
segir að lokum. tobj@mbl.is
Verslun Hagar segja fyrri helming-
ing ársins standast væntingar.
Hagar hagnast
um 1,4 milljarða
Vörusala eykst
um 565 milljónir á
milli ára